Náttúruverndarsamtök Íslands
Málsvari þeirra sem láta sig náttúruvernd og umhverfismál miklu skipta.
Frjáls félagasamtök áhugafólks um náttúruvernd með yfir 1400 skráða félaga. Náttúruverndarsamtökin eru opin öllum sem aðhyllast markmið samtakanna og vilja starfa í samræmi við lög þess. Árgjaldið er 3500 kr. Eitt mikilvægasta stefnumið Náttúruverndarsamtaka Íslands er að vernda miðhálendi Íslands. Til að styðja eða ganga í samtökin sendið okkur netpóst og tilgreinið, nafn, netfang, símanúmer og kennitölu. Samtökin voru formlega stofnuð þann 29. maí 1997 og er ætlað að vera málsvari þeirra sem láta sig náttúruvernd og umhverfismál miklu skipta.