Nú þegar COP28 er handan við hornið er mikilvægt að skoða hvað íslensk stjórnvöldum ber að gera í alþjóðlegu samhengi. Listi samtakanna er settur saman með sérstöku tilliti til COP28.
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að íslensk stjórnvöld,
Fari að vísindalegri ráðgjöf
- Samtökin telja að Ísland verði að taka sig verulega á til að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við hlutdeild sína í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja, Íslands og Noregs. Hlutdeild Íslands verður að öllum líkindum 41% fyrir árið 2030 miðað við árið 2005 en Evrópusambandsríkin skulu draga úr losun um 55% á sama tímabili. Samdráttur um 41% fyrir 2030 er nauðsynlegt framlag Íslands til að andrúmsloft Jarðar hitni ekki umfram 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu.
- Leggi megináherslu á beinan samdrátt í eigin losun í loftslagsstefnu Íslands.
- Leggist gegn hvers kyns bókhaldsbrellum og/eða útvistun losunar til annarra landa.
- Beiti sér fyrir því að föngun og förgun kolefnis úr andrúmsloftinu verði ekki nýtt til frádráttar á skuldbindingum um samdrátt í losun heldur komi slíkar aðgerðir til viðbótar samdrætti.
- Leggi áherslu á náttúrulegar lausnir og endurheimt vistkerfa samhliða samdrætti í losun.
- Stefni að því að ná 1,5° takmarkinu.
- Verji a.m.k. 4% af vergri landsframleiðslu í aðgerðir til að draga úr losun í samræmi við tilmæli IPCC um fjármagn sem fylgja þarf til að ná sviðsmynd OECD þar sem hnattræn hlýnun stöðvast við 2° hlýnun.
Líti á réttlát umskipti í alþjóðlegu samhengi
- Beiti sér fyrir því að vestræn ríki aðstoði hin fátækari ríki við að aðlagast loftslagsbreytingum þar sem Vesturlönd bera mesta ábyrgð á þeirri losun sem orðið hefur.
- Hafi réttlát umskipti að leiðarljósi, í ljósi þess að loftslagsbreytingar hafa mismunandi áhrif á fólk eftir landfræðilegri stöðu, stétt, kyni og öðrum þáttum.
- Stuðli að því að tekið verði tillit til afstöðu og þekkingar frumbyggjaþjóða í samningaviðræðum og réttindi þeirra tryggð.
Viðtöl veita:
Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður landverndar s. 8958894
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands s. 8972437
Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna s. 6261407