Navigate / Profile / Search

Profile

Náttúruvernd

Náttúruvernd


17. apríl 2013

Kæra Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna úrskurðar ítölunefndar um beit í Almenningum

Niðurstaða álits vísindamanna Landbúnaðarháskóla Íslands[1] var að umræddur afréttur þoli ekki beit. Hið sama kom fram af hálfu Landgræðslu ríkisins.[2] Einnig skal bent á viðtal við Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur í Spegli RÚV þann 9. apríl s.l.[3] meira

16. apríl 2013

Sigmundur Davíð vill gömlu Landsvirkjun

Spurningin er hvort íslenskir stjórnmálamenn geti komist út úr þeirri umræðu að ráðast verði í framkvæmdir - a la Halldór Ásgrímsson - án nokkurrar fyrirhyggju um hvort arðsemi verkefnisins verði viðunandi. meira

09. apríl 2013

Heiðrum minningu baráttukonu

Almenningar er þjóðlenda og því ætti hver sem er að geta kært úrskurð ítölunefndar. Það ættu sem flestir að gera og með þeim hætti heiðra minningu Herdísar Þorvaldsdóttur og hennar baráttu. Verði þessum úrskurði ítölunefndar ekki snúið erum við komin áratugi aftur í tímann enda eru ráðleggingar vísindamanna að engu höfð. Hann stenst engan veginn varúðarregluna sem nýlega var leidd í lög hér á landi með samþykkt frumvarps til laga um náttúruvernd. meira

02. apríl 2013

Nashyrningar í mikilli útrýmingarhættu - WWF

Mjög fáir nashyrningar komast af utan þjóðgarða eða verndarsvæða. Á sögulegum tíma hafa nashyrningar fundist víða á savanna-steppum Afríku og regnskógum Asíu. Jafnvel í hellamálverkum Evrópumanna má sjá myndir af nashyrningum.

meira

22. mars 2013

Málstefna um Þingvelli:

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Suðurlands standa sameiginlega fyrir málstofu um Þingvelli miðvikudaginn 3. apríl 2013. Málstofan verður í fundarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík, hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. meira

21. mars 2013

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Landsvirkjun

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Landsvirkjun að tilkynna Skipulagsstofnun hið fyrsta að fyrirtækið hyggist láta meta að nýju þau umhverfisáhrif Bjarnarflagsvirkjunar sem kunna að ógna lífríki Mývatns.

Fram hafa komið alvarlegar ábendingar um að Bjarnarflagsvirkjun geti valdið miklum skaða á lífríki Mývatns. Til dæmis er ekki ljóst hversu mikillar kólnunar má vænta á grunnvatnsstraumi til Mývatns við fyrirhugaða orkuvinnslu. meira

16. mars 2013

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Alþingi að tryggja framgang náttúruverndarfrumvarps

Íslendingar mega ekki verða eftirbátar annarra þjóða í þessum efnum enda hljóta meginreglur umhverfisréttarins að vera forsenda hins græna hagkerfis. Ennfremur, þjóð sem byggir afkomu sína á sölu sjávarafurða verður að standa í fremstu víglínu fyrir umhverfisvernd. meira

12. mars 2013

Um áhrif Kárahnjúkavirkjun, Lagarfljót og virkjanaáform

Það er afdráttarlaus krafa Náttúruverndarsamtaka Íslands að frumvarp til náttúruverndarlaga verði afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir þinglok. Ekki verður öðru trúað enda væri þaði mikill hneisa ef atvinnu- og nýsköpunarráðherra knýr í gegn lög um uppbyggingu kísilmálmvers á Bakka ef flokkur hans lætur síðan hjá líða að styrkja og efla lög um náttúruvernd. meira

12. mars 2013

Í tilefni dagsins

Öllu gleðilegri eru tíðindin frá Bangkok þar sem umhverfisverndarsamtök fögnuðu sigri. Þar fer nú fram ráðstefna CITES (Samningur um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu). Fimm tegundir hákarla voru færðar í 2. flokk yfir dýr í útrýmingarhættu. Það þýðir ekki að verslun með afurðir af þessum tegundum verði bönnuð en hún verður undir betra eftirliti. meira

17. febrúar 2013

Frumvarp til laga um náttúruvernd - Umsögn

Frumvarpið er seint fram komið en það byggir á Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands sem kom út 2011 og rædd var í þaula á umhverfisþingi sama ár. Hvítbókin byggði á vinnu fjölda sérfræðinga um náttúru landsins, auk fulltrúa almannasamtaka. Aldrei áður hefur verið gerð jafn ítarleg greining á íslensku náttúrufari, sérkennum þess og hvernig unnt sé að tryggja verndun náttúru landsins betur með nýrri og öflugri löggjöf. Aðkoma almennings að gerð þessa frumvarps og meiri en áður hefur þekkst.

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Alþingi að tryggja framgang þessa frumvarps. meira

13. febrúar 2013

Skotvísi Arne Sólmundssonar

Ólíkir ferðamátar hafa mismunandi áhrif á náttúruna. Er þá ekki eðlilegt að mismunandi ákvæði eigi við um ólíka ferðamáta? Vaxandi umferð vélknúinna ökutækja er ógn við öræfanáttúru hálendisins og væntanlega erum við sammála um að akstur utan vega skemmir og/eða eyðileggur ásýnd lands, jarðmyndanir og gróður. Er það ekki hinn sameiginlegi vandi? Ekki verður heldur deilt um að umferð vélknúinna ökutækja veldur hávaða sem rýfur þá kyrrð öræfanna sem margir eru að sækjast eftir. Skotvís hlýtur að vera okkur sammála um nauðsyn þess að takmarka umferð vélknúinna ökutækja og setja skýrar reglur um umferð þeirra í náttúru landsins. Er ekki svo? meira

17. janúar 2013

Undirskriftasöfnun Awazz fyrir verndun náttúru Íslands

Sjá hér undirskriftasöfnun Avaaz.org en þau samtök hafa náð gríðarlega góðum árangri víða um lönd með undirskriftasöfnunum fyrir góð málefni. meira

14. janúar 2013

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna samþykkt Rammáætlunar

Samþykkt þingsályktunartillögu í dag um vernd og nýtingu náttúrusvæða felur í sér mikilvægan sigur í baráttunni fyrir verndun náttúru Íslands. meira

12. október 2012

Eigendastefna fyrir Landsvirkjun?

Landsmenn verið upplýstir um slæma stjórnarhætti Orkuveitu Reykjavíkur og að ekki hafi legið fyrir skýr eigendastefna fyrir stjórn og forstjóra til að fara eftir. Spurja verður hvort íslensk stjórnvöld verði ekki að setja Landsvirkjun skýrari ramma til samræmis við stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum meira

20. september 2012

Miðhálendi Íslands - Svæðisskipulag í uppnámi.

Miðhálendi Íslands - Svæðisskipulag í uppnámi Grein um svæðaskipulag miðhálendisins ...

12. september 2012

Teboð eða náttúruvernd

Skoðanakannanir hafa sýnt að almenningur er hlynntur verndun náttúru landsins. Á hinn bóginn er mjög öflugur stuðningur við uppbyggingu stóriðju í einstökum sveitarfélögum. Auk þess hygla skipulagslögin stóriðjunni og takmarka lýðræði í landinu. Mun auðveldara er að hafa áhrif á gang mála á Alþingi en í héraði. meira

Síða 5 af 35Fyrst   Fyrra   1  2  3  4  [5]  6  7  8  9  10  Næsta   Síðast