Aðalfundur 2015

Arni Finnsson    20.5.2016
Arni Finnsson

 

 

 

Skýrsla stjórnar - starfsárið 2014 – 2015

 

 

Á aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Íslands 2014 sem haldinn var í ReykjavíkurAkademíunni 11. júni voru eftirfarandi kjörnir í stjórn:

 

Árni Finnsson

Finnur Guðmundsson Olguson

Freyja Birgisdóttir

Hjörleifur Hjartarson

Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir

 

Til vara:

Bergur Sigurðsson

Kristján Kristinsson

 

 

 

Ný lög

Á síðasta aðalfundi var kjörin starfshópur til að fara yfir lög samtakanna og starfshætti. Í nefndin voru kjörin Glóey Finnsdóttir, Hjálmar H. Ragnars og Mörður Árnason. Nýverið skilaði hún niðurstöðu sem er á dagskrá þessa aðalfundar.

 

Hlutverk Náttúruverndarsamtaka er að halda á lofti þeim baráttumálum sem þau vilja ná fram.

 

Loftslagsbreytingar og hafið

Önnur tvö mál sem ég hef fylgst vel með eru hvalveiðar og málefni sjávar. Hið fyrra er auðvelt því ekki verður annað séð en að æ meira gefi á bátinn hjá Kristjáni Loftssyni og þá sérstaklega vegna vandræða við útflutning hvalaafurða - með áherslu á flutning - í stríði við samþykktir CITES (Convention on International Trade in Endangered Species of Fauna and Flora). CITES er alþjóðlegur samningur með 180 aðildarríki og hefur mun sterkari stöðu innan alþjóðasamfélagsins en Alþjóðahvalveiðiráðið. Samkvæmt svari sjávarútvegsráðherra til Katrínar Jakobsdóttur hafa 170 tonn verið endursend til Íslands árin 2013 og 2014 þar eð umskipunarhafnir hafa neitað að afgreiða þessa vöru. Staðreyndin er að langreyður er í sama viðauka CITES og fílar og nashyrningar, þ.e.a.s. alþjoðleg verslun með afurðir þessara dýra er alfarið bönnuð. Vissulega eru Ísland og Japan ekki bundin af þessu ákvæði þar eð þessi lönd, auk Noregs, hafa gert fyrirvara hvað hvali varðar en Holland (Rotterdamhöfnun), Þýskalandi (Hamborgarhöfn) og Kanada (höfnin í Halifax) telja sig vera það. Til að bann við alþjóðlegri verslun með fílabein og nashyrningahorn virki verður bann við verslun með hvalaafurðir líka að virka. Því er það svo að annað árið í röð hyggst Hvalur hf. flytja vörurnar beint til Japan með skipi sem á að sigla fyrir Góðravonarhöfða en ekki um Miðjarðarhaf og Súez. Það er vitaskuld miklu tímafrekara og dýrara en Kristján vill ekki hætta á að Greenpeace gómi hann mitt í Súez-skurði, við Gíbraltar eða annars staðar þar sem færi gefst til að mótmála þessum flutningi.

 

Hið síðara, sem á býrókratísku nefnist málefni sjávar (marine issues) hefur kostað töluverða vinnu til að kynna mér það mál til hlítar. Ég hef sótt tvo fundi í New York á vegum Sameinuðu þjóðanna þar sem deilt var um hvort hefja skyldi alþjóðlegar samningaviðræður um nýjan alþjóðlegan samning á grundvelli Hafréttarsáttmálans um verndun úthafanna. Málið snýst um að í alþjóðalögum er gap eða tómarúm varðandi verndun alþjóðlegra hafsvæða. Í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1982 er ekki minns á loftslagsbreytingar eða líffræðilega fjölbreytileika. Á móti kemur að Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni skortir stjórntæki til að fylgja eftir samþykktum. 

 

Árangur náðist á seinni fundinum í New York. Samþykktin var í samræmi við ályktun Ríó +20 árið 2012 þar sem segir: 

 

162. We recognize the importance of the conservation and sustainable use of marine biodiversity beyond areas of national jurisdiction. We note the ongoing work under the auspices of the General Assembly of the Ad Hoc Open-ended Informal Working Group to study issues relating to the conservation and sustainable use of marine biological diversity beyond areas of national jurisdiction. Building on the work of the Ad Hoc Open-ended Informal Working Group and before the end of the sixtyninth session of the General Assembly, we commit to address, on an urgent basis, the issue of the conservation and sustainable use of marine biological diversity of areas beyond national jurisdiction, including by taking a decision on the development of an international instrument under the Convention on the Law of the Sea. 

 

Fulltrúi Náttúruverndarsamtaka Íslands sótti tvo fundi um líffræðilegan fjölbreytileika utan við lögsögu einstakra ríkja (biodiversity beyond areas of national jurisdiction, BBNJ), í nafni óformlegrar nefndar (Ad Hoc Open-ended Informal Working Group) sem átti að skila niðurstöðu fyrir 69. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem hefst nú í haust. Niðurstaða náðist loks í janúar 2015. 

