Afgreiðsla 3. áfanga rammaáætlunar – Fyrst klárum við Kjalölduveitu

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

Birt í Náttúruvernd

Aðsendar greinar

alþingirammaáætlunstjórnmálumhverfismál

Afgreiðsla 3. áfanga rammaáætlunar – Fyrst klárum við Kjalölduveitu

Árni Finnsson

Að kröfu Lands­virkj­unar er gervi­-­kost­ur­inn Kjalöldu­veita settur í bið­flokk 3. áfanga ramma­á­ætl­unar þrátt fyrir að Þjórs­ár­ver, svæðið vestan Þjórsár og niður að efstu fossum í ánni sé í vernd­ar­flokki sam­kvæmt ályktun Alþingis um 2. áfanga. Ekki síst fyrir harð­fylgi Vinstri grænna.

Verk­efn­is­stjórn 3. áfanga ramma­á­ætl­unar hafn­aði því að taka fyrir Kjalöldu­veitu. Lands­virkjun ásak­aði þá verk­efn­is­stjórn­ina um lög­brot. Umhverf­is­ráðu­neytið hafnar þessum ásök­unum Lands­virkj­un­ar. Ráðu­neytið seg­ir:

„Í ljósi ofan­greinds og fyr­ir­liggj­andi gagna getur ráðu­neytið ekki tekið undir þá afstöðu Lands­virkj­unar að ákvörðun verk­efn­is­stjórnar hvað varðar Kjalöldu­veitu hafi verið ólög­mæt. Eins og sjá má í bréfum fag­hópa til verk­efn­is­sjórn­ar, dags. 6. og 8. maí 2015, tóku báðir fag­hóp­arnir virkj­un­ar­kost­inn til umfjöll­un­ar, mátu hann skv. við­ur­kenndri og vel skil­greindri aðferða­fræði og skil­uðu rök­studdri nið­ur­stöðu. Því telur URN [um­hverf­is­ráðu­neyt­ið] full­yrð­ingar Lands­virkj­unar um að virkj­un­ar­kost­ur­inn Kjalöldu­veita hafi ekki fengið „ lög­mæta umfjöllun fag­hópa“ ekki stand­ast skoð­un. Þar af leiðir að full­yrð­ingar um að verk­efn­is­stjórn hafi ákveðið „ein­hliða að ekki skildi fjallað um virkj­un­ar­kost­inn Kjalöldu­veitu“ og að honum hafi verið „raðað beint í vernd­ar­flokk án umfjöll­unar fag­hópa“ eru einnig rang­ar. Að mati ráðu­neyt­is­ins hlaut virkj­un­ar­kost­ur­inn full­nægj­andi umfjöllun fag­hópa sbr. áðurnefnt bréf for­manna fag­hópa þar sem umfjöllun þeirra og nið­ur­stöðum varð­andi virkj­un­ar­kost­inn er lýst.“

Mál­flutn­ingur Lands­virkj­unar síð­ustu miss­erin gegn ramma­á­ætlun hefur öðru fremur ein­kennst af róg­burði.

Var­úð­ar­regl­unni snúið á hvolf

Sam­kvæmt til­lögu meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar verða Hér­aðs­vötn færð úr vernd­ar­flokki í bið­flokk.

Í meiri­hluta­á­liti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar segir um Hér­aðs­vötn:

„Við umfjöllun nefnd­ar­innar um fram­komna til­lögu til þings­á­lykt­unar hefur verið bent á þörf á end­ur­mati verk­efn­is­stjórnar á þessum kostum og því lands­svæði sem þeir til­heyra. Þau sjón­ar­mið komu fram fyrir nefnd­inni að mikil nei­kvæð áhrif fyr­ir­hug­aðra virkj­ana í Hér­aðs­vötnum í Skaga­firði á vist­gerðir með veru­lega hátt vernd­ar­gildi, og þá sér­stak­lega flæði­engjar, kunni að vera ofmet­ið.“

Hér er var­úð­ar­regl­unni snúið á hvolf. Verk­tak­inn skal njóta vafans vegna „fram­kom­inna sjón­ar­miða í nefnd­inn­i.“ Þessi vinnu­brögð vill nú VG gera að sín­um.

Afstaða VG

Í almennum stjórn­mála­um­ræðum á Alþingi 8. júní sl. sagði Orri Páll Jóhanns­son, full­trúi VG í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd: „Sátt verður að ríkja um nýjar virkj­anir til að byggja upp grænt og kolefn­is­hlut­laust sam­fé­lag. Mestu skiptir að það verðir gert af var­færni gagn­vart við­kvæmri nátt­úru lands­ins.“ Finnur Ing­ólfs­son hefði ekki getað orðað það bet­ur.

Um ramma­á­ætlun

Rétt fyrir síð­ustu alda­mót kynnti Finnur Ing­ólfs­son, þv. iðn­að­ar­ráð­herra, ramma­á­ætlun til sög­unn­ar. Full­yrt var að héðan í frá yrðu allir virkj­un­ar­kostir metnir á gull­vog. Unnið yrði mjög fag­lega, en allir vissu hvað málið snérist um: Fyrst klárum við Kára­hnjúka­virkj­un.

Nú eru skila­boðin þessi: Fyrst klárum við Kjalöldu­veitu.

Ástæða er til að benda á skýrslu sem gerð var af að beiðni for­sæt­is­ráð­herra, Katrínar Jak­obs­dótt­ur, um „efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu“ dags. 5. sept­em­ber 2018. Vinnu­brögð stjórn­valda við afgreiðslu ramma­á­ætl­unar nú eru síst til þess fallin að efla traust.

Höf­undur er for­­maður Nátt­úru­vernd­­ar­­sam­­taka Íslands.

Birt

14. júní 2022
Aftur á forsíðu