Fjárlaganefnd Alþingis

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Haraldur Benediktsson
Inga Sæland
Björn Leví Gunnarsson
Bryndís Haraldsdóttir
Ingibjörg Isaksen
Kristrún Frostadóttir
Stefán Vagn Stefánsson
Vilhjálmur Árnason

 

Reykjavík 13. desember 2021

 

Umsögn um Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.  Frá fjármála- og efnahagsráðherra.  

Fjárlagafrumvarpið bendir ekki til að ríkisstjórnin setji sama-sem-merki á milli yfirlýsinga um metnaðarfulla loftslagsstefnu annars vegar og verðlagningar á kolefni hins vegar. Frumvarpi um til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.“ Verður að breyta verulega. Samtímis þarf að tryggja að launafólk beri ekki skarðan hlut frá borði vegna hækkunar á kolefnisgjaldi.

Um þetta segir OECD í skýrslu sinni um Ísland frá júlí sl.:

Iceland’s climate policy should rely on effective carbon pricing, complemented by investment in low-carbon infrastructure, targeted spending on green research and development, and well-designed environmental regulation. To ease the transition, the country should remove barriers for new and innovative firms and foster the creation of green jobs and skills.

To garner political support and make the low-carbon transition beneficial for all, proceeds from carbon pricing could be redistributed to households and firms, at least partly. 

Þingmenn verða að hafa í huga að frá 2005 hefur losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dregist saman um 8%. Miðað við yfirlýsta stefnu nýrrar ríkisstjórnar eru þá eftir 47 prósentustig fram til ársins 2030. Það er ærið átak en svo virðist sem fjármálaráðherra geri sér litla grein fyrir hvað fyrir höndum er.

Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra um fjármálastefnu fyrir árin 2022–2026.

Notast verður við jákvæða hvata til að greiða fyrir grænum lausnum samhliða gjaldtöku á losunarvalda gróðurhúsalofttegunda. Markmið stjórnvalda um samdrátt í losun kalla á áframhaldandi endurskoðun regluverks svo liðkað verði fyrir þátttöku fólks og fyrirtækja í þeirri vegferð. Mikilvægt er að ráðist verði í þá vinnu tímanlega til að tryggja fólki og fyrirtækjum nægan aðlögunartíma og auka með því skilvirkni og hagkvæmni einstakra aðgerða.

 Fjárlagafrumvarpið ber ekki með sér að samhliða hvötum til að greiða fyrir grænum lausnum verði hækkað gjald á losunarvalda gróðurhúsalottegunda. Í flestum tilfellum fyrir. Dæmi: Í fjárlagafrumvarpinu, þingskjal 1, segir á bls. 113 um  Tekjur af sköttum á ökutæki

 Á móti vega aðrir þættir við áætlunargerð til lækkunar á tekjum, s.s. örar tæknibreytingar með tilkomu nýorkubifreiða og sparneytnari véla. Áhrif þessarar þróunar eru mest á tekjur af vörugjaldi af ökutækjum sem lagt er á við innflutning bifreiða. Gjaldið er aðeins lagt á bifreiðar sem losa umfram ákveðið magn af koltvísýringi og fyrir vikið bera rafmagnsbifreiðar og flestar tengiltvinnbifreiðar ekki vörugjald, en þær eru ríflega helmingur nýskráðra fólksbifrei›a það sem af er ári.

 

Nýorkubílar?

Hugtakið nýorkubílar blekkir. Blekkingin felst í að tvinnbílar ganga að mestu leyti fyrir bensíni eða dísil. Tengiltvinnbílar ganga að miklu leyti fyrir bensíni og losa jafnvel meiri koltvísýring út í andrúmsloftið en venjulegir bensínbílar af sömu gerð og rafmagnsbílar.

Fyrir ríkisstjórn sem segist ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% fyrir árið 2030 er óverjandi að ekki leggja vörugjald á bifreiðar sem að miklu eða mestu ganga fyrir bensíni eða olíu.

Meini stjórnvöld eitthvað með nýju markmiði um 55% í losun verður að banna nýskráningu bensín og dísilbíla frá og með árinu 2025. Nóg er til af bílum í landinu og árið 2025 ætti framboð á bílum sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum að vera meira en nóg til að fullnægja kröfum um árlega endurnýjun bílaflotans. Tryggja verður að orkunet um landið dugi fyrir þessa bíla.

