Á Norðurslóðum hafa nú orðið breytingar sem ekki hafa sést áður. Sífellt verður brýnna að grípa til aðgerða sem minnka þar áhrif mannsins og efla verndun umhverfisins. Til skamms tíma er öflugasta aðgerðin sem hægt er að grípa til sú að banna algjörlega bruna og flutning á svartolíu.

Dr. Carol Turley flytur erindi á vegum Náttúruverndar-
samtaka Íslands og Hafrannsóknarstofnunar

Mánudaginn 8. október mun Dr. Carol Turley flytja erindi um hvernig upptaka sjávar á koldíoxíði veldur súrnun hafsins og ógnar lífríki þess. Dr. Carol hefur unnið fyrir Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslags-breytingar (IPCC) og mun fjalla um áhrif loftslagsbreytinga og súrnunar sjávar út frá þeirri reynslu. Erindið er haldið á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands og Hafrannsóknastofnunar og fer fram í fyrirlestrarsal á 1. hæð í húsi stofnunarinnar að Skúlagötu 4

Fróðlegt myndband frá Potholer54, þar sem hann, enn og aftur, kryfur loftslagsmýtur til mergjar. Hann gerði þetta myndband til að draga saman 10 helstu mýtur sem hann hefur skoðað í fyrri […]

Ný handbók um miðlun upplýsinga um loftslagsbreytingar kom út á vegum IPCC fyrir stuttu og er meðal afrakstur ráðstefnunnar “Expert meeting on Communication” sem IPCC hélt í Osló árið 2016.

Síða 2 af 4