Navigate / Profile / Search

Profile

Loftslagsbreytingar


12. desember 2007

Hinir fátæku og baráttan við Loftslagsbreytingar

Nýverið var kynnt á Íslandi Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna 2007/2008 - Baráttan við loftslagsbreytingar. Í gærkvöld var skýrslan kynnt í Bali. Við það tækifæri sagði aðalritari Sameinuðu þjóðanna eftirfarandi: “Today, we are at a crossroads, one path leading towards a comprehensive new climate agreement, and the other towards oblivion. The choice is clear,” he said, underscoring the importance of the Bali meeting.
Sjá frétt Sameinuðu þjóðanna.
Sjá frétt mbl.is um upphaf ráðstefnunnar. meira

11. desember 2007

Spenna á Bali

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að mikil spenna sé á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Balí í Indónesíu þar sem fjallað er um grundvöll nýs samnings sem á að leysa Kyoto-sáttmálann af hólmi.
Sjá frétt mbl.is meira

10. desember 2007

Mikill meirihluti telur stjórnvöld gera lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands á tímabilinu 31. október til 11 nóvember s.l. telja 78% aðspurðra að stjórnvöld geri lítið til að að draga úr útstreymi mengandi efna sem valda gróðurhúsaáhrifum og loftslagsbreytingum, rúm 13% töldu að stjórnvöld geri mikið og tæp 9% tóku ekki afstöðu.
meira

07. desember 2007

Ísland í þriðja sæti á lista Germanwatch

Samkvæmt nýrri skýrslu Germanwatch þar sem borin eru saman loftslagsstefna, losun gróðurhúsalofttegunda og þróun í losun gróðurhúsalofttegunda hjá 56 ríkjum er Ísland nú í þriðja sæti. meira

06. desember 2007

ECO um samningsmarkmið Íslands í Bali

ECO, fréttabréf umhverfisverndarsamtaka á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Bali, fjallar í dag um samningsmarkmið Íslands, 4 degrees of disintegration.* meira

04. desember 2007

Spenna í Bali

Hér í Bali er strax komin mikil spenna í samningaviðræður. Umhverfisverndarsamtök lýstu í morgun áhyggjum sínum vegna afstöðu Japans og Kanada. Samtökin draga í efa að þau styðji það meginmarkmið að nýr samningur í kjölfar Kyoto-bókunarinnar fæli í sér lagalegar skuldbindingar um verulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
meira

03. desember 2007

Stóriðjufyrirtæki greiði fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum

Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands á tímabilinu 31. október til 11 nóvember s.l. telja 95,4% aðspurðra að stóriðjufyrirtæki eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum,* 3,3% voru ósammála og 1,3% tóku ekki afstöðu. meira

29. nóvember 2007

Hindranir á leið til samkomulags um framhald Kyoto

Pistlahöfundur Washington Post, Sebastian Mallaby, skrifar áhugaverða grein um hindranir á leið til nýs samkomulags um framhald Kyoto-bókunarinnar. Hann bendir á að svo mikill ágreiningur sé um ýmis atriði nýs samkomulags að á endanum náist ekki samkomulag.
Það minnir á ástandið hér heima. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, er einörð í afstöðu sinni um nauðsyn aðgerða en enn liggur ekki fyrir samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um til hvaða aðgerða skuli grípa. Ekki heldur um hvert verði samningsumboð Íslands á 13. loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna sem hefst á Bali í Indónesíu á mánudag, 3. desember. Hér heim er Sjálfstæðisflokkurinn helsta hindrunin og óvíst hvort Samfylkingin kemst yfir hana í einu stökki. meira

28. nóvember 2007

Upplýsingafundir um loftslagsmál

Umhverfisráðuneytið efndi til upplýsingafunda um loftslagsmál fyrir alþingismenn og frétta- og blaðamenn í dag. Efnt var til fundanna vegna þess hversu mikið er um að vera á þessu sviði um þessar mundir. Í næstu viku hefst loftslagsráðstefna í Balí þar sem samningar hefjast um hvað taki við þegar Kyoto-bókunin rennur út og fyrr í þessum mánuði gaf Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar út fjórðu yfirlitsskýrslu sína. Upplýsingafundirnir voru skipulagðir í samvinnu við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands.
Sjá erindi hér. meira

27. nóvember 2007

Loftslagsbreytingar ógna fátækum þjóðum mest

Þjóðir heims verða að ná samkomulagi um aðgerðaáætlun til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar ella blasir við hnignun þróunar segir í skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Í skýrslu Þróunarstofnunarinnar segir að fátækar þjóðir eigi á hættu að neikvæður spíral næringarskorts, vatnsskorts og eyðileggingu vistkerfa.
Sjá frétt BBC hér.
Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna - samantekt á íslesnku. meira

