Á Norðurslóðum hafa nú orðið breytingar sem ekki hafa sést áður. Sífellt verður brýnna að grípa til aðgerða sem minnka þar áhrif mannsins og efla verndun umhverfisins. Til skamms tíma er öflugasta aðgerðin sem hægt er að grípa til sú að banna algjörlega bruna og flutning á svartolíu.

Samdráttur í losun sóts (black carbon) frá svartolíubruna er bæði mikilvæg og hraðvirk loftslagsaðgerð því sótið hraðar mjög bráðnun íss og jökla með útblæstri sótagna við bruna. 

Sót frá svartolíubruna er skammlíf gróðurhúsalofttegund (20 ár) og hefur yfir 3200 x meiri hlýnunarmátt en koltvísýringur (=1). Eftir 20 ár dregur en hlýnunarmætti sótsins en er þ´ðo enn mun meiri en nituroxíðs eða metan. Hlýnunarmáttur metans er 25 – til samanburðar.

Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni þá hefur hlýnun og bráðnun íss á Norðurskautinu áhrif um allan heim.