Yfirlýsing frá Landvernd og Náttúruverndarsamtökum Íslands

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

Birt í Tilkynningar

Norðurlandaráð samþykkir tímamótaályktun um stöðvun á námuvinnslu á hafsbotni

Reykjavík, 31. október 2024
Norðurlandaráð hefur á fundi sínum í Reykjavík náð mikilvægu samkomulagi um
verndun hafsins. Mikill meirihluti þingmanna í Norðurlandaráði greiddi atkvæði með ályktun um stöðvun námuvinnslu á djúpsævi. Ályktunin naut stuðnings þingmanna frá öllum Norðurlöndunum og sendir skýr skilaboð til Íslands og Noregs um að styðja önnur norræn ríki með því að taka eindregna afstöðu gegn námuvinnslu á hafsbotni, utan 200 mílna efnahagslögsögu ríkja.

Þingmenn Norðurlandaráðs funduðu í Reykjavík í vikunni og lögðu áherslu á brýna nauðsyn þess að vernda lífríki djúpsævisins gegn námavinnslu á hafsbotni. Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa áður stutt tímabundna stöðvun á námagreftri á djúpsævi – en þau eru hluti af þeim 32 löndum sem tekið hafa afstöðu gegn námavinnslu á hafsbotni. Ályktunin undirstrikar nauðsyn þess að Norðurlöndin taki sameiginlega afstöðu með verndun hafsins, einkum verndun líffræðilerar fjölbreytni.

Námugröftur á djúpsævi á alþjóðlegu hafsvæði utan 200 mílna efnahagslögsögu ríkja er stjórnað af Alþjóðahafsbotnsstofnuninni, sem tengist Sameinuðu þjóðunum. Öll Norðurlönd eiga aðild að stofnuninni og geta haft áhrif á ákvarðanatöku á þeim vettvangi, en stofnunin er nú að að semja um reglur um námuvinnslu sem gera stofnuninni kleift að gefa út nýtingarleyfi strax árið 2026.

Námugröftur á djúpsævi eru vaxandi áhyggjuefni víða um. Þar eð Norðurlöndin gegna mikilvægu hlutverki í hnattrænu samstarfi um verndun umhverfisins er mikilvægt að þau leiði sameiginlega baráttuna fyrir verndun hafsbotnsins og veiti öðrum ríkjum gott fordæmi Í ályktuninni er hvatt til þess að ríkisstjórnir Norðurlanda gefi Norðurlandaráði skýrslu innan þriggja mánaða um þær aðgerðir sem stjórnvöld hyggist grípa til og hvernig þau muni bregðast við tilmælum Norðurlandaráðs.

Ísland er enn eina Norðurlandaþjóðin fyrir utan Noreg sem hefur enn ekki stutt kröfuna um tímabundið hlé á námugreftri á hafsbotni. Umhverfisráðherra hefur í svari við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar upplýst Alþingi um að hann fylgist með þróun mála og íhugi viðbrögð.

Íslensk og alþjóðleg félagasamtök hafa sent ríkisstjórn Íslands bréf og skorað á Ísland að styðja stöðvun á námugreftri á djúpsævi. Í því bréfi segir:

Ákvörðun Norðmanna gæti haft bein áhrif á fiskveiðar Íslendinga, veikt viðnámsþol staðbundinna vistkerfa og ógnað náttúru Norðurslóða. Ríkisstjórn Noregs knýr nú á um um útgáfu leyfa þegar á næsta ári fyrir námugreftri á djúpsævi á norðurslóðum. Ályktun Norðurlandaráðs sendir því skýr skilaboð til norskra stjórnvalda en hún beinist þó eingöngu að alþjóðlegu hafsvæði.

Í umræðunni bentu nokkrir þingmenn á að áform séu uppi um námugröft á hafsbotni á nokkrum af viðkvæmustu vistkerfum heims og að slík starfsemi gæti grafið undan skuldbindingum ríkja um verndun hafsins. Jafnframt ógnar slík starfsemi fiskveiðum.

Landvernd
Náttúruverndarsamtök Íslands

Birt

31. október 2024
Aftur á forsíðu