23. október 2007

Magn koltísýrings í andrúmsloftinu eykst hraðar en áður

Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu eykst hraðar en Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) gerði ráð fyrir. Aukningin er nú talin 35% hraðari en á 10. áratug síðustu aldar. Meginorsökin er að losun koltísýrings hefur stöðugt aukist í takt við hraðan hagsvöxt í fjölmennum löndum á borð við Kína og þar með hefur eftirspurn eftir olíu og annars konar jarðefnaeldsneyti hefur aukist. Til viðbótar hefur nýting á hvern lítra af olíu minnkað þrátt fyrir væntingar hið gagnstæða með nýrri tækni.
Sjá frétt BBC.
meira

10. október 2007

Málþing á Akureyri - Loftslagsbreytingar, er áhrifa farið að gæta?

Færeyski loftslagsprófessorinn Bogi Hansen, handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, varar við afleiðingum hlýnunar lofslags á norðurhveli jarðar og því að Golfstraumurinn veikist. Þetta mál verður til umræðu á málþingi sem Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri stendur fyrir í samstarfi við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri, fimmtudaginn 11 okt. 2007.
Sjá dagskrá málþingsins hér.
meira

25. september 2007

Mikill meirihluti jarðarbúa telur að hlýnun jarðar sé af völdum manna.

Þetta kom fram við könnun sem breska útvarpið, BBC, lét gera. Könnunin fór fram í 21 landi og þátttakendur voru yfir 22 þúsund. Að meðaltali voru 79% á þeirri skoðun að athafnir mannsins, þar á meðal iðnaður og samgöngur, eigi stóran þátt í veðurfarsbreytingunum. Níu af hverjum tíu töldu aðgerðir nauðsynlegar, en tveir af hverjum þremur voru á því að grípa verði umfangsmikilla aðgerða og það sem fyrst. 6% töldu enga ástæðu til aðgerða.
Sjá frétt RÚV.
Sjá frétt BBC.

meira

20. september 2007

Bréf til utanríkisráðherra vegna sérstaks fundar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent utanríkisráðherra bréf í tilefni sérstaks fundar sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban-ki Moon hefur boðað til á mánudag. Markmið aðalritarans er auka þrýstingin á aðildarríkin að ná árangri á næsta fundi Loftslagssamningsins á Bali í Indónesíu í desember n.k. Þar verður að takast samkomulagi um hvernig ná skuli samningum um næsta skref Kyoto-bókunarinnar eigi síðar en 2009. Gert er ráð fyrir að um 150 þjóðarleiðtogar sitji fundinn og er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ein þeirra. meira

20. september 2007

Fræðsluefni Umhverfisstofnunar loftslagsbreytingar

Sjá hér upplýsingavef Umhverfisstofnunar um loftslagsbreytingar

20. ágúst 2007

Olíuhreinsistöð ekki í samræmi við Kyoto

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum rúmist ekki innan heimilda Kyoto-bókunarinnar. Hún segir meginmarkmið stjórnvalda að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fréttablaðið í dag.
meira

17. ágúst 2007

Olíuhreinsistöð stenst ekki lög

Losun koltvísýrings vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum með 8,5 milljóna tonna framleiðslugetu næmi ríflega einni milljón tonna á ári. Árið 1990 – viðmiðunarár Kyoto-bókunarinnar – var útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 3.355.453 tonn. Olíuhreinsistöð myndi því valda nærri 30% aukningu í útstreymi gróðurhúsalofttegunda.
Sjá grein í Fréttablaðinu 17. ágúst. meira

12. júlí 2007

Ísland í þriðja sæti á lista Germanwatch

Samkvæmt nýrri skýrslu Germanwatch þar sem borin eru saman loftslagsstefna, losun gróðurhúsalofttegunda og þróun í losun gróðurhúsalofttegunda hjá 56 ríkjum er Ísland nú í þriðja sæti.
meira

05. júlí 2007

Live Earth tónleikarnir 7. 7. 2007

Á laugardaginn verða haldnir tónleikar Live Earth í átta heimsborgum, New York, London, Jóhannesarborg, Rio de Janeiro, Shangai, Tokyo, Sidney and Hamborg. Tónleikarnir fara fram samtímis þann 7. 7. 2007 í þeim tilgangi að vekja fólk og ráðamenn til umhugsunar um loftslagsvandann. meira

04. júlí 2007

Bloggað um kolefnisjöfnun

Að undanförnu hefur mikið verið rætt og fyrirtæki hafa auglýst kolefnisjöfnun. Auður H. Ingólfsdóttir og Kristján B. Jónasson hafa skrifað skemmtileg og upplýsandi blogg um það mál. meira

Síða 9 af 13Fyrst   Fyrra   4  5  6  7  8  [9]  10  11  12  13  Næsta   Síðast