 

Vandræði Íslands í a.m.k. tvo áratugi stöfuðu af því að á þessu skeri var litið á baráttu umhverfisverndarsamtaka sem sérstaka ógn við grundvallarhagsmuni Íslands sem fiskveiðiþjóðar. Litið var á nýjan samning um verndun líffræðilegs fjölbreytileika úthafanna leið til að banna eða takmarka fiskveiðar, að hugmyndafræði þessara samtaka væri hin sama og sú sem stýrir baráttu þeirra gegn hvalveiðum. Nefnilega að græða peninga. Svo virðist sem stjórnvöld og útgerðarmenn hafi áttað sig; að súrnun sjávar, loftslagsbreytingar, mengun hafsins af völdum og eiturefna og annars konar óáran sé þrátt fyrir allt meiri ógn við lífríkið en Greenpeace eða WWF. Svo skemmtilega vill til að framganga Íslands í samningaviðræðum um Sustainable Development Goals, sem koma eiga í staðinn fyrir Þúsaldarmarkmiðin, hefur þótt lofsverð í herbúðum félaga okkar erlendis.

 

Í umræðu á Alþingi um utanríkismál 19. mars sl. viðurkenndi Gunnar Bragi Sveinsson að Ísland hefði í raun enga stefnu í málefnum sjávar.

 

Við höfum átt samtöl, ég og umhverfisráðherra, undanfarið um hafið, hvort við þyrftum ekki að setjast niður og fara vandlega yfir það á breiðum grunni hvernig við horfum á þessa helstu auðlind okkar Íslendinga. Ég geri ráð fyrir að þegar við hittumst aftur í haust verði komin stefna, ég veit ekki hvort ég á að segja það beint, eða að við verðum alla vega búin að vinna ákveðna forvinnu varðandi það hvernig við ætlum að horfa á málefni hafsins á næstunni. Ég skal viðurkenna fyrir hv. þingmanni að þetta samtal okkar ráðherranna er komið skammt á veg en í flestöllum þeim stefnum, áætlunum og gögnum sem við vinnum eftir er mikil áhersla lögð á hafið og ekki bara út frá nýtingu heldur líka út verndun. Hvar sem við förum og ræðum um umhverfismálin, norðurslóðir eða annað, þá leggjum við alltaf áherslu á þetta líka.

 

Þessi yfirlýsing utanríkisráðherra felur í sér visa stefnubreytingu þar eð nú skal einnig lögð áhersla á verndun, ekki bara nýtingu. Umhverfisráðherra sagði á fundinum sem ég átti með henni 31. mars sl. að hennar ráðuneyti myndi nú setja málefni sjávar í forgang. Vafalítið endurspegla þessi ummæli vaxandi áhyggjur útgerðarmanna af sínum hag vegna hnignunar lífríkisins. 

 

Loftslagsbreytingar

Loftslagsgangan 21. September í fyrra gerði okkur og málefnið sýnilegt. Biskupinn skrifaði undir, IKEA skrifaði undir og margir fleiri og kröfðust aðgerða.

 

Nýlegur morgunfundur Landsvirkjunar um loftslagsbreytingar í Hörpunni var til staðfestingar þess að þessi málefnið verður æ miðlægara í umræðunni. Titillinn, Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga, tími til aðgerða  sagði allt sem segja þurfti. Ekkert spurningamerki.

 

Að sjálfsögðu horfir Landsvirkjun til þess að geta réttlætt útflutning 'grænnar’ raforku um sæstreng. Slík tækifæri voru þó ekki rædd af hálfu Landsvirkjunar, heldur aðallega að Landsvirkjun vill allt til vinna til að starfsemi fyrirtækisins geti talist kolefnishlutlaus. Ekki bara með skógrækt heldur líka með samdrætti í losun ghl.

 

Ekki var heldur minnst á gagnsemi þess að byggja álver á Íslandi til að draga úr gróðurhúsaáhrifum hnattrænt, fyrir utan það sem fram kom í máli Rannveigar Rist. Greinilegt er að þegar til kemur vill Landsvirkjun eiga málstað að verja en ekki bara hafa afsökun til að réttlæta virkjanir – líkt og raunin var þegar Landsvirkjun reyndi að réttlæta gríðarlega losun koltvísýrings frá álverum og undanþágu frá ákvæðum Kyoto-bókunarinnar.  Sé það rétt ályktað hjá mér er Landsvirkjun bandamaður okkar í vissum skilingi sem vitaskuld var undirstrikað með því að bjóða mér að taka  þátt í pallborði.

 

Náttúruvernd

Starf Náttúruverndarsamtakanna starfsárið 2014 – 2015 snérist að miklu leyti að rammaáætlun, verndun Þjórsárvera og stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Öll hafa þessi mál þokast í rétta átt.

Reikningar 2014.pdf (2,16 MB)

Vista sem PDF