Ríkið á ekki að niðurgreiða mengandi bifreiðar með afslætti á vörugjaldi. Hugtakið nýorkubílar er heimatilbúin skilgreining sem einungis mun skaða trúverðugleika stefnu stjórnvalda um orkuskipti.

Við bendum á skýrslu samtakanna Transport & Environment þar sem fram kemur að iðulega eyða tengiltvinnbílar mun meira eldsneyti en framleiðendur gefa upp. Samtökin mæla eindregið með því að stjórnvöld í Evrópu hætti að niðurgreiða tengiltvinnbíla. Það ættu íslensk stjórnvöld einnig að gera.

Sem dæmi um þær ógöngur sem stjórnvöld hafa ratað í er hér stubbur úr ræðu þv. umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar á – viðburði World Resources Institute og norrænna sendiráða í Washington 15. apríl 2021:

To give you another example, in the first three months of this year over half of the cars sold in Iceland were electric cars or plug in hybrid and 67 percent were considered clean cars according to government tax waiving scheme. That ... were 60 percent in 2020 and only 28 percent in 2019. Well, that is a way to go.“

Þessi skilgreining á „clean cars“ stenst ekki lögmál eðlisfræðinnar.

 

62,5% í Noregi

Í Noregi er kolefnisgjald ríkur þáttur í loftslagsstefnu stjórnvalda. Það sem af er þessu ári er hlutfall nýskráðra rafmagnsbíla í Noregi 62,5 prósent. Hlutfall tengiltvinnbíla á sama tímabili er 22%. Norðmenn leggja hins vegar ekki saman þessar tvær tölur og fá út að hlutfall nýorkubíla sé samanlagt um 85%. 

Kolefnisgjald hefur þegar verið hækkað þrisvar sinnum frá árinu 2018. Hver voru áhrif hækkunar um 70% í tíð sitjandi ríkisstjórnar?  Voru þau einhver? Eða voru áhrifin ekki rannsökuð? Á því hefði ekki verið vanþörf miðað við þá miklu umræðu sem varð um hvort hækka skyldi kolefnisgjald um 50 eða 100% hinn 1. janúar 2018[1], eða bara 50% líkt og niðurstaðan varð.

Af hverju hefur þetta ekki rannsakað?

Þær tillögur sem er að finna í frumvarpinu um breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993 ná varla að halda í við verðlagsþróun. Frumvarpið gerir loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar ótrúverðuga.

Á líðandi ári er hlutfall nýskráðra rafmagnsbíla hér á landi 26% af heild.

 

Losun nýrra bíla eykst á ný

Gögn frá Umhverfisstofnun Evrópu sýna að sýna að meðaltalslosun koltvísýrings frá nýjum bílum jókst árið 2019, þriðja árið röð í sambandsríkjunum. Tölurnar taka einnig til Bretlands, Íslands og Noregs.

 

Figure 1: Average carbon dioxide emissions from new passenger cars

Árin 2010 til 2016 minnkaði meðaltalslosun fólksbifreiða á Evrópska efnahagssvæðinu um nærri 22 grömm af CO2 á hvern ekinn kílómetra (g CO2/km) en árin 2017–2019 jókst meðaltalslosun á ný, um 2,8 g CO2/km.

Þá ber að hafa í huga að markmið Evrópusambandsins var að árið 2019 skyldu nýir bílar losa minna en 130 g CO2/km. Þetta náðist en árið 2020 eru nýir bílar í ESB, auk Bretlands, Íslands og Noregs, fjarri því að losa að hámarki 95 g CO2/km.

Náttúruverndarsamtökum Íslands er ekki kunnugt að Ísland hafi sett sér markmið hvað þetta varðar, en benda má á að samkvæmt losunarstuðlum Umhverfisstofnunar fyrir árið 2020 er meðaltalslosun bensínbíla 224,2 g CO2-íg/km annars vegar og dísilbíla 194,4 g CO2-íg/km hins vegar.

