Reykjavík 22. oktober 2021

 

Formaður Loftslagsráðs, Halldór Þorgeirsson, sagði í Speglinum 20. október sl. að Ísland muni skila auðu á loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26. Engin langtímasýn verði kynnt fyrir Íslands hönd.

Haft er eftir Halldóri að „þjóðum hafi boðist að skila inn slíkri framtíðarsýn, en Ísland hafi ekki lokið við sína.”

Um þetta segir í 19. mgr. 4. gr. Parísarsamningsins:

„Allir aðilar [aðildarríki Parísarsamningsins] ættu að leitast við að setja saman og tilkynna þróunaráætlanir til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda með 2. gr. í huga að teknu tilliti til sameiginlegrar en mismunandi ábyrgðar þeirra og getu, í ljósi mismunandi landsaðstæðna.”

Í samræmi við þetta ákvæði Parísarsamningsins skipaði umhverfisráðherra nefnd í janúar sl. sem átti að vinna að stefnumótun „um vegferð í átt að kolefnishlutleysi árið 2040.” Nefndin átti að ljúka vinnu fyrir 15. apríl sl. Sjá bréf ráðherra í viðhengi.

Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar um „Uppfærð markmið Íslands í loftslagsmálum um aukinn samdrátt í losun,” sem send var til skrifstofu Loftslagssamningsings 18. febrúar segir:

"Iceland is currently working on its long-term low greenhouse gas emission development strategy, in accordance with Art. 4, Para.19, of the Paris Agreement. The project on pathways towards carbon neutrality is seen as providing needed information for the strategy, which is planned to be submitted this year.”

Umhverfisráðherra vísar þar til starfa þeirrar nefndar sem hann skipaði í janúar. Á vefsíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ekkert að finna um skipun nefndarinnar né um starfslok hennar. Þó er um stjórnskipaða nefnd að ræða.

Vitað er að hún lauk störfum í apríl. Greinilegt er að skýrsla nefndarinnar hefur ekki vakið mikla lukku í stjórnarráðinu. Furðu gegnir að kjósendur hafi ekki fengið neinar upplýsingar um þessa mikilvægu stefnumótun fyrir kosningar.

Framganga ríkisstjórnarinnar í þessu máli er ekki í anda gagnsæis og lýðræðislegra vinnubragða. Verður að teljast ótrúlegt að ríki sem ráðherrar og mektarmenn orkufyrirtækja dásama sem fyrirmynd annarra ríkja í loftslagsmálum geti ekki púslað saman „þróunaráætlun „til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda." á sómasamlegum tíma

 

Athygli vakti að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, sagði á Arctic Circle ráðstefnunni um sl. helgi að á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26)[1] sem haldinn verður í Glasgow 31. okt. til 12. nóv. gefist þjóðum heims síðasta tækifærið til að ná tökum á loftslagsvandanum og ná að takmarka hlýnun andrúmslofts Jarðar við 1,5°C.

 Tíu atriði sem allir verða að vita um loftslagsbreytingar
Johan Rockström og félagar í Earth League

Snorri Baldursson passed away on September 29. We lost our member and close friend at the much too early age of 67. And Iceland and the Arctic lost its leading Ambassador for Conservation of Flora and Fauna. We remember him with his inspirational and motivating spirit from his time as head of the Arctic Council program on the Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF), or when we were meeting with him and colleagues from all over the Arctic in the Siberian Lena Delta discussing the future development of the Arctic Protected Area Network, or from his strong engagement for the protection of the Icelandic Highlands. His death is a major loss for the Icelandic and Arctic nature conservation movement, but his name will be closely related to the legacy he left us with the World Heritage Site Vatnajökull national park. And the best gift Iceland could provide in his honor would be if his dream of protecting the entire Icelandic Highland as a national park would be implemented in the near future.

Peter Prokosch

Síða 4 af 5