Navigate / Profile / Search

Profile

Náttúruvernd

Náttúruvernd


26. maí 2010

Eignarhald og náttúruvernd

Verndun einstæðra landslagsheilda á borð við Kerlingafjöll eða Torfajökuls- svæðið stendur og fellur með þeirri löggjöf sem orkufyrirtæki, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneyti, sveitarfélög og náttúruverndarsamtök verða að geta reitt sig á þegar tekist er á um umgengni um náttúruauðlindir Íslands.
Sjá grein hér. meira

17. maí 2010

Tillaga að stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir hér með, skv. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Jafnframt er auglýst umhverfisskýrsla um tillöguna í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Sjá frétt Skipulagsstofnunar.
meira

12. maí 2010

Erindi Ólafs Páls Jónssonar á Náttúruverndarþingi

Við upphaf Náttúru- verndarþings frjálsra félagasamtaka þann 24. apríl s.l. flutti Ólafur Páll Jónsson erindi - Krossgötur að vori.
Sjá hér ávarp Ólafs Páls. meira

27. apríl 2010

„Dettifossvandinn“, Jakob og Rammaáætlun

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Umhverfisnefnd Alþingis um lögin um Vatnajökulsþjóðgarð 2007: „friðlýsing Jökulsár á Fjöllum er innifalin í stofnun þjóðgarðsins.“"
Sjá grein Hjörleifs hér. meira

25. apríl 2010

Sigrún Helgadóttir hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti í dag Sigrúnu Helgadóttur náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti en þetta var í fyrsta sinn sem sú viðurkenningin er afhent.
Sjá fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins. meira

23. apríl 2010

Náttúruvernd á krossgötum – vörn og sókn

Náttúru- og umhverfis- verndarsamtök á Íslandi boða til náttúruverndar- þings í hátíðarsal Mennta- skólans við Hamrahlíð laugardaginn 24. apríl nk. kl. 10.00-15.30.
Sjá dagskrá hér.
meira

21. apríl 2010

Opinn kynningarfundur rammaáætlunar í dag 21. apríl.

Verkefnisstjórn rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði boðar til opins kynningarfundar miðvikudaginn 21. apríl kl. 16:00.í Nýja bíói, fundarsal á 4. hæð Iðuhússins, Lækjargötu 2, í Reykjavík. meira

20. apríl 2010

Stöðva á útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils - um nýjar tillögur til umhverfisráðherra

Í nóvember 2009 fól Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands að vinna tillögur að aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils en þær eru fyrstu dæmin um ágengar framandi plöntutegundir sem breiðast hratt út hér á landi. meira

03. apríl 2010

Umhverfisteikn 2010

Umhverfisteikn 2010 Umhverfisstofnun Evrópu hefur gefið út skýrsluna Umhverfisteikn 2010. Skýrslan fjallar að þessu sinni um líffræðilega fjölbreytni og loftslagsbreytingar. Í skýrslunni eru meðal annars sagðar sögur sex einstaklinga sem segja frá því hvernig breytingar á umhverfinu hafa áhrif afkomu þeirra og lífsmáta og á dýr og plöntur.
Sjá skýrslu hér.
Sjá vefsíðu umhverfisteikna hér. meira

17. mars 2010

Mannréttindabrot við álvinnslu á Indlandi

Þeir sem hafa séð Draumaland Andra Snæs og Þorfinns Guðnasonar kannast við mannréttindabrot við álvinnslu á Indlandi. Nú hefur Amnesty International brugðist við og farið þess á leit við félaga sína að þeir sendi bréf til umhverfisráðherra Indlands. Sjá hér.

meira

09. mars 2010

Friðlýsing Gjástykkis undirbúin

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að hafinn verði undirbúningur að friðlýsingu Gjástykkis.
Sjá frétt mbl.is.

meira

11. febrúar 2010

Innleiðing Árósasamningsins undirbúin

Í fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins kemur fram að vinna sé hafin við innleiðingu Árósasamningsins í lög. Væntanlega verður samningurinn þá einnig fullgiltur og Ísland bundið að ákvæðum hans um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum, réttarúrræðum og þátttöku í ákvörðunum er varða umhverfismál.
Sjá fréttatilkynningu hér. meira

