Navigate / Profile / Search

Profile

Náttúruvernd

Náttúruvernd22. október 2009

Vestfjarðavegur ekki um Teigsskóg

Hæstiréttur hefur fallist á kröfur landeigenda, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Fuglaverndarfélags Íslands um að felldur verði úr gildi úrskurður umhverfisráðherra frá því í janúar 2007, sem féllst á svonefnda leið B í öðrum áfanga Vestfjarðavegar um Teigsskóg frá Bjarkarlundi til Eyrar í Reykhólahreppi.
meira

12. október 2009

Viðskiptavæðing menningarlífsins og menningarvæðing viðskiptalífsins

Í kvöld kl. 20 flytur Loftur Atli Eiríksson, MA í menningarstjórnun, fyrirlestur í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121 Reykjavík. Loftur Atli kallar fyrirlesturinn: Viðskiptavæðing menningarlífsins og menningarvæðing viðskiptalífsins: Áhrif stefnu íslenskra stórfyrirtækja í styrkveitingum til menningarmála á menningarstofnanir á árunum 2002 til 2008, og er hann byggður á samnefndu rannsóknarverkefni til meistaragráðu frá Háskólanum á Bifröst.
meira

11. október 2009

Hrund Skarphéðinsdóttir á umhverfisþingi - f.h. frjálsra félagasamtaka

Ræða Hrundar Skarphéðinsdóttur, Framtíðarlandinu, á umhverfisþingi 9.-10. október. meira

02. október 2009

Batnandi stjórnsýsla, batamerki á samfélagi

Bergur Sigurðsson skýrir og ver úrskurð umhverfisráðherra og segir að „Með úrskurði sínum stígur umhverfisráðherra stórt skref í átt bættrar stjórnsýslu á sviði umhverfismála.
Sjá bloggsíðu Bergs. meira

30. september 2009

Dofri Hermannsson um meinta steinsteypukrata

Í spunarokkum dagsins er m.a. spunninn sá þráður að innnan Samfylkingarinnar sé mikil óánægja með að SV lína fari í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Það er mikil óskhyggja spunakerlinganna sjálfra.
Sjá blogg Dofra Hermannssonar. meira

29. september 2009

Sigur fyrir náttúruvernd

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna úrskurði Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um að úr gildi þá ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 25. mars s.l. að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu á milli Hellisheiði og Helguvíkur og öðrum tengdum framkvæmdum. Málinu hefur verið vísað aftur til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og úrlausnar.
meira

24. september 2009

Byltingarkenndar framkvæmdir - Andri Snær

Háhitasvæðin eru einhver mestu gersemar Íslands. Það er vissulega hægt að nýta eitthvað af þeim, en að mínu mati er það vanhugsað ef menn ætla að fara að gjörnýta allan háhitann fyrir norðan í einu vettvangi, segir Andri Snær Magnason, rithöfundur.
Sjá frétt Mbl.is. meira

18. september 2009

Skoða hliðargreiðslur frá orkufyrirtækjum [þ.e. greiðslur til að liðka fyrir skipulagsbreytingum]

Umhverfisráðherra mun taka greiðslur Landsvirkjunar til Skeiða- og Gnúpverjahrepps til skoðunar. Samgönguráðuneytið úrskurðaði nýverið að svipaðar greiðslur fyrirtækisins til Flóahrepps hefðu stangast á við lög. Ekki sé heimild í lögum fyrir því að aðrir en sveitarfélag beri kostnað vegna aðalskipulags.
Fréttablaðið 18. september 2009 meira

25. ágúst 2009

Dr. Robert Constanza flytur fyrirlestur við HÍ

Dr. Robert Costanza mun halda opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands miðvikudaginn 26. ágúst nk. kl. 16.00-18.00, í Öskju. Titill fyrirlestrarins er Using the global recession as an opportunity to create a sustainable and desirable future. meira

