Álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um þingsályktunartillögu um verndar- og orkunýtingaráætlun, 3. áfanga er slælega unnið og mótsagnakennt. Svo virðist sem meirihlutinn hafi fyrst ákveðið hvaða virkjunakosti í 3. áfanga rammaáætlunar skyldi færa úr verndaflokk í biðflokk. Til að bæta það upp var ákveðið að færa virkjunarkosti í nýtingarflokk í biðflokk. Því næst var reynt að finna trúverðug rök fyrir þeim tilfærslum sem meirihlutinn nú leggur til.