Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í Reykjavík 8. júní 2022 fagnar
frumvarpi loftslagsráðherra um bann við leit að olíu og skorar á Alþingi að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok.
Nýlega mælti umhverfisráðherra fyrir
frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna banns við leit, rannsóknum og vinnslu kolvetnis í efnahagslögsögunni (bann við olíuleit). Náttúruverndarsamtök Íslands hafa látið sig þetta mál varða og von okkar að þetta frumvarp nái fram að ganga fyrir þinglok. Nær allir stjórnmálaflokkar á Alþingi hafa lýst stuðningi við efni frumvarpsins.
Greinargerð
- Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) hefur ítrekað bent á að frekari olíuleit komi í veg fyrir að unnt verði að ná því meginmarkmiði Parísarsamningsins að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5°C.
- Fyrir ári síðan skrifuðu yfir 100 nóbelsverðlaunahafar undir yfirlýsingu um að jarðefnaeldsneyti sé best geymt neðan jarðar.
- Á Parísarráðstefnunni 2015 var Ísland er eitt þeirra ríkja sem studdi kröfuna um að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C. Ísland hefur stutt þá stefnu æ síðan.
Í
fréttatilkynningu frá IEA, dags. 18. may 2021, segir:
“Our Roadmap shows the priority actions that are needed today to ensure the opportunity of net-zero emissions by 2050 – narrow but still achievable – is not lost. The scale and speed of the efforts demanded by this critical and formidable goal – our best chance of tackling climate change and limiting global warming to 1.5 °C – make this perhaps the greatest challenge humankind has ever faced,” said Fatih Birol, the IEA Executive Director. “The IEA’s pathway to this brighter future brings a historic surge in clean energy investment that creates millions of new jobs and lifts global economic growth. Moving the world onto that pathway requires strong and credible policy actions from governments, underpinned by much greater international cooperation.”