23. ágúst 2009

Friðland í Þjórsárverum stækkað

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að þegar hefja undirbúning að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og að stækkuninni skluið vera lokið snemma á næsta ári er mikilvægur sigur.
Um nokkurra ára skeiði hefur verið ljóst að ekki yrði ráðist i byggingu Norðlindaölduveitu en stækkun Friðlandsins í Þjórsárverum - því til staðfestingar - hefur dregist.
Í nóvember 2004 sýndi skoðanakönnun IMG Gallup fyrir Náttúruverndarsamtökin að 2/3 landsmanna styddu stækkun friðlandsins og í janúar 2005 sýndi þjóðarpúls IMG Gallup að sama hlutfall landsmanna var á þeim tímapunkti andvígur byggingu Norðlingaölduveitu.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er í samræmi við almannavilja og mikill sigur fyrir náttúruverndarbaráttu á Íslandi.
meira

11. ágúst 2009

SUNN vilja að Gjástykki í Þingeyjarsýslu verði verndað fyrir hvers

SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, vilja að Gjástykki í Þingeyjarsýslu verði verndað fyrir hvers konar raski. meira

10. júlí 2009

Dapurleg viðbrögð hjá Kjósarhreppi

ÓYNDISÚRRÆÐI að Kjósarhreppur skuli bera fyrir sig að framkvæmd hafi orðið fyrir gildistöku aðalskipulags og ekki leita til úrskurðarnefndar um álit. Dapurlegt hvað sveitarfélög taka hagsmuni í héraði fram yfir hagsmuni landsins. Auka þarf lagaheimildir eftirlitsaðila eins og Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar. Þetta er skoðun Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Sjá viðtal Morgunblaðsins við Árna Finnsson. meira

08. júlí 2009

New York Times um takmarkanir fyrir nýtingu jarðhita

Í New York Times bloggar Kate Galbraith um hina íslensku fyrirmynd í nýtingu jarðhita - Iceland Debates the Limits of Geothermal.

meira

15. júní 2009

Um endurnýjanleika jarðvarmaorku

"Að mati Orkustofnunar er greinilega ástæða til að rannsaka betur hvort orkuframleiðsla á Hellisheiði geti talist endurnýjanleg og sjálfbær."
Árni Finnsson skrifar í Morgunblaðið. meira

12. júní 2009

Orkufyrirtæki njóta forgangs

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir fáránlegt að hugsanlegar virkjanir í Hvítá, sem myndu ramma inn sjálfan Gullfoss, verði með í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
Frétt Morgunblaðsins. meira

10. júní 2009

Skýrsla stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands fyrir 2008 - 2009

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands var haldinn þann 4. júní s.l.
Sjá hér skýrslu stjórnar meira

08. júní 2009

Ályktun aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Íslands um Náttúruverndaráætlun

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands haldinn í ReykjavíkurAkademíunni þann 4. júní 2009 fagnar Náttúruverndaráætlun 2009 – 2013 sem afgreiða skal á yfirstandandi þingi. Aðalfundurinn fagnar sérstaklega áformum um stækkun Friðlandsins í Þjórsárverum þar sem segir „… að það nái yfir allt votlendi veranna.” Jafnframt er því fagnað að „… Langisjór og nánasta umhverfi hans verði friðlýst og fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð.” meira

05. júní 2009

Kreppa, náttúra og framfarir

Á aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Íslands í gær, 4. júní, flutti Ólafur Páll Jónsson erindi um hugtakið um kreppu frá sjónarhóli hagfræði og siðfræði og í því sambandi velta fyrir sér stöðu náttúrunnar og hugmyndinni – eða tálsýninni – um framfarir. Eitt af því sem Ólafur Páll bendir á í erindi sínu er að hið hagfræðilega hugtak um kreppu er ekki gildishlaðið hugtak – kreppa í hagfræðilegum skilningi er hvorki góð eða slæm út af fyrir sig – þótt klifað sé á því í allri umræðu að kreppa sé slæm.
Sjá erindi Ólafs Páls hér. meira

03. júní 2009

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands verður haldinn fimmtudaginn 4. júní í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð og hefst fundurinn kl. 20.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar verður kynnt á aðalfundi.
Sjá fundarboð hér. meira

Síða 10 af 35Fyrst   Fyrra   5  6  7  8  9  [10]  11  12  13  14  Næsta   Síðast