Svandís Svavarsdóttir
Matvælaráðherra

 

 

Reykjavík, 21. júlí 2022

 

Umsögn um breytingu á reglugerð nr. 163/1973, um hvalveiðar

Tvö nýleg dæmi sýna að erfitt er að veiða stórhveli þannig að dýri líði ekki miklar dauðahvalir. Slíkar drápsaðferðir eru óviðunandi og ætti að banna. 

Þá skal bent á að nýlegar fréttir af dauðastríði hvala byggja á myndum sem eru teknar við Hvalstöðina í Hvalfirði. Hvað fer fram úti á sjó eru engar heimildir um. Því er nauðsynlegt að eftirlit sé um borð í hvalbátunum og að myndefni sé því til sönnunar að dýri líði ekki vítishvalir. 

Hættan á mistökum eykst þegar hvalveiðar fara fram annað hvert ár að meðaltali, líkt og verið hefur frá árinu 2009. Ekkert var veitt árin 2011, 2012, 2016, 2017, 2019, 2020 og 2021. Gefur augaleið að áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 eru ekki í góðri þjálfun og meiri hætta á að eitthvað fari úrskeiðis.

Við bætist að hvalveiðar eru með öllu ónauðsynlegar. Kristján Loftsson hefur sjálfur lýst erfiðleikum sínum við að koma vörunni á markað í Japan. Sjá hér og hér. Markaðurinn í Japan er því sem næst dauður. Um er að ræða einkaflipp auðkýfings sem ekki veit aura sinna tal.

Í skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og IFAW í maí sl. sýndi að 64,3% aðspurðra telja að hvalveiðar hafi slæm áhrif á orðspor Íslands en 6,1% telja að áhrifin verði góð. 29,6% tóku ekki afstöðu.

Hvorki Samskip né Eimskip vilja flytja hvalkjöt fyrir Kristján Loftsson. Fyrirtækin telja ekki gott fyrir afspurn sína að þau taki þátt í hvalveiðum Kristjáns Loftssonar. Hafnirnar í Hamborg og Rotterdam hafa fyrir nærri áratug bannað umskipun á. hvalkjöti.

Síðustu árin hefur Kristján Loftsson flut hvalkjötið um Norðausturleiðina í fylgd rússneskra ísbrjóta. Væntanlega er sú leið lokuð núna.

Að neðan má sjá línurit sem sýna þróun markaðar fyrir hvalkjöt í Japan. Ekki hljómar sennilega að Eyjólfur sé að hressast. Sjá til dæmis grein sem birtist í the Guardian 26. desember á síðasta ári. Þessi staða hefur legið fyrir lengi. Sjá hér að neðan grein Morgunblaðsins frá 24. október 2006.

Hvalveiðar ganga þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnar Íslands um að vernda lífríki hafsins, líkt og forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir kynnti hana á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um verndun hafsins, haldin í Lissabon í lok síðasta mánaðar. Nokkrum dögum fyrr þegar hvalveiðiskip Kristjáns Loftssonar til héldu til veiða veitti heimspressan því ómælda athygli. Ræða forsætisráðherra var ekki einu sinni rædd í íslenskum fjölmiðlum. Var þó af ýmsu að taka sem ekki hafði borið fyrir áður í ræðum ráðamanna um stefnu Íslands í hafmálum.

Íslensk stjórnvöld eiga val. Annað hvort geta þau haldið áfram að dekra við Kristján Loftsson og kallað það hagsmuni Íslands eða landað í nútímanum og barist fyrir lífríki sjávar; reynt að byggja upp orðspor Íslands í baráttunni fyrir verndun hafsins.

 

Virðingarfyllst, 

F.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands

Árni Finnsson

  

Veiðar á langreyðum 2006 – 2022

 

Ár

Ár sem fimm ára kvóti er gefin út

Langreyður

2006

Leyfi til að veiða 9 langreyðar

7

2009

Kvóti 2009 til 2013 – 150 á ári

125

2010

 

148

2011

 

0

2012

 

0

2013

Kvóti fyrir 2014 – 2018, dags. des 2013*

134

2014

Sigurður Ingi Jóhannsson

137

2015

 

155

2016

 

0

2017

 

0

2018

 

146

2019

2019 – 2023, Kristján Þór Júlíusson

0

2020

 

0

2021

 

0

Alls

 

852

 

Á árabilinu 2009 – 2021** hefur Kristján Loftsson veitt á 6 vertíðum. Það er 6 vertíðir af 12 mögulegum – 50%.