Fögnum yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra

This is the lede paragraph for the blog post. It should be populated with dynamic data from a WYSIWYG custom field assigned to your posts.

Birt í Lífríki sjávar

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra á Alþingi.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir beindi í dag þeirri fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra hvort ráðherra teldi að hægt væri að byggja ákvarðanir um hvalveiðar á niðurstöðum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Vísaði hún þar einkum til fullyrðinga um að grisjun hvalastofna myndi auka fiskgegnd og útreikninga um virði aukinna útflutningstekna á grundvelli þess afla sem dauðir hvalir hefðu annars hámað í sig.

Sjávarútvegsráðherra svaraði, að í þeirri umræðu sem staðið hefur frá því að Hagfræðistofnun skilaði af sér skýrslunni,- hafa sérfræðingar okkar á þessu sviði innan Hafrannsóknastofnunar margítrekað að spurningar varðandi afránið eru stærðir sem mjög erfitt er svara. Vitneskjan um samspil þessara þátta í lífríkinu er af mjög skornum skammti. Nýtingarstefna Íslendinga hefur verið og er raunar enn í dag hugsuð út frá stöðu og ástandi einstakra stofnana, ekki af samspili lífkerfisins í heild.
Við erum því miður ekki komin það langt að við höfum tæki eða mælikvarða til að meta það í einhverri heild. Það segja mér okkar bestu vísindamenn á þessari meginstofnun [Hafrannsóknarstofnun].

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þessari skorinorðu yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra. Um áratuga skeið hafa sjávarútvegsráðherrar og aðrir ráðamenn iðulega rökstutt nauðsyn hvalveiða með því að með veiðunum mætti halda eins konar jafnvægi í hafinu; að friðun hvala myndi draga úr fiskgegnd. Sjávarútvegsráðherra hefur nú slegið slíkar mýtur af.

Árni Finnsson
Náttúruverndarsamtök Íslands /
Iceland Nature Conservation Association
Þórunnartún 2
105 Reykjavík
Tel: 551 2279 / 897 2437
arni@natturuvernd.is
natturuvernd.is

Birt

Aftur á forsíðu