Ný skýrsla IPCC um loftslagsbreytingar

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

Birt í Náttúruvernd

Skýrsla IPCC

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) birtir 6. samantektarskýrslu sína í dag. Þar kemur fram staða vísindarannsókna um loftslagsbreytingar. Og ‒ ekki síður ‒ er sagt til hvaða ráða sé hægt að grípa.

Skilaboðin eru skýr: Afar brýnt er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda mjög hratt. Og samdrátturinn verður að vera varanlegur.

Sænski vísindamaðurinn Johan Rockström segir nauðsynlegt að strax verði sett skýr tímamörk um hvenær skaðlegum aðgerðum skuli hætt.

IPCC segir nauðsynlegt að snúa þróuninni við eigi síðar en 2025. Síðan verði að draga mjög hratt úr losun til að unnt verði að takmarka hækkun hitastigs Jarðar við 1,5°C. Haldi núverandi þróun áfram muni hækkunin hafa náð 1,5°C þegar í upphafi næsta áratugar. Markmið Parísarsamningsins er að hitastig fari ekki yfir 1,5°C á þessari öld.

Frá því að vinna við 6. skýrslu IPCC hófst árið 2016 hafa íslensk stjórnvöld hvergi verið nærri því að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamningnum frá 2015 ‒ og skuldbindingar sínar gagnvart þjóðinni í fyrirheitum flokkanna fyrir kosningar. Losun jókst árið 2022 og mun aukast enn í ár.

Ríkisstjórn Íslands virðist viðurkenna loftslagsvísindin í orði en ekki á borði.

Skýrslan er viðamesta og ýtarlegasta samantekt sem gerð hefur verið fram til þessa með þátttöku vísindamanna hvaðanæva, og er byggt á tugþúsundum mismunandi rannsókna. Í henni eru teknar saman sex fyrri bráðabirgðaskýrslur á því matsferli innan IPCC sem hefur staðið yfir síðan 2016.

Samantektarskýrslan inniheldur einnig þrjár aðrar styttri skýrslur IPCC sem gefnar hafa verið út síðan 2018.

  • Um áhrif hnattrænnar hitunar umfram 1,5°C frá því sem var fyrir iðnbyltingu (1850) (2018)
  • Loftslagsbreytingar og land, ágúst 2019
  • Hafið og frosthvolfið í breytilegu loftslagið, september 2019

Árni Finnsson
Náttúruverndarsamtök Íslands /
Iceland Nature Conservation Association
Þórunnartún 2
105 Reykjavík
Tel: 551 2279 / 897 2437
arni@natturuvernd.is
natturuvernd.is

Birt

20. mars 2023
Aftur á forsíðu