F.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands,

Árni Finnsson

 

 

 

[1] Þ.v. fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sem fól í sér 100% hækkun á kolefnisgjaldi. Nýr fjármálaráðherra í ríkisstórn Katrínar Jakobsdóttur lagði til að gjaldið yrði lækkað um helming en síðan hækkað um 10% 1. janúar 2019 og önnur 10% 1. janúar 2020.

Áhyggju­fullir þjóð­ar­leið­togar

Yfir­lýs­ingar margra ráða­manna í upp­hafi síð­ustu viku báru vitni um örvænt­ingu. Fyrir sex árum í París voru leið­togar smárra eyríkja í Kyrra­hafi og Ind­lands­hafi áber­andi. Þeir bentu á að hækki hita­stig Jarðar umfram 1,5°C sökkvi heim­ili og lífs­við­ur­væri í sæ. Hér í Glas­gow bætt­ust við leið­togar auð­ugra ríkja í norðr­inu. For­sæt­is­ráð­herra Belg­íu, Alex­ander Croo nefndi flóðin sl. sumar þegar 38 manns drukkn­uðu og for­seti Banda­ríkj­anna lýsti skóg­ar­eld­unum í Kali­forn­íu. Á Norð­ur­slóðum er hækkun hita­stigs nær þrisvar sinn örari en sunnar á hnett­in­um. For­seti Finn­lands, Sauli Niini­stö, sagði ein­fald­lega: „Ef við töpum Norð­ur­slóð­um, munum við tapa plánet­unni.“

Traust

Meg­in­for­senda samn­inga er að traust ríki milli samn­ings­að­ila. Skila­boð Joe Bidens Banda­ríkja­for­seta til ráð­stefn­unnar voru að Banda­ríkin væru nú aftur með og að þau myndu leiða með góðu for­dæmi. Hljómar vel en það er gömul saga og ný að á Banda­ríkj­unum er ekki full­kom­lega treystandi. Á Ríó ráð­stefn­unni árið 1992 skrif­aði George Bush eldri undir Lofts­lags­samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna gegn því skil­yrði að samn­ing­ur­inn væri í engu bind­andi um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Úr þessu var reynt að bæta með Kyoto-­bók­un­inni árið 1997 og Bill Clinton skrif­aði undir en Öld­unga­deildin hafn­aði að full­gilda bók­un­ina. George W. Bush yngri sagði síðan Banda­ríkin frá Kyoto-­bók­un­inni skömmu eftir að hann tók við emb­ætti 2001.

Eftir að Kaup­manna­hafn­ar­ráð­stefnan fór út um þúfur 2009 tóku Banda­ríkin for­yst­una um gerð nýs samn­ings og sam­komu­lag náð­ist loks í París árið 2015. Sam­komu­lag sem byggði á frjálsum fram­lögum ríkja til að minnka los­un, engin bind­andi ákvæði, ella hefði Öld­unga­deildin ekki sam­þykkt. Ríkti mikil ánægja um sinn en svo varð Don­ald Trump for­seti og sagði Banda­ríkin frá Par­ís­ar­samn­ingn­um. 

Um leið og menn fagna end­ur­komu Banda­ríkj­anna er traustið tak­mark­að. Ekki er úti­lokað að Trump verði kjör­inn for­seti á ný.

 

Laurence Tubi­ana, franskur diplómat sem var ein af helstu arki­tektum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins sagði við breska blaðið Guar­dian, að vissu­lega hefði Biden sett lofts­lags­málin í for­gang og að Banda­ríkin hefðu þokað ríkjum eins og Sádi Arab­íu, Suður Afr­íku og Ind­landi í rétta átt. Á hinn bóg­inn, benti hún á að Banda­ríkin glímdu við skort á trú­verð­ug­leika í lofts­lags­málum og að leið­togar ann­arra ríkja pirr­uðu sig á ekki væri unnt að treysta á Banda­ríkin til lengri tíma vegna alls kyns póli­tískra vanda­mála heima við.

Ísland

Í ræðu sinni útskýrði for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, að þessa dag­ana fari fram stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður á Íslandi, að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir ræði sín á milli hvernig styrkja megi mark­mið Íslands fyrir 2030. Með öðrum orð­um, lofts­lags­stefna Íslands er enn á samn­inga­borð­inu.

