Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í ReykjavíkurAkademíunni 26. október 2021 skora stjórnvöld hætta að nota hugtakið nýorkubílar
 
Greinargerð
Í Eldsneytisspá 2021–2060 frá Orkustofnun segir á bls. 35:

„... nýorkubílar eru skilgreindir sem ökutæki sem ganga að hluta eða heild fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum …“
 
Þessi skilgreing fær ekki staðist enda mætti eins segja að nýorkubílar gangi að hluta fyrir mengandi eldsneyti. Er það nýorka?Í blaðagrein sem forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, skrifaði í Fréttablaðið 9. júní sl. segir:
 
„…árið 2020 var hlutfall nýskráðra nýorkubíla 45% hér á landi sem er næsthæsta hlutfall í nýskráningum slíkra bíla í heiminum á eftir Noregi samkvæmt nýbirtum tölum.“  Þessi fullyrðing lýsir ekki árangri ríkisstjórnarinnar við orkuskipti heldur ýkir hann og villir um fyrir neytendum.
 
Það sem af er þessu ári er hlutfall nýseldra rafmagnsbíla í Noregi 62,5 prósent. Hlutfall tengiltvinnbíla á sama tímabili er 22%. Norðmenn leggja hins vegar ekki saman þessar tvær tölur og fá út að hlutfall nýorkubíla sé samanlagt um 85%.
 
Tengiltvinnbílar eru oft eyðslufrekari en bílar sem ganga fyrir hefðbundnu eldsneyti. Rafhlaðan gerir þá umtalsvert þyngri og um leið og rafhlaðan tæmist er keyrt á bensíni. 
 
Það sem af er þessu ári er hlutfall nýseldra rafmagnsbíla hér á landi 24% af heild og hlutfall tengiltvinnbíla 28%. Samkvæmt aðferð Orkustofnunar eru nýorkubílar  52% af nýseldum bílum. Hið rétta er að 76% nýseldra bíla ganga fyrir mengandi eldsneyti, þar af 28% prósentustig að hluta. 
 
Fækka verður mengandi bensín- og dísilbílum eins hratt og hægt er til Ísland geti staðist skuldbindingar Parísarmningsins og því telur fundurinn að banna eigi innflutning á nýjum bensín- og dísilbílum frá og með árinu 2025, þ.m.t. tengiltvinnbílum. Ella festumst við í stöðu þar sem stór hluti bílaflotans eykur á losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að draga úr henni.

Hugtakið nýorkubílar hjálpar ekki til við orkuskipti í samgöngum.