Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands 2022 verður haldinn miðvikudaginn 8. júní n.k.

í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2, jarðhæð. Fundurinn hefst kl. 17:30.

 

Náttúruverndarsamtök Íslands voru stofnuð þann 29. maí 2022 og fagna því 25 ára afmæli í ár.  Vegarnesti okkar var sú sannfæring og trú að óháð, lýðræðisleg og opin samtök áhugafólks um náttúruvernd geti komið mikilvægum málum til leiðar. Stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að starf samtakanna hafi tvímælalaust staðfest þetta sjónarmið. 

Nokkrir punktar úr starfsemi Náttúruverndarsamtaka Íslands 1997 - 2001 

 

1997 fyrsta starfsár:

 Loftslagsmál -Kyoto

 • Náttúruverndarsamtök Íslands fengu aðild að Evrópudeild Climate Action Network sem eru alþjóðleg regnhlífarsamtök (árið 1997) 263 lýðræðislegra umhverfisverndarsamtaka, sem berjast fyrir verndun lofthjúpsins. Þessi aðild mun tvímælalaust styrkja starf okkar og vonandi gera okkur kleyft að leggja okkar lóð á vogarskálar alþjóðlegrar baráttu.

 

Samstarf við WWF

 • Náttúruverndarsamtök Íslands hafa átt mikið samstarf við WWF Arctic Project, sem hefur skrifstofu í Osló. Haustið 1997 var ákveðið að Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökunum yrði fulltrúi WWF Arctic Project á Íslandi. Þessi alþjóðlega tenging hefur verið afar gagnleg fyrir samtökin og mikil hvatning 
 • Ár hafsins
 • Náttúruverndarsamtök Íslands hafa einkum sinnt málefnum hafsins með greinarskrifum og upplýsingagjöf á netinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað árið 1998 hafinu, en því lauk eiginlega ekki fyrr en í apríl 1999 þegar umhverfisnefnd S.Þ. hélt árlegan fund sinn sem var helgaður hafinu.

 

1998 – annað starfsár

 • Eyjabakkar – Fljótsdalsvirkjun
 • Þann 22. nóvember birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu – fyrir atbeina Náttúruverndarsamtaka Íslands - þar sem 208 einstaklingar settu nafn sitt undir þá kröfu að Fljótsdalsvirkjun sæti mati á umhverfisáhrifum með lögformlegum hætti. Hver einstaklingur greiddi 3.000 kr. fyrir auglýsinguna og komust færri að en vildu.
 • Náttúruverndarsamtök Íslands gegndu lykilhlutverki við að upplýsa í júní 1998 að Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra átti ekki við lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar, heldur hafði hann í huga í besta falli takamarkaðan hluta af öllu matsferlinu, þ.e. einungis frummatsskýrslu framkvæmandaaðila. 
 • Baráttufundur í Háskólabíó
 • Laugardaginn 29. nóvember 1998 var haldinn merkilegur fundur í Háskólabíói undir heitinu Með hálendinu – Gegn náttúruspjöllum. Þegar vekja skal athygli á góðu málefni með opinberum fundi verður ekki betur gert en að fylla Háskólabíó. Er skemmst frá því að segja að húsfyllir varð og ríflega það. Yfir 1.000 manns á öllum aldri mættu og þurftu sumir að sitja á göngum bíósalarins til að fylgjast með sérlega vandaðri dagskrá. Fundurinn var haldinn að tilhlutan ýmissra náttúruverndarsamtaka, útivistarfélaga og fjölmargra einstaklinga. Náttúruverndarsamtök Íslands komu þar mikið við sögu og áttu samtökin m.a. fulltrúa í stjórn svokallaðs Hálendishóps, sem stofnaður var um þetta verkefni, og lögðu til nokkurt fé til að kosta fundinn.

 • Endurskoðun laga
 • Í stefnuskrá Náttúruverndarsamtakanna er einn málflokkurinn um endurskoðun laga á sviði umhverfis- og náttúruverndar. Tvö helstu lög landsins á þessu sviði eru náttúruverndarlögin og lögin um mat á umhverfisáhrifum. Fyrri lögin eru löngu úrelt enda að stofni til eldri en fjörtíu ára. Endurskoðun þeirra laga stóð yfir sl. ár og sendu Náttúruverndarsamtökin ( ) frá sér athugasemdir við frumvarpið. Þá lá fyrir á árinu að enduskoða þyrfti lögin um mat á umhverfisáhrifum, enda kveðið á um það í lögunum sjálfum að ljúka því fyrir árslok 1998, sem tókst reyndar ekki. Náttúruverndarsamtökin unnu greinargerð í málinu þar sem bent var á nokkrar nauðsynlegar breytingar.

