Ummæli umhverfisráðherra í rétta átt

   1.9.2017

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þeim ummælum umhverfisráðherra, Bjartar Ólafsdóttur, að VI. Viðauki MARPOLS-samningsins verði fullgiltur á Alþingi strax í næsta mánuði.

Fullgilding Viðauka VI mun styrkja stöðu Íslands í þeirri viðleitni banna bruna á svartolíu innan 200 mílna efnahagslögsögu landsins, líkt og umhverfisráðherra hefur lýst vilja sínum til. 

Samtökin taka eindregið undir með Gísla Gíslasyni, hafnarstjóra Faxaflóahafna, sem sagði í viðtali við fréttum ríkissjónvarpsins í gær, að 

„… það verði ekki einungis settar strangari reglur um svartolíu heldur að svartolía verði bönnuð í efnahagslögsögu Íslands. Við eigum að hafa forystu um það og fá nágrannalöndin Grænland, Danmörk, Færeyjar með okkur í lið og horfa þannig til þess að Norðurslóðir sem viðkvæmt lífríki, að við tökum ekki áhættu með því að vera með svartolíu og svartolíuagnir, hvort heldur fyrir fólk eða náttúruna.“ 

Sjá hér frekari upplýsingar um MARPOL-samninginn, einkum Viðauka VI.

HSA SDG14 tile 1.jpg 

Vista sem PDF