Search

Articles for category Lífríki sjávar


Aðgangsharðar fiskveiðar skaða hafsbotninn

Botnvörpuveiðar skaða lífríki á hafsbotni og ætti því að banna þær. Þetta er mat margra vísindamanna og umhverfisverndarsinna, sem einnig benda á að botnvörpuveiðar séu orkufrekustu fiskveiðar sem stundaðar eru.Sjá frétt Norðurlandaráðs.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 12 years 36 days ago

Fréttatilkynning NÍ - Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum

Víðtækar umhverfisbreytingar sem rekja má til breytinga á loftslagi hafa raskað fæðuvef sjófugla í Norðurhöfum. Síðustu ár hefur fuglum í sjófuglabyggðum fækkað og margir stofnar eiga erfitt með að koma ungum á legg. Ótvíræðar en flóknar breytingar eru að eiga sér stað á vistkerfi sjávar sem undirstrikar enn frekar en áður þörf fyrir að stjórna betur þáttum sem hafa áhrif á sjófugla og unnt er að stjórna, svo sem fiskveiðum í atvinnuskini, olíumengun, nytjum á sjófuglum og mengun af völdum eiturefna. Þetta er meginniðurstaða hóps sjófuglafræðinga sem hittist í Færeyjum í septemberlok.Sjá fréttatilkynningu Náttúrufræðistofnunar Íslands hér.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 12 years 234 days ago

Gervivísindi LÍÚ

Landssamband íslenskra útgerðarmanna situr fast við sinn keip og hafnar ráðleggingum vísindamanna um verulegan samdrátt í þorskafla. Í stað þess - og án frekari rökstuðnings - leggur LÍÚ til að hvalveiðar verði stórauknar.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 12 years 331 days ago

Náttúruverndarsamtökin skora á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafró

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í Reykjavík 29. maí 2007, skorar á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar og draga úr sókn í þorskstofninn með því að lækka aflareglu fyrir þorskstofninn úr 25% af veiðistofni í 16-18% af veiðistofninum árlega líkt og vísindamenn hafa lagt til.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 12 years 363 days ago

Skýrsla um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands á erlendum mörkuðum

Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur, kynnti í morgun skýrslu um áhrif hvalveiða á viðskiptahagsmuni íslenskra fyrirtækja og ímynd landsins á erlendum mörkuðum. Skýrslan er gerð fyrir Náttúruerndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare.Sjá skýrslu Þorsteins hér.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 13 years 6 days ago

Bréf Náttúruverndarsamtaka Íslands til Sea Shepherd

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Paul Watson, forsvarsmanni Sea Shepherd-samtakanna bréf og skorað á hann að senda ekki skip samtakanna til Íslands enda séu slíkar aðgerðir ekki liklegar til árangurs.Sjá bréf Náttúruverndarsamtaka Íslands hér.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 13 years 12 days ago

Orri Vigfússon hlýtur ein virtustu umhverfiverðlaun heims

Orri Vigfússon hlýtur Goldman verðlaunin í ár ásamt 5 öðrum verðlaunahöfum frá Norður-Ameriku, Afríku, Asíu, Suður- og Mið-Ameríku, Evrópu og Eyjum og eyjaþjóðum. Orri er fulltrúi hinna síðast nefndu. Sjá frétt Morgunblaðsins.Sjá frétt Goldman-sjóðsins.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 13 years 37 days ago

Reuters fjallar um hvalveiðar Íslendinga

Á fréttavef Reuters fréttastofunnar birtist í dag grein um hvalveiðar Íslendinga. Blaðamaðurinn Sarah Edmonds tók viðtöl við Geir Haarde forsætisráðherra og Kristján Loftsson forstjóra Hvals hf. Geir segir að leyfið sem veitt var til að veiða 40 hrefnur í fyrra hafi verið tilraun. Hann segir í viðtalinu að ríkisstjórnin sé ekki búin að ákveða hvort áframhald verði á hvalveiðunum, það ráðist af því hvort hægt verði að selja það sem veiddist í fyrra.Sjá frétt Morgunblaðsins.Sjá frétt Reuters.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 13 years 45 days ago

Kostnaður vegna hvalveiðistefnu Íslands 1990 - 2006

Þorsteinn Siglaugsson, rekstrarhagfræðingur hefur unnið skýrslu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og International Fundm for Animal Welfare (IFAW) um kostnað ríkisins vegna hvalveiðistefnu stjórnvalda á tímabilinu 1990 - 2006. Heildarupphæðin er 748,8 milljónir.Sjá skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hérSjá hér samantekt á íslensku.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 13 years 61 days ago

Náttúruverndarsamtaka Íslands skora á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafró

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í Reykjavík 29. maí 2007, skorar á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar og draga úr sókn í þorskstofninn með því að lækka aflareglu fyrir þorskstofninn úr 25% af veiðistofni í 16-18% af veiðistofninum árlega líkt og vísindamenn hafa lagt til.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 13 years 144 days ago

1 2 3 4 5 6 7 8 9