 • Loftslagsmál – Kyoto
 • Það er verkefni stjórnvalda hverju sinni að skilgreina hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi. Augljóslega felast hagsmunir íslenskrar fiskveiðiþjóðar í að vernda umhverfið með því að styrkja og efla alþjóðlega sáttmála og samstarf um verndun þess. Þannig fóru saman verndunarsjónarmið, útfærsla landhelginnar, þróun hins alþjóðlega hafréttar og aukinn orðstír Íslands. Í þessum anda hafa íslensk stjórnvöld unnið að alþjóðlegum lagalega bindandi samningi um takmörkun og bann við losun lífrænna þrávirkra eiturefna á borð við DDT. Sú ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að undirrita ekki Kyoto-bókunina stríðir hins vegar gegn þessari hefð og kann að skaða málstað Íslands á alþjóðavettvangi. 
 • Náttúruverndarsamtökin hafa lagt töluverða vinnu í að upplýsa félaga, stjórnmálamenn og fjölmiðla um alþjóðleg umhverfismál og þar stendur umræðan um loftslagsbreytingar einna hæst. Stjórnin fullyrðir að engin önnur samtök á Íslandi hafi veitt slíka þjónustu, enda njótum við góðs af alþjóðlegu samstarfi við Alþjóðanáttúruvernsjóðinn WWF og regnhlífarsamtökin Climate Network Europe, svo eitthvað sé nefnt.

 

1999 –2000 – þriðja starfsár:

 • Fljótsdalsvirkjun - Eyjabakkar
 • Var tvímælalaust mál málanna í þjóðmálaumræðunni mestan part ársins 1999. Yfirlýsing fjárfesta (þ.e.a.s. Reyðarál + Norsk Hydro) í lok mars þess efnis að ekki sé hagkvæmt að ráðast í 120 þúsund tonna byrjunaráfanga álvers heldur skuli byrjunaráfangi vera 240 þúsund tonn kom stjórnmálamönnum í opna skjöldu. Þetta þýðir í fyrsta lagi að áform um tilhögun Fljótsdalsvirkjunar með miðlunarlóni á Eyjabökkum eru svo gott sem úr sögunni. Í öðru lagi hefur þetta vafalítið í för með sér að allar aðrar virkjanaframkvæmdir sem ráðast verður í vegna 360-480 þúsund tonna álvers muni sæta einu og sama lögformlega umhverfismatinu. Einnig er hugsanlegt að tengdar framkvæmdir, þ.á.m. álverið í Reyðarfirði, orkuflutningsleiðir, vegagerð o.fl., verði metnar samhliða virkjunarframkvæmdunum. Í frumvarpi um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum veitir heimild til að meta á slíkan hátt heildaráhrif tengdra framkvæmda.

 • Áfangasigur
 • Hin nýja staða í málefni Fljótsdalsvirkjunar var afar mikilvægur áfangasigur fyrir náttúruvernd og lýðræðislega þátttöku almennings í ákvarðanatöku. Náttúruverndarsamtök Íslands eiga hér drjúgan hlut að máli. Má í því sambandi vitna til orða þáverandi formanns fjárlaganefndar, Jóns Kristjánssonar, sem skrifaði í Degi þann 16. nóvember 1999: ,,… Þar tóku forustuna Náttúruverndarsamtök Íslands sem komu skyndilega fram á sjónarsviðið og virtust hafa ráð og kraft til að skipuleggja sína starfsemi og beita sér fyrir skipuleggjara. …”

 

·      Skoðannakannir Gallup

 • Í águst og september 1999 framkvæmdi Gallup tvær skoðanakannanir fyrir Náttúruverndarsamtökin þar sem fram kom afgerandi stuðningur almennings við kröfuna um lögbundið umhverfismat. Þar með var slóðinn rudd fyrir undirskriftaátak Umhverfisvina, sem lauk með kröfu 45 þúsund Íslendinga um að framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun skuli sæta lögformlegu mati.

