Nú þegar COP28 er handan við hornið er mikilvægt að skoða hvað íslensk stjórnvöldum ber að gera í alþjóðlegu samhengi. Listi samtakanna er settur saman með sérstöku tilliti til COP28. 

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að íslensk stjórnvöld,

Fari að vísindalegri ráðgjöf

  • Samtökin  telja að Ísland verði að taka sig verulega á til að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við hlutdeild sína í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja, Íslands og Noregs. Hlutdeild Íslands verður að öllum líkindum 41% fyrir árið 2030 miðað við árið 2005 en Evrópusambandsríkin skulu draga úr losun um 55% á sama tímabili. Samdráttur um 41% fyrir 2030 er nauðsynlegt framlag Íslands til að andrúmsloft Jarðar hitni ekki umfram 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu.
  • Leggi megináherslu á beinan samdrátt í eigin losun í  loftslagsstefnu Íslands.
  • Leggist gegn hvers kyns bókhaldsbrellum og/eða útvistun losunar til annarra landa.
  • Beiti sér fyrir því að föngun og förgun kolefnis úr andrúmsloftinu verði ekki nýtt til frádráttar á skuldbindingum um samdrátt í losun heldur komi slíkar aðgerðir til viðbótar samdrætti.
  • Leggi áherslu á náttúrulegar lausnir og endurheimt vistkerfa samhliða samdrætti í losun.
  • Stefni að því að ná 1,5° takmarkinu.
  • Verji a.m.k. 4% af vergri landsframleiðslu í aðgerðir til að draga úr losun í samræmi við tilmæli IPCC um fjármagn sem fylgja þarf til að ná sviðsmynd OECD þar sem hnattræn hlýnun stöðvast við 2° hlýnun.

Líti á réttlát umskipti í alþjóðlegu samhengi

  • Beiti sér fyrir því að vestræn ríki aðstoði hin fátækari ríki við að aðlagast loftslagsbreytingum þar sem Vesturlönd bera mesta ábyrgð á þeirri losun sem orðið hefur.
  • Hafi réttlát umskipti að leiðarljósi, í ljósi þess að loftslagsbreytingar hafa mismunandi áhrif á fólk eftir landfræðilegri stöðu, stétt, kyni og öðrum þáttum.
  • Stuðli að því að tekið verði tillit til afstöðu og þekkingar frumbyggjaþjóða í samningaviðræðum og réttindi þeirra tryggð.

 

Viðtöl veita:

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður landverndar s. 8958894

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands s. 8972437

Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna s. 6261407

Skoðanakönnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands sýnir að andstaða við hvalveiðar hefur aukist um sjö prósentustig, frá 35% í maí 2022 í 42% nú ágúst.

Stuðningur við hvalveiðar hefur minnkað úr 33% í 29% á sama tímabili.

Athygli vekur að stuðningur karla hefur dregist saman um 10 prósentustig frá 48% í maí fyrra í 38% í ágúst 2023.

Síða 1 af 7