Sjá athugasemdir Náttúruverndarsamtaka Íslands við þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti. Þar vantar sitt hvað upp á. Einkum og sér í lagi það, að aðgerðaáætlunin er ekki í neinu samhengi við loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Sú stefna (sóknaráætlunin) ku enn vera í mótun enda hafa engin skýr markmið um samdrátt í losun enn verið sett. Iðnaðarráðherra getur t.d. ekki um hversu mikið orkuskipti muni draga úr losun ghl.

Ekkert segir heldur í þingsályktuninni um mögulegan samdrátt í losun ghl en losun frá samgöngum hefur aukist um 39% á tímabilinu 1990 - 2014 (bílaumferð og flutningar á vegum) og því miðað við núverandi stöðu mun sú þróun halda áfram nema að kippt verði harkalega í taumana. Þannig gæti markmið stjórnvalda frá 2010 um að árið 2020 hafi hlutfall nýrra bíla, knúnir hreinni, innlendri orku, náð 10% auðveldlega náðst án þess að losun frá bílaumferð minnki.

Ísland stefnir enn í öfuga átt.