Fátt bendir til að rík­is­stjórn­ar­myndun klárist í þess­ari viku og því spurn­ing hvort sitj­andi umhverf­is­ráð­herra fái umboð til að segja nokkuð nýtt um stefnu lands­ins þegar hann stígur í ræðu­stól hér í Glas­gow nú þegar ráð­herrar taka yfir samn­inga­við­ræð­urn­ar.

Nokkur skref í rétta átt

  • Sam­komu­lag um að hætta kola­bruna: Yfir 40 lönd, þ.m.t. Kana­da, Pól­land og Síle, hafa und­ir­ritað sam­komu­lag um að fasa út kola­orku. Ástr­al­ía, Banda­rík­in, Ind­land og Kína eru ekki með í þessu sam­komu­lagi en í Banda­ríkj­unum eru kolin samt klár­lega á leið út. New York Times greinir frá því að banda­ríska sendi­nefndin hafi ekki viljað styggja öld­unga­deild­ar­þing­mann­inn Joe Manchin.
  • Lof­orð um að stöðva skóg­areyð­ingu: Yfir 100 ríki með 90% skóg­lendi Jarðar innan sinna landamæra lof­uðu að stöðva skóg­areyð­ingu fyrir árið 2030. Sams konar lof­orð var gefið árið 2014 og átti að upp­fylla fyrir lok 2020. Mun­ur­inn er að nú eru Brasil­ía, Indónesía og Kongó með og vernd­ar­að­gerðir verða fjár­magn­að­ar.
  • Dregið úr losun met­ans um 30%: Ríf­lega 80 ríki hafa hafa náð sam­komu­lagi um að minnka losun met­ans um 30%. Þetta er um sumt ein­föld aðgerð því mikið af met­ani lekur út í olíu­hreinsi­stöðvum og gasleiðsl­um. Næst á eftir koltví­sýr­ingi er metan­gas mik­il­væg­asta gróð­ur­húsa­loft­teg­und­in. Umtals­verður árangur gæti náðst ef sam­dráttur metangass verður nógu hrað­ur. Um 0,5°C hita­stigs­hækkun skrif­ast á metangasið og þótt það end­ist jafn ekki lengi í and­rúms­loft­inu og koltví­sýr­ingur er hlýn­un­ar­máttur þess 80 sinnum meiri.
  • Ind­land stefnir á kolefn­is­hlut­leysi árið 2070: Yfir­lýs­ing Nadendra Modi, for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, kom á óvart. Ind­land ætlar að ná kolefn­is­hlut­leysi árið 2070 – 20 árum á eftir Evr­ópu og Banda­ríkj­unum og 10 árum á eftir Kína og Rúss­landi. Mestu skiptir að Ind­land við­ur­kennir að kola­orka sé ekki fram­tíð­in. Modi hét því jafn­framt að árið 2030 yrði helm­ingur allrar orku í Ind­landi fram­leiddur með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Þessi aðgerð er háð því að Ind­land fá fjár­hags­lega aðstoð.
  • Kolefn­is­hlut­leysi á fjár­mála­mark­aðn­um: 450 fyr­ir­tæki sem sam­an­lagt ráða yfir um 40% af fjár­magni heims­ins hafa und­ir­ritað sam­komu­lag sem skuld­bindur þau til að nýta græna orku með 1,5°C mark­miðið að leið­ar­ljósi.

Hverju breytir þetta?

Hugs­an­lega dugir þetta – sam­an­lagt og ef allir standa við sitt – til að tak­marka hækkun hita­stigs jarðar við 1,8°C, segir Alþjóða­orku­mála­stofn­unin IEA. Laurent Fabi­us, for­seti Par­ís­ar-ráð­stefn­unn­ar, benti á að aðeins væri um til­gátu að ræða.

Nú reynir á Par­ís­ar­sam­komu­lagið

Í Glas­gow hafa mynd­ast ný banda­lög ríkja sem sýna að það er fleiri en ein leið til að upp­fylla Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Í stað þess að tryggja að öll ríki taki þátt hafa náðst samn­ingar um útfösun kola þótt nokkur lyk­il­ríki séu ekki með. Í sam­komu­lögum um að draga úr met­an­leka um 30% og stöðvun skóg­areyð­ingar eru svo enn fleiri ríki með.

