Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í Reykjavík 8. júní 2022 fagnar frumvarpi loftslagsráðherra um bann við leit að olíu og skorar á Alþingi að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok.

Nýlega mælti umhverfisráðherra fyrir frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna banns við leit, rannsóknum og vinnslu kolvetnis  í efnahagslögsögunni (bann við olíuleit). Náttúruverndarsamtök Íslands hafa látið sig þetta mál varða og von okkar að þetta frumvarp nái fram að ganga fyrir þinglok. Nær allir stjórnmálaflokkar á Alþingi hafa lýst stuðningi við efni frumvarpsins.

Greinargerð
  • Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) hefur ítrekað bent á að frekari olíuleit komi í veg fyrir að unnt verði að ná því meginmarkmiði Parísarsamningsins að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5°C.
  • Fyrir ári síðan skrifuðu yfir 100 nóbelsverðlaunahafar undir yfirlýsingu um að jarðefnaeldsneyti sé best geymt neðan jarðar.
  • Á Parísarráðstefnunni 2015 var Ísland er eitt þeirra ríkja sem studdi kröfuna um að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C. Ísland hefur stutt þá stefnu æ síðan.
Í fréttatilkynningu frá IEA, dags. 18. may 2021, segir:

“Our Roadmap shows the priority actions that are needed today to ensure the opportunity of net-zero emissions by 2050 – narrow but still achievable – is not lost. The scale and speed of the efforts demanded by this critical and formidable goal – our best chance of tackling climate change and limiting global warming to 1.5 °C – make this perhaps the greatest challenge humankind has ever faced,” said Fatih Birol, the IEA Executive Director. “The IEA’s pathway to this brighter future brings a historic surge in clean energy investment that creates millions of new jobs and lifts global economic growth. Moving the world onto that pathway requires strong and credible policy actions from governments, underpinned by much greater international cooperation.” 
 
 
 
 
 

[1] Sjá visir.is, 18. maí sl.: Alþjóðaorkumálastofnunin: Hætta þarf fjárfestingum í jarð­efnaeldsneyti strax
https://www.visir.is/g/20212110871d

 

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að ný ríkisstjórn verði mynduð með loftslagsmálin í kjarna samstarfssinns með skýrum tímasettum og mælanlegum markmiðum og áformum um aðgerðir í stjórnarsáttmála og komi sér strax að verki og takist á við loftslagsvána af fullri alvöru. Síðustu fjögur ár hefur loftslagsstefna stjórnvalda verið ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir fullyrti í sjónvarpinu í gærkvöld að Ísland hefði uppfært loftslagsmarkmið sitt í 55% samdrátt. Þetta er rangt.
 
Hinn 18. febrúar sl. tilkynnti Ísland skrifstofu loftslagssamningsins að landið ætlaði ásamt ESB og Noregi að draga úr losun um 55% fyrir 2030. Það þýðir ekki að Ísland ætli að draga úr losun um 55%, líkt og skilja mátti á forsætisráðherra í gær.


Í tilkynningu Íslands til samningsins segir:
 
"Iceland’s enhanced ambition target of 55 per cent net emissions reduction refers to the joint target of the countries involved; the individual share and commitments of each country is then determined by commonly agreed rules.“
 
Þetta er alveg skýrt. Enn er ósamið um hlut hvers ríkis.
 
Í viðtali við fréttastofu RÚV 10. des. sl. sagði forsætisráðherra að hlutur Íslands gæti orðið á bilinu 40 – 45%. Í nýlegu viðtali við RÚV upplýsti umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, að hann geti ekki svarað því hvað kemur í hlut Íslands, ...“ Hann telur þó að hann verði ekki lægri en 40%. Skv. fyrri stefnu Evrópusambandsins um 40% skerðingu í losun er hlutur Íslands 29%.

Ísland styður markmið Parísarsamningsins um að takmaraka hlýnun Jarðar við 1,5°C. Í heild er framlag Evrópusambandsríkjanna, Íslands og Noregs er 55%. Einstök Evrópuríki hafa sett sér mun metnaðarfyllri markmið en svo. Svíþjóð stefnir að 63% minni losun árið 2030, Danmörk 70% og Noregur 50 – 55%. Ísland á hinn bóginn hefur enga stefnu sett sér aðra en að vera „í samfloti með ESB og Noregi.“
 
Hvað vill Ísland gera til að koma í veg fyrir að andrúmsloftið hlýni umfram 1,5°C?
 
Samstarfsflokkar Vinstri Grænna í ríkisstjórn hafa lítið látið uppi um hversu mikið Ísland skuli draga úr losun fyrir árið 2030. Ætla verður að innan ríkisstjórnar séu ráðherrar ekki á eitt sáttir um hvert framlag Ísland skuli vera.

 

 
London, 26 March 2021:- As this week’s virtual meeting of the International Maritime Organization’s Pollution Prevention and Response Sub-Committee (IMO, PPR 8) closes today, non-governmental organisations slammed the IMO proposal to develop weak non-binding “goal-based guidelines” instead of taking immediate and effective action to immediately reduce climate-warming emissions of black carbon from ships using heavy fuel oil in the Arctic [1]. 

 

Hinn 19. mars sl. skilaði þingmannanefnd skýrslu til utanríkisráðherra með tillögum að endurskoðaðri Norðurslóðastefnu. Utanríkisráðherra mun á grundvelli tillagna nefndarinnar fljótlega leggja fram tillögu til þingsályktunar um nýja stefnu í málefnum Norðurslóða.

Síða 1 af 4