Search

Articles for category Náttúruvernd


Áskorun til iðnaðarráðherra

Áskorun til iðnaðarráðherra vegna áætlana um virkjanaframkvæmdir frá nátturuverndarsamtökum fyrir norðan og austan.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 18 years 313 days ago

Gjafsókn veitt

Atla Gíslasyni, hrl., Guðmundi Páli Ólafssyni, rithöfundi, Ólafi S. Andréssyni, lífefnafræðingi og Náttúruverndarsamtökum Íslands hefur verið veitt gjafsókn í máli þeirra á hendur umhverfisráðherra...
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 18 years 320 days ago

Arðsemi Kárahnúkavirkjunar neikvæð

- samkvæmt úttekt banka LandsvirkjunarÍ mati á arðsemi Káranhnjúkavirkjunar sem unnið var fyrir Landsvirkjun af Sumitomo Mitsui Banking Corporation er gert ráð fyrir því að álverð þurfi að meðaltali að vera 1300 dollarar/tonn út líftíma virkjunarinnar til að framkvæmdin standi undir þeirri ávöxtunarkröfu sem Landsvirkjun gerir. Landsvirkjun reiknar með 1.1% árlegri lækkun álverðs og því þyrfti álverð að vera 1800 dollarar/tonn í upphafi samningstímabilsins. Það er nú um 1400 dollarar/tonn. Ekki er búist við hækkunum í fyrirsjáanlegri framtíð. Því er ljóst, að rekstrarforsendur virkjunarinnar eru ekki í samræmi við álverð.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 18 years 326 days ago

Námagröftur við Kárahnjúka

grein eftir Sigrúnu Helgadóttur, Mbl. 6. mars 2002Áróðursmeistarar tala stöðugt um að með virkjun við Kárahnjúka sé verið að nýta "endurnýjanlega, hreina orku". Þetta er misvísandi orðalag svo ekki sé meira sagt. Lón Kárahnjúkavirkjunar drekkir endurnýjanlegri gróðurauðlind. Aurinn í gruggugu jökulfljótinu sest til í lóninu, fyllir það og gerir það ónothæft. Ryk og leir fýkur frá brotnum lónbökkunum, byrgir sýn og hylur gróðurlendi. Þannig er Kárahnjúkavirkjun lík námu.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 18 years 328 days ago

Ályktun SUNN um Kröfluvirkjun

- frumvarp um stækkun Kröfluvirkjunar úr 60 MW 220 MWSamtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) senda frá sér þessa ályktun sem umsögn við frumvarp á Alþingi. Jafnframt er hún ábending við matsáætlun Landsvirkjunar.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 18 years 337 days ago

Athugasemd við grein Jónasar Elísarsonar

- Morgunblaðið 20. febrúar 2002.Þann 20. febrúar s.l. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Jónas Elíasson, prófessor við Háskóla Íslands. Vegna villandi upplýsinga sem fram komu í grein Jónasar sendu Náttúruverndarsamtök Íslands eftirfarandi athugasemd til Morgunblaðsins og birtist hún 22.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 18 years 340 days ago

Fréttatilkynning

- stefna vegna úrskurðar um KárahnjúkavirkjunNáttúruverndarsamtök Íslands ásamt þremur einstaklingum, þeim Atla Gíslasyni, hrl., Guðmundi Páli Ólafssyni, rithöfundi og Ólafi S. Andréssyni, lífefnafræðingi, hafa stefnt umhverfisráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins vegna úrskurðar umhverfisráðherra frá 20. desember s.l. þar sem úrskurður Skipulagsstofnunar var felldur úr gildi og fallist á virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 18 years 347 days ago

Stefna á hendur umhverfis- og fjármálaráðherra

- vegna úrskurðar umhverfisráðherra um KárahnjúkavirkjunStefna Náttúruverndarsamtaka Íslands, Atla Gíslasonar, hrl. Guðmundar Páls Ólafssonar, rithöfundar og Ólafs S. Andréssonar, lífefnafræðings á hendur umhverfisráðherra vegna úrskurðar hennar um Kárahnjúkavirkjun frá 20. desember 2001.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 18 years 347 days ago

Áskorun til þingmanna

varðar frumvarp iðnaðarráðherra um KárahnjúkavirkjunNáttúruverndarsamtök Íslands skora á þingmenn að gera mjög skýra kröfu um að fyrir liggi áreiðanlegt mat á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar; að frumvarp iðnaðarráðherra standist 3. mgr. 13. gr. laga um Landsvirkjun. Að öðrum kosti verði framkvæmdaraðila gert að fjármagna hana án ríkisábyrgðar á lánum. Ekki er hægt að ætlast til þess að Alþingi leggi dóm á arðsemina á grundvelli aðferðafræðinnar einnar saman - sem Orkustofnun hefur skrifað upp á - án þess að forsendur og niðurstöður liggi fyrir. Miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir skattgreiðendur þar sem ætlast er til að ríkið gangi í ábyrgð fyrir stórfelld lán Landsvirkjunar vegna framkvæmdarinnar.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 18 years 348 days ago

Greinin sem Landsvirkjun svaraði ekki

Leggst Landsvirkjun gegn Rammaáætlun?Þann 9. janúar s.l. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Gísla Má Gíslason, prófessor við Líffræðideild Háskóla Íslands. Þar spyr hann hvort Landsvirkjun hyggist leggjast gegn Rammáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og vísar þar til bréfaskrifa forstjóra Landsvirkjunar. Enn hefur ekkert svar borist frá Landsvirkjun við spurningum og gagnrýni Gísla Más.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 19 years 3 days ago

1 ... 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72