Rúmur helmingur telur að íslensk stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Íslendinga á gróðurhúsaloftegundum?

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

Birt í Tilkynningar

Könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands sýnir að 54% aðspurðra telja að stjórnvöld geri of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, 27% telja að stjórnvöld geri nóg og 18% telja að stjórnvöld geri of mikið.

Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir aldri og hvaða flokk hinir aðspurðu segjast ætla að kjósa.
69 prósent kjósenda á aldursbilinu 18-29 ára telja að stjórnvöld geri of lítið en meðal elsta hópsins, 60 ára og eldri, er hlutfallið 49 prósent.

  • 18-29 ára: 69,1%
  • 30-39 ára: 54,7%
  • 40-49 ára: 51,2%
  • 50-59 ára: 44,7%
  • 60 ára og eldri: 49,2%

Afstaða fólks er mjög misjöfn eftir því hvaða flokk hinir aðspurðu segjast ætla að kjósa. Þannig telja 54,5% þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn að stjórnvöld geri of mikið. Hið sama gildir um 33% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Á hinn bóginn vekur athygli að helmingur þeirra sem ætla að kjósa Flokk fólksins (49,9%) telja að stjórnvöld geri of lítið. Formaður Flokks fólksins virðist á annarri skoðun.
Hlutfall þeirra sem telja að stjórnvöld geri of lítið er hæst hjá þeim sem ætla að kjósa Pírata (97%), síðan koma Vinstri græn (88%), Sósíalistaflokkurinn (84%), Samfylkingin (75,5%), Viðreisn (69%), Flokkur fólksins (50%), Framsókn (48%), Miðflokkurinn (17%) og Sjálfstæðisflokkurinn (15%). 
Loftslagsaðgerðir verða að byggja á samdrætti í losun. Stjórnvöld hafa enn ekki sett fram skýr markmið um samdrátt í losun.

  • Stjórnmálamenn hafa gert kjósendum erfitt fyrir því ekki hefur verið virkjað eitt einasta megawatt (MW) í því augnamiði að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orku,
  • Fullyrða má að slík orkuskipti standi heldur ekki til.
  • Næg orka er aðgengileg nú þegar fyrir rafvæðingu vegasamgangna.
  • Samdráttur í losun frá fiskiskipaflotanum byggir að miklu leyti á hagræðingu eftir innleiðingu kvótakerfisins, fækkun skipa, byggingu nýrra eða endurnýjun eldri skipa með nýjum og sparneytnari vélum.
  • Tal um rafvæðingu fyrir mjölbræðslur byggir á hæpnum forsendum því raforka til bræðslu á fiski er illa notuð orka. Mun skynsamlegra væri að nýta úrgang frá framleiðslu mjöls eða landbúnaði til að framleiða lífrænt eldsneyti.
  • Raforkuframleiðsla fyrir gagnaver eða bitcoin felur ekki í sér orkuskipti.

Sjá könnun Maskínu

Birt

16. nóvember 2024
Aftur á forsíðu