Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

Birt í Náttúruvernd

Sjá umsögn Náttúruverndarsamtaka Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (aukinn metnaður, gagnsæi og aðhald).

Náttúruverndarsamtök Íslands styðja þetta frumvarp efnislega. Einkum að „Landsákvarðað framlag Íslands til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna [skuli] uppfæra eigi sjaldnar en annað hvert ár, í hvert sinn þannig að metnaður sé aukinn frá því sem síðast var.” Næsta landsframlagi verði skilað „eigi síðar en 7. febrúar 2022.”

Náttúruverndarsamtök Íslands benda á að:

„Þessi viðbót við lögin myndi veita ríkisstjórninni verðugt aðhald. Á hinn bóginn verður að gæta að því að uppfærsla landsframlags Íslands annað hvert ár mun kosta ríkið meiri fjárframlög. Stjórnsýsla loftslagsmála er enn ekki nógu sterk og til að tryggja að metnaður sé aukinn frá því sem síðast var er nauðsynlegt að stjórnvaldið meti hversu mikið fé og mannafla þarf til að ná þessu mikilvæga markmið.Náttúruverndarsamtök Íslands leggja til að bætt verði við: ‘Alþingi tryggi nægt fjármagn til þessa verkefnis.'”

Í greinargerð með frumvarpinu segir:

„Áfellisdómur í Glasgow.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow var sú fimmta frá samþykkt Parísarsamningsins og þar af leiðandi var kominn tími á uppfærð landsframlög aðildarríkjanna. Sú uppfærsla var á heildina litið svo ófullnægjandi að ástæða þótti til að taka það sérstaklega fram í lokaályktun ráðstefnunnar, þar sem ríki voru hvött til að bíða ekki önnur fimm ár með að uppfæra markmið sín heldur mæta að nýju til leiks með uppfærð landsframlög á næsta ári.”

Birt

9. febrúar 2022
Aftur á forsíðu