Navigate / Profile / Search

Profile

Loftslagsbreytingar


15. september 2008

Norðurskautsísinn aldrei minni

Umhverfisverndarsamtökin WWF sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem fram kemur að ísinn á Norðurskauti jarðar hafi sennilega aldrei verið minni en nú. Tölur þar að lútandi eru væntanlegar eftir nokkra daga.
Sjá fréttatilkynningu WWF meira

04. september 2008

Aukin tíðni fellibylja og fárviðris

Ný bandarísk rannsókn bendir til að 1°C hlýnun andrúmslofts jarðar muni leiða til 31% aukningar í tíðni öflugra hitabeltisstorma (cykloner) á Indlandshafi. Eldri rannsóknir benda til að fellibylir (orkaner) á Atlantshafi) hafi aukist að styrk vegna hlýnunar sjávar.
Sjá frétt Berlingske Tidende. meira

01. september 2008

,,Loftslagsbreytingar eru mesta ógnin sem steðjar að mannkyninu

Fundur Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins var haldin hér á landi dagana 29. - 31. ágúst. Nýr framkvæmdastjóri Aþjóðasambandsins, Bekele Gelatam, sagði í viðtali við Stöð2, að ,,Loftslagsbreytingar eru mesta ógnin sem steðjar að mannkyninu''
meira

31. ágúst 2008

Samfylkingin er í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á stóriðjustefnuna

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að Samfylkingin sé í lykilstöðu til að hafa áhrif á það hvort álver í Helguvík fái heimild til losunar gróðurhúsalofttegunda. Því megi, segir hann, véfengja þau orð formanns Samfylkingarinnar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, í Viðskiptablaðinu í dag að Helguvík hafi verið frágengið mál áður en flokkurinn fór inn í ríkisstjórnina.
Sjá umfjöllun Viðskiptablaðsins hér. meira

28. ágúst 2008

Um niðurstöður Accra-fundarins um arftaka Kyoto-bókunarinnar

Að loknum undirbúningsfundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Accra, Ghana, 20. – 27. ágúst, telja umhverfisverndarsamtök að árangur hafi náðist í samningum um aðgerðir til að draga úr eyðingu regnskóga. meira

26. ágúst 2008

Samningaviðræður um verndun lofthjúpsins ganga vel

Af fundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna berast þær fréttir að vel gangi í viðræðum um hvernig megi aðstoða þróunarríki við að draga úr eyðingu regnskóga og sagt er að minni spenna sé í viðræðum um hvernig iðnríki getið dregið úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda.
Sjá frétt Reuters. meira

19. ágúst 2008

Vettvangsferð í Hvestu í Arnarfirði.

Náttúruverndarsamtök Vestfjarða efna til vettvangsferðar í Hvestu í Arnarfirði Laugardaginn 30 ágúst. Leiðsögumaður í ferðinni verður Jón Þórðarson frá Bíldudal en hann er mjög fróður um lífríki og náttúrufar á þessum slóðum. Safnast verður saman kl. 13.00 við Gallery Dynjanda á Bíldudal og farið þaðan í Hvestu. meira

09. júlí 2008

BBC um niðurstöður fundar G8-ríkjanna í Japan um loftslagsbreytingar

"At first sight, the G8 agreement on climate change promises much. .... So far, then, this G8 summit has confused the issue rather than clarifying it.
Governments are as divided as ever on what they are prepared to pledge and what they want to achieve; and re-opening the baseline year question is potentially hugely destructive."
Sjá greiningu BBC á niðurstöðum fundar leiðtoga G8-ríkjanna í Japan um loftslagsbreytingar.


meira

24. júní 2008

Þynnri ís þýðir fleiri komur hvítabjarna

Eftir því sem vægi þunns íss eykst á kostnað þykkari hafíss á austurströnd Grænlands, þeim mun meiri líkur eru á að hvítabirnir hætti sér of langt frá landi og berist með þynnri ís með vindáttum til Íslands. Þetta er kjarninn í kenningu Þórs Jakobssonar veðurfræðings, sem hefur í áraraðir fylgst með hafís. Sjá frétt mbl.is meira

19. júní 2008

Hafís á norðurskautinu bráðnar hraðar en nokkru sinni

Gögn frá Bandaríkjunum sýna að þrátt fyrir kaldan vetur bráðnar hafís mun hraðar en á síðasta ári. Sjá frétt BBC. meira

24. apríl 2008

Misheppnuð loftslagsstefna Davíðs og Halldórs

Frétt umhverfisráðuneytisins frá í gær um mikla aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi lýsir fyrst og fremst því metnaðarleysi sem einkenndi loftslagsstefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Samkvæmt loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar frá 6. mars 2002 skyldi dregið úr „…útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum með almennum aðgerðum og með breytingum á skattlagningu á dísilbílum, sem leiði til aukningar í innflutningi á slíkum bílum til einkanota.” meira

