Search

Articles for category Lífríki sjávar


Bréf til Steingríms J. Sigfússonar

Samþykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins skuldbinda Ísland til að vísa tillögum síum aflamark til nefndarinnar áður en ákvörðun er tekin. Fyrirvari Íslands við hvalveiðibann losar ekki íslensk stjórnvöld undan þeirri skuldbindingu. Því ber sjávarútvegsráðherra að bíða með veitingu leyfi til hvalveiða þar til niðurstöður Vísindanefndarinnar verða kynntar þann 22. júní. Sjá bréf til sjávarútvegsráðherra, Steingríms J. Sigfússonaar.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 11 years 55 days ago

Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafna tillögu Hafrannsóknarstofnunar um hvalaskoðunarsvæði

Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafna alfarið þeim tillögum sem hvalveiðimenn og starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar setja fram um “afmörkun svæða til hvalaskoðunar”. Tillagan ber þess ríkulega merki að Hafró hefur frá upphafi verið málpípa hvalveiðimanna og hvalveiðistefnu stjórnvalda hverju sinni.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 11 years 58 days ago

Trúverðugleiki umhverfismerkis fyrir sjávarútveg rýr

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir trúverðugleika hins nýja umhverfisvottunarmerkis fyrir íslenskar sjávarafurðir vera rýran.„Afleiðing þess að Einar K. Guðfinnsson jók kvótann fyrir þorskveiðar um 30 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári og önnur 30 þúsund næsta er sú að aflamarksreglan, sem hefur verið við lýði hér á landi, er horfin. Nú veit engin lengur hver hún er. Vissulega hafði þeirri reglu verið breytt nokkrum sinnum að kröfu LÍÚ en með endurskilgreiningum. Einar hafði ekki fyrir því að bera neinu slíku við heldur var kvótinn bara aukinn. Þar með er trúverðugleiki íslenskrar fiskveiðistefnu, sem hið íslenska merki á að byggja á, orðinn ansi rýr,“ segir Árni.Sjá frétt mbl.is.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 11 years 71 days ago

Blórabögglar LÍÚ - Sjá grein eftir Hilmar J. Malmquist

TRAUÐLEGA verður annað sagt um málflutning Landssambands íslenskra útvegsmanna um hvalveiðar að undanförnu en að þar sé á ferð áróður þar sem rangt er...Át hvala á fiski og annarri fæðu getur haft í för með sér að fiskafli aukist. Þetta er vegna flókins samspils lífvera í hafinu. Samspilið er m.a. á þá lund að át hrefnu á fiskum, þ.m.t. á þorski, getur haft í för með sér að þorskafli aukist.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 11 years 72 days ago
20090318094224641593.jpg

Hvalkjötsverð lækkar í Japan

Verð á hvalkjöti í Japan hefur farið heldur lækkandi í jenum undanfarinn áratug á sama tíma og framboðið hefur heldur aukist. Þetta kemur fram í svari frá utanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi.Sjá frétt Morgunblaðsins.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 11 years 77 days ago

Hvalir við Ísland: vistfræði og veiðar

- Málstofa á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands um hvali, vistfræði og veiðarMarkmið málstofunnar er að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um þessi umdeildu dýr í sjávarlífríkinu.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 11 years 95 days ago

Bréf til Steingríms J. Sigfússonar

Sjá hér SteingrímurJ160209.doc Náttúruverndarsamtaka Íslands til sjávarútvegsráðherra, Steingríms J. Sigfússonar vegna ákvörðunar fyrirrennara hans um útgáfu kvóta til hvalveiða næstu fimm ár.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 11 years 102 days ago

Spurningar fyrir þingmenn og ríkisstjórn

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að endurskoða umdeilda ákvörðun fyrirrennara síns um að leyfa veiðar á 100 hrefnum og 150 langreyðum árlega næstu fimm ár. Áður en lengra er haldið er brýnt að Alþingi og ríkisstjórn svari eftirfarandi spurningum:
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 11 years 109 days ago

Hjáfræði

Sjá hér frétt um hjáfræði, hindurvitni, Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 11 years 114 days ago

SAF mótmælir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar

Samtök ferðaþjónustunnar fordæma ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar og með ólíkindum að slík ákvörðun skuli tekin af ráðherra sem er að hætta störfum. Sjá fréttatilkynningu Samtaka Ferðaþjónustunnar
Arni Finnsson Arni Finnsson submitted 11 years 121 days ago

1 2 3 4 5 6 7 8 9