 • Náttúruverndarþing
 • Dagan 28.-29. janúar 2000 var 10. náttúruverndarþing haldið að Hótel Loftleiðum. Náttúruverndarsamtök Íslands eiga aðild að þinginu með fullum réttindum. Í fjölmiðlum bar mest á umfjöllun um gagnrýni á framgöngu umhverfisráðherra í málefnum Fljótsdalsvirkjunar og yfirlýsinga hans um ráðgjafarhlutverk Náttúruverndarráðs. Mun mikilvægara var þó sú eindrægni og samhugur sem ríkti á þinginu. Reyndir þingmenn töluðu um nýja tíma.
 • Náttúruverndarsamtök Íslands áttu frumkvæði að tveimur ályktunum sem voru samþykktar. Fjallaði önnur um áskorun til stjórnvalda um að framfylgja samþykktum Árósa-yfirlýsingarinnar frá 1998, en þar er kveðið á um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í málefnum náttúruverndar. Í yfirlýsingunni er m.a. vakin athygli á því að eitt mikilvægasta hlutverk slíkra samtaka er að veita stjórnvöldum aðhald með upplýsingum og gagnrýni og bent á nauðsyn þess að stjórnvöld styðji við starfsemi samtakanna og veiti þeim hlutdeild í ákvarðanatöku.
 • Hin ályktunin sem samtökin áttu frumkvæði að fjallaði um nauðsyn þess að ,,… stjórnvöld hafi að leiðarljósi allar meginreglur og sáttmála sem undirritaðir voru á Ríó-ráðstefnunni 1992 við allar ákvarðanir er varða atvinnuþróun og verndun umhverfis, og að stjórnvöldum ber siðferðileg og þjóðréttarleg skylda til að fylgja eftir, efla og styrkja, Rammasamning S.Þ. um loftslagsbreytingar frá 1992 og bókunina við hann í Kyoto 1997, Sáttmála S.Þ. um líffræðilega fjölbreytni frá 1992, Eyðimerkursáttmála S.Þ. frá 1994, Ramsarsáttmálann um verndun votlendis frá 1971 og Bernarsamninginn frá 1979 um verndun villtra plantna og dýra og verndun lífsvæða þeirra í Evrópu.

      Bætt lagasetning

 • Ný náttúruverndarlög
 • Þann 1. júlí 1999 tóku gildi ný náttúruverndarlög og var endurskoðun á efnistökum náttúruverndar í eldri lögum orðin löngu brýn, enda að stofni til frá 1976. Náttúruverndarsamtökin fjölluðu í mars 1999 um frumvarpsgerð þessara laga, funduðu með Umhverfsinefnd Alþingis og lögðu fram greinargerð með ýmsum tillögum til úrbóta. Sumar athugasemdir samtakanna voru samþykktar og teknar orðrétt inn í endanleg lög, en aðrar náðu ekki fram að ganga.
 • Endurskoðun laga um mat á umvherfisáhrifum
 • Náttúruverndarsamtökin hafa lagt töluverða vinnu í að bæta frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum. Bæði það sem lagt var fyrir Alþingi í apríl 2000 og það sem stjórnskipuð nefnd um endurskoðun laganna vann að 1997. 
 • Málssókn vegna Fljótsdalsvirkjunar.
 • Í október 1999 sendu Náttúruverndarsamtökin kvörtun til Eftirlitsstofnuar EFTA (ESA) þar eð þau telja að bráðabirgðaákvæði II við lög um mat á umhverfisáhrifum (63/1993) sem stjórnvöld telja að undanþiggi Fljótsdalsvirkjun frá ákvæðum sömu laga standist ekki tilskipun Evrópusambandsins frá 1985.

 • Í janúar 2000 stefndu Náttúruverndarsamtök Íslands íslenskum stjórnvöldum annars vegar til ógildingar á virkjunarleyfi því sem Landsvirkjun var veitt 1991 fyrir Fljótsdalsvirkjun og hins vegar til að knýja fram mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar í samræmi við gildandi lög.

