Dómur í máli E-13/24 Friends of the Earth Norway o.fl. gegn norska ríkinu

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

Birt í Tilkynningar

BRÝNIR ALMANNAHAGSMUNIR Í SKILNINGI VATNATILSKIPUNARINNAR

Með dómi sem kveðinn var upp í dag veitti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit um spurningar frá áfrýjunardómstóli Borgarting (Borgarting lagmannsrett) varðandi túlkun hugtaksins „brýnir almannahagsmunir“ í skilningi c-liðar 7. mgr. 4. gr. vatnatilskipunarinnar1 („tilskipunin“). Í málinu sem er til meðferðar hjá áfrýjunar-dómstólnum halda Friends of the Earth Norway o.fl. því fram að leyfi, sem norsk stjórnvöld veittu til námuvinnslu og förgunar námuúrgangs í Førdefjord, sé ólögmætt þar sem það standist ekki kröfur tilskipunarinnar.

Norska ríkið heldur því hins vegar fram að leyfið sé réttlætanlegt á grundvelli undantekningarreglunnar um „brýna almannahagsmuni“, með skírskotun til efnahagslegs ávinnings, aukna atvinnusköpun og nauðsyn þess að tryggður sé aðgangur að mikilvægum jarðefnum.

Birt

5. mars 2025
Aftur á forsíðu