Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra upplýstu á umhverfisþingi í morgun, að Ísland muni tæpast geta staðið við skuldbindingar sínar á II. skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar, 2013 - 2020. Ennfremur, kom fram, að erfitt verði fyrir Ísland að standast við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu 2021 - 2030 - í samvinnu við Evrópusambandið. Vonandi lýkur þar með blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja, sem til skamms tíma hafa haldið því að þjóðinni að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku, öðrum þjóðum mikil fyrirmynd í loftslagasmálum; að helsta framlag Íslands til loftslagsmála felist í að selja orkufrekum iðnaði hreina orku. 

Síða 5 af 5