 • Loftslagsbreytingar
 • Enn skortir mikið á að íslensk stjórnvöld hafi markað ábyrga stefnu í loftslagsmálum til framtíðar. Mest orka umhverfis- og utanríkisráðuneytis á vettvangi Rammasamningsins fer í að afla stuðnings við tillögu Íslands um undanþágur frá ákvæðum Kyoto-bókunarinnar. Á hinn bóginn hefur enn ekki verið efnt til fræðsluátaks um loftslagsbreytingar líkt og Íslandi er skylt að gera samkvæmt Rammasamningnum um loftslagsbreytingar. 
 • Annað dæmi um sofandahátt stjórnvalda er flaustursleg samþykkt Alþingis á frumvarpi fjármálaráðherra um vörugjald af ökutækjum. Við það tækifæri gáfu Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Umhverfisverndarsamtök Íslands út sameiginlega yfirlýsingu þar sem sagði að frumvarpið ,,…marki óskynsamlega stefnu í umhverfismálum. Samtökin telja nauðsynlegt að frumvarp fjármálaráðherra fái ítarlega umfjöllun og telja fullvíst að slík skoðun muni leiða til gagngerra breytinga á því. Verði frumvarpið að lögum liggur í augum uppi að neysla beinist að bílum sem eyða meira eldsneyti en er í dag.

 • Náttúruverndarsamtökin hafa fylgst náið með þróun mála og eiga aðild að Climate Network Europe (CNE), sem er hluti af Climate Action Network, alþjóðlegum regnhlífarsamtökum um verndun lofthjúpsins. Fulltrúi Náttúruverndarsamtaka Íslands sótti fund vísinda- og tækninefndar Rammasamningsins í júní 1999 og aðildarríkjaþing hans í nóvember sama ár. Á fyrri fundinum birtist grein í ECO, málgagni umhverfisverndarsamtaka á fundinum, þar sem undanþágutillaga Íslands var harðlega gagnrýnd.
   
 • Kísilgúrtaka í Mývatni
 • Annað mál sem lenti á borði Skipulagsstofnunar seinni hluta árs 1999 var frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum kíslilgúrvinnslu úr Mývatni. Niðurstaða Skipulagsstjóra ríkisins varð að framkvæmdin skyldi fara í frekara mat. Taldi Skipulagsstofnun m.a. að gögn skorti um hugsanleg áhrif kísilgúrtökunnar á lífríki vatnsins. Að mati Náttúruverndarsamtakanna er þetta vafasöm niðurstaða, enda benda gögn eindregið til að þegar megi merkja töluverð umhverfisáhrif af völdum fyrri kísiltöku á lífríki þessa sérstæða og gróskumikla vatns. Hér er á umtalsverðum rannsóknum og gagngrunni um lífríki Mývatns að byggja enda fá vötn til í heiminum sem hafa verið rannsökuð jafn mikið.
 • Við þetta bætist að Mývatns- og Laxársvæðið er friðað samkvæmt sérlögum, auk þess að vera á skrá Ramsarsáttmálans um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði. Því er enn ríkari ástæða en ella til að beita varrúðareglunni góðu, þ.e. að láta náttúruna njóta vafans og hætta nú þegar allri vinnslu kísilgúrs úr Mývatni.
 • Náttúruverndarsamtök Íslands kærðu úrskurð skiplagsstjóra frá því í júli s.l. til umhverfisráðherra. Ekki var orðið við kröfum samtakanna þrátt fyrir að Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn, Náttúruvernd ríkisins, Líffræðistofnun Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands legðust gegn frekara kísilgúrnámi.

·     

Álver í Reyðarfirði

 • Náttúruverndarsamtökin sendu inn athugasemdir við 480 þúsund tonna álver á Reyðarfirði. Jafnframt efndu samtökin til fræðslufundar á haustdögum 1999 héldu Náttúruverndarsamtök Íslands fræðslufund í húsnæði Umhverfisvina þar sem kynnt var hvað fælist í lögformlegu matsferli. Gerður Stefánsdóttir hjá Skipulagsstofnun fór yfir efnisatriði í lögformlegu ferli á mati á umhverfisáhrifum, en þeir Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur, Tryggvi Felixson framkvæmdastjóri Landverndar og Gunnar Hjartarson umhverfisverkfræðingur fóru yfir frummatsskýrslu um 480 þúsund tonna álver í Reyðarfirði. Fundurinn var vel sóttur og hefur vafalaust á sinn þátt í því að Skipulagsstofnun bárust 75 athugasemdir vegna frummatsskýrslunnar á umhverfisáhrifum Reyðaráls. Er það mestur fjöldi athugasemda við einstaka framkvæmd sem farið hefur í kynningu en þar við sat því umhverfisráðherra ógilti allt matsferlið í kjölfar kæru NAUST og fleiri vegna niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um að fram skyldi fara frekara mat. Kom á daginn að allur málatilbúnaður af hálfu framkvæmdaaðila var ónógur.