10. apríl 2008

Fyrirlestur Als Gore

Þeir sem misstu af fyrirlestri Als Gore í Háskólabíói geta farið vefsíðu Eyjan.is og þar er upptaka af fyrirlestrinum á TEDtalks.
Fyrirlesturinn er efnislega sá sami og Gore flutti í Háskólabíói en nokkru styttri. Síðan fylgir viðtal þáttarstjórnanda við Gore. Vel gert hjá Eyjunni. meira

01. apríl 2008

Gore safnar liði gegn loftslagsbreytingum

Al Gore yesterday launched a drive to mobilise 10 million volunteers to force politicians to act on climate change - twice as many as the number who marched against the Vietnam war or in support of civil rights during the heyday of US activism in the 1960s.
During the next three years, his Alliance for Climate Protection plans to spend $300m (um það bil 23.100.000.000 ISK á gengi dagsins) on television advertising and online organising to make global warming among the most urgent issues for elected American leaders.

Sjá frétt The Guardian.
Sjá "We Can Solve it".
meira

31. mars 2008

Sjá viðtal við Al Gore

Al Gore er væntanlegur til Íslands í næstu viku. Fréttaskýringarþátturinn 60 mínútur birti í gær viðtal við hann og hægt er að horfa hann hér. meira

18. mars 2008

Þykkur, gamall ís á norðurskauti jarðar á hröðu undanhaldi

Gervihnattamælingar sýna að gamall, þykkur ís á norðurskauti jarðar bráðnar nú hraðar á norðurskauti jarðar en fyrri mæliingar hafa sýnt Þrátt fyrir kallt veðurfar á norðurhveli jarðar í vetur hefur bráðnun íss á norðurslóðum hefur haldið áfram frá því sumri lauk. Vísindamenn telja að þessi þróun muni halda áfram í ár.
Sjá frétt BBC.
meira

14. mars 2008

Skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum

Á grundvelli þeirra lagalegu skuldbindinga sem Ísland undirgekkst með aðild sinni að Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar frá 1992 og Kyoto-bókuninni frá 1997 hefur Ísland með þátttöku sinni í hinu alþjóðlega samningaferli tekið á sig pólitískar skuldbindingar. Þessar skuldbindingar koma meðal annars fram í yfirlýstum samningsmarkmiðum ríkisstjórnar Íslands frá 4. desember s.l. Þar skiptir mestu máli stuðningur ríkisstjórnarinnar við þau meginmarkmið, að „…
meira

05. febrúar 2008

Forsetaframbjóðendur boða breytta loftslagsstefnu

Gangi spár um úrslit forkosninga í dag eftir er næsta víst að næsti forseti Bandaríkjanna (McCain, Clinton eða Obama) muni gerbreyta stefnu Bandaríkjanna í loftslagsmálum sem er helsta forsenda þess að samkomulag náist í Kaupmannahöfn árið 2009 um framhald Kyoto-bókunarinnar. meira

24. janúar 2008

Ísland 11. umhverfisvænasta landið.

Svisslendingar standa sig best þegar kemur að umhverfismálum samkvæmt nýrri skýrslu sem umhverfislagadeild Yale háskóla og jarðarstofnun Columbia háskóla hafa gefið út. Íslendingar eru í ellefta sæti á listanum, fyrir neðan allar Norðurlandaþjóðirnar að Danmörku undanskilinni, Costa Rica, Kólumbíu og Frakkland.
Sjá frétt Mbl.is. meira

04. janúar 2008

Gore safnar liði gegn loftslagsbreytingum

Al Gore yesterday launched a drive to mobilise 10 million volunteers to force politicians to act on climate change - twice as many as the number who marched against the Vietnam war or in support of civil rights during the heyday of US activism in the 1960s.
During the next three years, his Alliance for Climate Protection plans to spend $300m (um það bil 23.100.000.000 ISK á gengi dagsins) on television advertising and online organising to make global warming among the most urgent issues for elected American leaders.

Sjá frétt The Guardian.
Sjá "We Can Solve it".
meira

13. desember 2007

Bandaríkjastjórn stendur í vegi fyrir samkomulagi í Bali

Eitt helsta deiluefnið á loftslagsráðstefnunni í Bali er hvort iðnríki skuli stefna að 25 - 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2020 miðað við 1990; hvort það markmið skuli vera einn helsti bautasteinninn í Bali-vegvísinum eins og væntanleg niðurstaða samningaviðræðna hér í Bali er gjarnan nefnd. Einnig nefnt Bali-umboðið. Þetta markmið er nefnt í nýrri stefnumótun ríkisstjórnar Íslands um samningsmarkmið í Bali og áfram til fundarins í Kaupmannahöfn árið 2009. Vísað er til tilmæla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar um nauðsyn þess að bregðast við strax.
meira

Síða 8 af 13Fyrst   Fyrra   3  4  5  6  7  [8]  9  10  11  12  Næsta   Síðast