Parísarsamkomulagið, helstu atriði:

  • Í desember 2015 náðist í París samkomulag um að takmark hnattræna hlýnun andrúmsloftsins vel undir 2°C að meðaltali miðað við fyrir iðnbyltingu, eða um 1850. Jafnframt, skyldi stefnt að því að hlýnun verði ekki meiri en 1,5°C en við þau mörk munu láglend eyríki hverfa í hafið.
  • Heimslosun gróðurhúsalofttegunda skal ná hámarki eins fljótt og kostur er og síðan minnka.

Sjá viðtal við Dan Smith, framkvæmdastjóri Stockholm International Pease Resarch Institute um áhrif Donald Trumps á alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Hann leggur áherslu á að pólitísk áhrif Parísarsamkomulagsins - þrátt fyrir að það sé ekki lagalega bindandi um margt - 

In this video, Dan Smith assesses what the election of Donald Trump as the new US President might mean for international cooperation on climate change and emphasizes the influence of the Paris Agreement and its political pressure – even if it is non-binding in important details. Smith is Director of the Stockholm International Peace Research Institute.

Sjá athugasemdir Náttúruverndarsamtaka Íslands við þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti. Þar vantar sitt hvað upp á. Einkum og sér í lagi það, að aðgerðaáætlunin er ekki í neinu samhengi við loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Sú stefna (sóknaráætlunin) ku enn vera í mótun enda hafa engin skýr markmið um samdrátt í losun enn verið sett. Iðnaðarráðherra getur t.d. ekki um hversu mikið orkuskipti muni draga úr losun ghl.

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í ReykjavíkurAkademíunni 22. ágúst 2016, lýsir eftir loftslagsstefnu stjórnvalda. Hvergi hefur komið fram hvað orkuskipti í samgöngum muni draga mikið úr losun, svo dæmi sé tekið.

Við undirbúning og eftirfylgd Parísarráðstefnunnar hafa íslensk stjórnvöld ekki kynnt skýr markmið um hversu mikið Ísland hyggst draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (ghl) á tímabilinu 2021–2030. Einungis hefur komið fram að Ísland muni taka þátt í sameiginlegu markmið aðildarríkja ESB um samdrátt í losun ghl. um 40% fyrir árið 2030, miðað við 1990.

Síða 3 af 4