Ummæli Sigurðar Inga um yfirlýsingu 35 ríkja gegn hvalveiðistefnu stjórnvalda

Í viðtali við Morgunútgáfu RÚV í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, að hvalveiðar hér við land væru algjörlega í samræmi við vísindastefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem er rangt það sem kom fram í þessari umfjöllun í gær. Ég hef nú ekki séð þetta plagg ennþá. Þannig að það er alrangt.

Skipafélagið Evergreen Line hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að það muni ekki flytja hvalkjöt til Japans. Sjá meðfylgjandi yfirlýsing Evergreen Line og einnig yfirlýsingu Samskipa, hvorar tveggja frá í gær.

Í yfirlýsingu Samskipa segir m.a: Samskip advised the port that it would comply with this formal request, understanding that the cargo concerned would continue unimpeded en route to Japan via another carrier’s service. In addition, the company publicly stated that it would not undertake further shipments of whale meat. The onwards transport from Rotterdam for the 6 containers was legally documented and approved by all the relevant authorities.

Bent hefur verið á að sala hvalkjöts í Japan hafi verið dræm undan farin ár. Árið 2012 skiptist salan með eftifarandi hætti:

 Heildarsala hvalkjöts í Japan 2012

3350,7

tonn

100%

 Afurðir vegna vísindaveiða Japana

2472,4

-

74%

 Afurðir hvals hf. frá 2009 eða 2010

878,3

-

26%

 Áætlað magn afurða Hvals hf. árið 2013 (154 dýr)

1850,0

-

aukning um 210% 

Í upphafi þessa árs voru birgðir hvalkjöts 4700 tonn eða 1,4 sinnum það magn sem seldist í fyrra.

Síða 2 af 2