Viðhorf til hvalveiða

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

Birt í Tilkynningar

Meirihluti óánægður með ákvörðun Bjarna Benediktssonar um nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Dýraverndarsamband Íslands og Náttúruverndarsamtök Íslands.

51% landsmanna eru óánægðir með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra í starfsstjórn að veita nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 35% segjast hins vegar ánægð með ákvörðunina. Þegar spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt því að hvalveiðar verði bannaðar með lögum sögðust 44% hlynnt slíku banni á hvalveiðar en 39% sögðust því andvíg. Þannig liggur fyrir að mun fleiri eru óánægð með ákvörðun um nýtt hvalveiðileyfi og sömleiðis styðja marktækt fleiri landsmenn að hvalveiðar verði bannaðar með lögum.

Birt

3. janúar 2025
Aftur á forsíðu