- Villandi er að halda því fram að orkuskipti séu forsenda árangurs aðgerða. Parísarsamningurinn kveður á um samdrátt í losun. Ekki er minnst á orku enda er hrein orka; vindmyllur, vatnsaflsvirkjanir eða jarðvarmavirkjanir ekki markmið í sjálfu sér.
- Fullyrðingar ráðherra ríkisstjórnarinnar um metnaðarfulla loftslagsstefnu eru ekki í samræmi við þá aðgerðaáætlun sem kynnt var 14. júní sl. Hið sama gildir um eftirfylgni aðgerðaráætlunar frá júní 2020.
- Ekki hefur verið reiknað út hvaða áhrif aðgerðaáætlun um orkuskipti hafi á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til skuldbindinga Íslands í loftslagsmálum. Fullyrðingar um að græn orkuskipti séu forsenda þess að Ísland nái að standa við skuldbindingar sínar fá því ekki staðist.
- Meginforsenda loftslagsaðgerða hér á landi sem í öðrum ríkum löndum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Um nýja og uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.