Umhverfisráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson 

Reykjavík 14. September 2021

Vorið 2017 samþykkti Alþingi þingsályktun þar sem segir:

„Alþingi ályktar að fela ráðherra sem fer með málefni er varða orkumál og auðlindanýtingu að vinna að orkuskiptum með því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa sem hafi í för með sér orkusparnað, aukið orkuöryggi, gjaldeyrissparnað, minni staðbundna mengun og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Með orkuskiptunum verði enn fremur stuðlað að aukinni nýsköpun og nýrri atvinnustarfsemi sem byggist á sjálfbærri þróun.“

Nánar segir í lið C.6:

„Svið: Land, haf og loft.

Lýsing: Reiknað verði út hvaða áhrif aðgerðaáætlun um orkuskipti hafi á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til skuldbindinga Íslands í loftslagsmálum, sbr. samning milli Íslands og Evrópusambandsins og aðildarríkja þess um þátttöku Íslands í sameiginlegum efndum á skuldbindingum Íslands, Evrópusambandsins og aðildarríkja þess á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og sambærilegan samning við Evrópusambandið og aðildarríki þess vegna Parísarsamkomulags Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem nú er unnið að.

Ábyrgð Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Umhverfisstofnun.“

Náttúruverndarsamtök Íslands fara fram á að fá upplýsingar um hvernig nálgast má útreikninga á áhrifum aðgerðaáætlunar um orkuskipti á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við ofangreint ákvæði þingályktunartillögu um orkuskipti.

Óskað er svara við þessum spurningum:

Hafa sams konar útreikningar verið gerðir með tilliti til gildandi samnings milli Evrópusambandsins og Íslands um sameiginlegar efndir um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á fyrsta skuldbindingartímabili Parísarsamningsins?

Ennfremur, hafa slíkir útreikningar verið gerðir með tilliti til væntanlegan samnings milli Íslands við Evrópusambandsins um sameiginlegar efndir sambandsins, Íslands og Noregs um 55% samdrátt í losun fyrir 2030?

Hvar getur almenningur nálgast þá útreikninga?

Fh. Náttúruverndarsamtaka Íslands

Virðingarfyllst,

Árni Finnsson.