Meirihluti óánægður með ákvörðun Bjarna Benediktssonar um nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Dýraverndarsamband Íslands og Náttúruverndarsamtök Íslands.
51% landsmanna eru óánægðir með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra í starfsstjórn að veita nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 35% segjast hins vegar ánægð með ákvörðunina. Þegar spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt því að hvalveiðar verði bannaðar með lögum sögðust 44% hlynnt slíku banni á hvalveiðar en 39% sögðust því andvíg. Þannig liggur fyrir að mun fleiri eru óánægð með ákvörðun um nýtt hvalveiðileyfi og sömleiðis styðja marktækt fleiri landsmenn að hvalveiðar verði bannaðar með lögum.