 • Rammaáætlun
 • Vorið 1999 kynnti ríkisstjórnin svokallaða Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Vinna hófst í desember 1999 og eiga Náttúruverndarsamtökin fulltrúa í faghópi um náttúru og menningaminjar. Hugmyndin að rammaáætluninni er góðra gjalda verð en það á eftir að koma á daginn hvaða hugur býr í raun að baki verkefninu. Um er að ræða brautryðjendaverk og því fátt fast í hendi um hvernig þættir verða metnir, og ekki einu sinni víst að allir virkjunarkostir sem fyrisjánlegir eru í nánustu framtíð verði hluti af úttektinni.

 

 • Starfsemi Náttúruverndarsamtaka Íslands árið 2001
 • Í upphafi árs 2001 er fjöldi félaga í Náttúruverndarsamtökum Íslands að nærri 500  

Samstarfsyfrirlýsing umhverfisráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka

 • Yfirlýsingin tekur mið af Árósasamningnum frá 1998 um um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings og réttláta málsmeðferð í umhverfismálum og stefnir ríkisstjórnin að því að samningurinn verði staðfestur á yfirstandandi þingi. Samstarfsyfirlýsingin áréttar mikilvægt lýðræðislegt hlutverk frjálsra félagasamtaka í umræðu um umhverfismál.
 • Sjá einnig Árósayfirlýsinguna http://www.mem.dk/aarhus-conference/declarationf.htm - einkum formála málsgreinar nr. 40-44. Árósayfirlýsingin byggir á Árósasamningnum, en samningurinn nær til þeirra ríkja sem eiga aðild að Efnahags og samvinnustofnun Evrópu (UNECE), sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna. 
 • Yfirlýsingin var gerð í samvinnu og samráði við m.a. fulltrúa Náttúruverndarsamtaka Íslands. Við teljum að yfirlýsingin sé mikilvægt skref fram á við þó svo að augljóslega eigi enn eftir að vinna úr mörgu henni tengdri. T.d. því hvernig stuðningi stjórnvalda við frjáls félagasamtök verður háttað. 
 • World Wide Fund for Nature (WWF) hafa í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands gefið út skýrslu um forsendur vetnisvæðingar á Íslandi. Höfundur skýrslunnar er Finnur Sveinsson, sem vinnur sem umhverfisráðgjafi fyrir Nomik AB í Gautaborg.
 • Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að hægt verði að nýta vetni til að knýja allt að 40% af bíla- og fiskiskipaflotans þegar árið 2020. Ísland gæti orðið fyrsta hagkerfi heims sem ekki nýtti jarðefnaeldsneyti innan 35-40 ára og þess í stað nýta eingöngu hreina orkugjafa.
 • Kveikjan að rannsókninni voru drög að stefnumörkun um sjálfbæra þróun, sem umhverfisráðherra kynnti á umhverfisþingi í lok janúar s.l. Þar segir í kafla 13 að stefnt verði að því ,,... að Ísland verði fyrst ríkja heims á öldinni til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í farartækjum og skipaflota landsins og nýta eingöngu hreina orkugjafa, ... " og að stefnt verði ,,...að því að a.m.k. fimmtungur bifreiða og skipa nýti sér slíka tækni árið 2020." 

 • Athugasemdir við matsskýrslu um Kárahnjúkavirkjun
 • Náttúruvernadarsamtökin sendu Skipulagsstofnun athugasemdir við matsskýrslu Landsvirkjunar (26 bls.) þann 15. júni s.l. Sjá mmedia.is/nsi/efni/2001/AthugasemdirNSI.htm
 • Ennfremur skipulögðu Náttúruverndarsamtökin auglýsingaherferð til að fá almenning til að senda inn athugasemdir. Sú herferð tókst mjög vel og sendum 320 manns og samtök inn athugasemdir, hver með sínu lagi. Auk þess bárust um 40 staðlaðar athugasemdir erlendis frá. 
 • Ennfremur hefur Þorsteinn Siglaugsson, fyrir hönd Náttúruverndarsamtakanna, lagt fram greinargerðir þar sem arðsemi Kárahnjúkavirkjunar er mjög dregin í efa. Við þessu hefur Landsvirkjun átt fá önnur svör en að arðsemin og forsendur útreikninga á henni séu leyndó.