Fjár­mögnun aðgerða í þriðja heim­inum

Fjár­mögnun aðgerða í ríkjum þriðja heims­ins er lyk­il­at­riði við fram­kvæmd Par­ís­ar­samn­ings­ins. The Guar­dian hefur eftir John Kerry að þegar á næsta ári verði unnt að standa við lof­orð iðn­ríkj­anna um 100 millj­arða fjár­fram­lag á ári frá og með 2020. Það er tveimur árum of seint en ekki þremur eins og ótt­ast var. Málið snýst um traust.

Í þess­ari viku verður barist um fjár­magn til að aðstoða þró­un­ar­ríki við að bregð­ast við afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga og nýta hreina orku í stað kola eða olíu.

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í ReykjavíkurAkademíunni 26. október 2021 skora stjórnvöld hætta að nota hugtakið nýorkubílar
 
Greinargerð
Í Eldsneytisspá 2021–2060 frá Orkustofnun segir á bls. 35:

„... nýorkubílar eru skilgreindir sem ökutæki sem ganga að hluta eða heild fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum …“
 
Þessi skilgreing fær ekki staðist enda mætti eins segja að nýorkubílar gangi að hluta fyrir mengandi eldsneyti. Er það nýorka?

Reykjavík 22. oktober 2021

 

Formaður Loftslagsráðs, Halldór Þorgeirsson, sagði í Speglinum 20. október sl. að Ísland muni skila auðu á loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26. Engin langtímasýn verði kynnt fyrir Íslands hönd.

Haft er eftir Halldóri að „þjóðum hafi boðist að skila inn slíkri framtíðarsýn, en Ísland hafi ekki lokið við sína.”

Um þetta segir í 19. mgr. 4. gr. Parísarsamningsins:

„Allir aðilar [aðildarríki Parísarsamningsins] ættu að leitast við að setja saman og tilkynna þróunaráætlanir til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda með 2. gr. í huga að teknu tilliti til sameiginlegrar en mismunandi ábyrgðar þeirra og getu, í ljósi mismunandi landsaðstæðna.”

Í samræmi við þetta ákvæði Parísarsamningsins skipaði umhverfisráðherra nefnd í janúar sl. sem átti að vinna að stefnumótun „um vegferð í átt að kolefnishlutleysi árið 2040.” Nefndin átti að ljúka vinnu fyrir 15. apríl sl. Sjá bréf ráðherra í viðhengi.

Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar um „Uppfærð markmið Íslands í loftslagsmálum um aukinn samdrátt í losun,” sem send var til skrifstofu Loftslagssamningsings 18. febrúar segir:

"Iceland is currently working on its long-term low greenhouse gas emission development strategy, in accordance with Art. 4, Para.19, of the Paris Agreement. The project on pathways towards carbon neutrality is seen as providing needed information for the strategy, which is planned to be submitted this year.”

Umhverfisráðherra vísar þar til starfa þeirrar nefndar sem hann skipaði í janúar. Á vefsíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ekkert að finna um skipun nefndarinnar né um starfslok hennar. Þó er um stjórnskipaða nefnd að ræða.

Vitað er að hún lauk störfum í apríl. Greinilegt er að skýrsla nefndarinnar hefur ekki vakið mikla lukku í stjórnarráðinu. Furðu gegnir að kjósendur hafi ekki fengið neinar upplýsingar um þessa mikilvægu stefnumótun fyrir kosningar.

Framganga ríkisstjórnarinnar í þessu máli er ekki í anda gagnsæis og lýðræðislegra vinnubragða. Verður að teljast ótrúlegt að ríki sem ráðherrar og mektarmenn orkufyrirtækja dásama sem fyrirmynd annarra ríkja í loftslagsmálum geti ekki púslað saman „þróunaráætlun „til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda." á sómasamlegum tíma

 

Athygli vakti að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, sagði á Arctic Circle ráðstefnunni um sl. helgi að á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26)[1] sem haldinn verður í Glasgow 31. okt. til 12. nóv. gefist þjóðum heims síðasta tækifærið til að ná tökum á loftslagsvandanum og ná að takmarka hlýnun andrúmslofts Jarðar við 1,5°C.

Síða 5 af 7