08. febrúar 2010

Flokkun og verndargildi jarðminja

Við vekjum athygli á næsta erindi Hrafnaþings, miðvikudaginn þann 10. febrúar. kl. 12.15 - 13.00 . Þá flytur Kristján Jónasson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, erindi sitt Flokkun og verndargildi jarðminja á háhitasvæðum á Íslandi.
Sjá hér.
meira

01. febrúar 2010

Umhverfisráðherra synjar skipulagi við Þjórsá staðfestingar

Umhverfisráðherra hefur synjað staðfestingar skipulagsbreytingum sem snúa að virkjunum í neðri Þjórsá, þar sem þátttaka Landsvirkjunar í kostnaði sveitarfélaga við skipulagsvinnu hafi stangast á við skipulags- og byggingarlög.
Sjá fréttatilkynningu umhverfisráðherra. meira

20. janúar 2010

Stjórnvöld hvött til að veita upplýsingar um orkuöflun

Skorað er á ríkisstjórnina, einkum forsætisráðherra, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra,
að taka saman yfirlit og gera rækilega grein fyrir því hvaða háhitasvæði og vatnsföll verður nauðsynlegt að virkja til þess að afla orku fyrir 360 þúsund tonna álverksmiðju í Helguvík.
meira

04. janúar 2010

Sætur sigur í upphafi árs

Um leið og við óskum félögum okkar gleðilegs nýs árs og þökkum stuðninginn á því sem var að líða er ástæða til að benda á sigur í baráttumáli Náttúruverndar- samtaka Íslands og fjölda annarra samtaka frá árinu 2006, að vatn verði skilgreint í stjórnarskrá sem almannaeign. meira

06. desember 2009

Stjórnsýslukæra vegna Suðvesturlínu

Náttúruverndarsamtök Íslands hafs sent umhverfisráðherra stjórnsýslukæru vena ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 30. október um „að framkvæmdin Suðvesturlínur, styrking raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi skuli ekki metin með öðrum framkvæmdum, sem henni eru háðar og/eða eru á sama svæði.”
Sjá stjórnsýslukæru Náttúruverndarsamataka Íslands. meira

17. nóvember 2009

YFIRLÝSING

Eftirtalin samtök lýsa vanþóknun á ómálefnalegri auglýsingaherferð fyrirtækja á Suðurnesjum gegn ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínur. Álver í Helguvík með allt að 360 þúsund tonna ársframleiðslu með tilheyrandi orkuöflun og umhverfisáhrifum er ekki einkamál Suðurnesjamanna. Ekki er útséð með að hægt verði að útvega alla þá orku sem fyrirtækið telur sig þurfa,auk þess sem orkuþörf Norðuráls í Helguvík hefur verið ranglega metin í opinberum gögnum.
meira

16. nóvember 2009

Er HS-Orka í krísu í Krýsuvík? - Sigmundur Einarsson

Þann 1. október skrifaði Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, grein á vefritið Smuguna og benti á að orkulindir Íslands séu ekki eins miklar og af er látið. Jafnframt er ítrekað það sem ýmsir höfðu áður bent á að tvö 360 þús. tonna álver myndu soga til sín alla jarðhitaorku á Suðvesturlandi og Norðausturlandi og reyndar gott betur. Athyglisvert er að viðkomandi stjórnvöld, þ.e. iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun hafa engin viðbrögð sýnt en þagað þunnu hljóði.
Sjá ítrekun og svar Sigmundar við gagnrýni á grein hans. meira

02. nóvember 2009

Furðufrétt - skólamatur í baráttu við umhverfisráðherra

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, formaður SUNN bloggar um auglýsingar fyrirtækja gegn umhverfisráðherra. meira

Síða 9 af 35Fyrst   Fyrra   4  5  6  7  8  [9]  10  11  12  13  Næsta   Síðast