Mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn

   30.8.2017

Mengun frá skemmtiferðaskipum

Reykjavík 30. ágúst 2017.

Náttúruverndarsamtök Íslands með, aðstoð þýsku náttúruverndarsamtakanna Nature and Biodiversity Union (NABU), hafa undanfarna daga hafa mælt á mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn.

Mælingarnar sýna að magn örsmárra agna í útblæstri skipa var um 200 sinnum meira en eðlilegt má teljast (200 - 300 agnir á rúmsentimetra). Gera verður kröfu um hreinisbúnað í þessum skipum líkt og er í bílum.

Sótagnir sem myndast við ófullkomin bruna svartolíu hafa mjög mikinn gróðurhúsamátt þar eð ís og jöklar kasta frá sé minna sólarljósi en ella sem hraðar bráðnun. Brýnt er að Aðildarríki Norðurskautsráðsins grípi til skjótra aðgerða til að koma í veg fyrir bruna svatolíu á norðurslóðum. Bæði til að vernda heilsu almennings og hægja á hlýnun andrúmsloftsins.

Flutningar á svartolíu er ógn við lífríki norðurslóða. Svartolíu til að knýja skip ber að banna.

Brýnt er að stjórnvöld banni losun brennisteins og bruna svartolíu innan efnahagslögsögu landsins  (Emission Control Area (ECA)), en slík svæði hafa verið stofnuð í Eystrasalti, Norðursjó og meðfram ströndum Norður Ameríku. Ennfremur, upphæð hafnargjalda ætti að hækka eftir því sem skipin menga meira.

Skipafélögin verða að sýna meiri ábyrgð gagnvart náttúru landsins og heilsu almennings.

Dr. Axel Friedrich, vísindalegur ráðgjafi við mælingarnar, lagði áherslu á þann skaða sem mengun frá skipum getur valdið á heilsu almennings. ”Loftmengun frá dísilvélum - örfínar agnir sem dreifast um langar vegalengdir, (þ.m.t sótagnir), brennisteinn og köfnunarefnisoxíð – efni sem auka á gróðurhúsaáhrfin og valda skaða á heilsu fólks. Þessi efni valda hjarta- og æðasjúkdómum og öndunarfærasjúkdómum. Dr. Friedrich benti á að samkvæmt mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins látist árlega um 50 þúsund einstaklingar um af völdum loftmengunar frá skipum.”

„Vélar eins og eru um borð á skemmtiferðaskipunum myndu ekki fá starfsleyfi á landi og það er hneyksli að skipafyritæki komist upp með að menga jafn mikið og raun ber vitni,” sagði Friedrich, og bætti við, að „Fyrir hendi eru tæknilausnir sem duga vel til að leysa þennan vanda.”

Til frekari upplýsingar, sjá: www.hfofreearctic.org
Frekari upplýsingar veitir Sönke Diesener, sími +491739007182 og
Árni Finnsson, sími +354-897 2437

2_Skemmtiferðaskip.jpg 

Vista sem PDF