Navigate / Profile / Search

Profile

Loftslagsbreytingar


08. desember 2008

Hálfa leið til Kaupmannahafnar

Eftir Árna Finnsson: "Loftslagsþingið í Poznan: ESB-ríkin eiga langt í land. Íslensk stjórnvöld hafa enn ekki komið árum sínum fyrir borð."
Sjá grein hér. meira

06. desember 2008

Þeir sem verða verst úti

Hinar fátæku þjóðir, þeir sem ekki bera neina ábyrgð á hitnun andrúmslofts jarðar, verða verst úti vegna loftslagsbreytinga.
Sjá frétt Christian Aid. meira

03. desember 2008

Loftslagsþingið í Poznan, Póllandi

Við opnun loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna í Poznan, Póllandi, á mánudag, sagði formaður Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóanna um loftslagsbreytingar, nóbelsverðlaunahafinn, Rajendra Pachauri nauðsynlegt sé að endurskoða hvort 2°C hitnun andrúmslofts jarðar, að meðaltali væri nægilega lágt viðmið, efri mörk, fyrir hættulegar loftslagsbreytingar. meira

24. nóvember 2008

Framtíðin liggur í svari Obama

Framtíðin liggur í svari Barack Obama við spurningu blaðamanns Time nokkrum dögum fyrir kosningar: "Aðalatriðið er að finna það afl sem knýr hagkerfi okkar. Ekkert afl er kröftugra á öllum sviðum atvinnulífsins en nýtt orkuhagkerfi. … Þetta atriði verður efst í minni forgangsröðun þegar ég tek við embætti forseta."
Sjá grein hér. meira

19. nóvember 2008

Hvernig þetta er með orku og loftslagið

Svissnesku samtökin noe21 fengu styrk sem þau nýttu hann til að búa til kynningarefni um á hvernig hægt er að hindra hættulegar loftslagsbreytingar, lausnir skýrðar, auk þess sem tæknilegar atriði eru kynnt, t.d. viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Sjá hér. meira

17. nóvember 2008

Iðnríkin standast ekki skuldbindingar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda

A new report released by the United Nations shows that climate-damaging CO2 emissions in the industrialized world have rebounded in the 21st century after dropping in the 1990s.
Sjá frétt Der Spiegel.

meira

14. nóvember 2008

Skammlífir stofnar þola loftslagsbreytingar betur

Allt virðist benda til að loftlagsbreytingar vegna losunar gróðurhúsalofttegunda komi til með að hafa veruleg áhrif á fæðukeðjuna í dýraríkinu.
Sjá frétt Viðskiptablaðsins.

meira

05. nóvember 2008

Barack Obama setur orku- og umhverfismál í forgang

Í sigurræðu sinni í nótt vísaði Barack Obama til þeirra ógna sem steðja að lífríki jarðar og lofaði að setja þau málefni á oddinn.
"Even as we celebrate tonight, we know the challenges that tomorrow will bring are the greatest of our lifetime -- two wars, a planet in peril, the worst financial crisis in a century," sagði Obama. meira

30. október 2008

Fundur um viðskipti með losunarheimildir

Umhverfisráðuneytið heldur fund, þann 3. nóvember, um innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um viðskiptakerfi með losunarheimildir.
Sjá dagskrá hér.
meira

28. október 2008

Þykkt norðurskautsíssins dregst saman

Samkvæmt gervihnattamælingum minnkaði þykkt norðurskautsíssins s.l. vetur um allt að 49 sentimetra á sumum svæðum. Rannsóknir breskra vísindamanna sýnir að þykkt íssinns var jafnvægi næstu fimm árin þar á undan.
Sjá frétt BBC.

meira

20. október 2008

Yfir milljarður manna býr við vatnsskort

Vatn er forsenda lífs, forsenda landbúnaðar, orkuframleiðslu, heilsu, hreinlætis og nútímalegs þjóðfélags. Vatn er líka grunnforsenda allrar þeirrar þjónustu sem vistkerfi jarðar veitir. Sú staðreynd að yfir milljarður mannfólks býr við vatnsskort er ógnun við friðsamlega og sjálfbæra þróun.
Sjá frétt CNN. meira

17. október 2008

Er hlýnun jarðar guðfræðilegt vandamál?

Fræðslumorgnar eru haldnir í suðursal Hallgrímskirkju á sunnudagsmorgnum kl. 10. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, lektor í guðfræðilegri siðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands, ræðir nk. sunnudag, 19. október, um vistguðfræði og umhverfissiðfræði. Þetta er brýnt mál í samtímanum, ekki síst þegar að kreppir í efnahags- og atvinnulífi landsmanna. Þátttaka er öllum opin og gjaldfrjáls. meira

13. október 2008

McCain, Obama og umhverfismálin

Loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál hafa nú horfið í skugga efnahagsmála í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Ekki er mikill munur á afstöðu frambjóðendanna, McCain og Obama, til loftslagsbreytinga en varaforsetaefni hins fyrr nefnda talar út og suður í þeim málum.
Sjá umfjöllun CNN. meira

10. október 2008

Bankakreppan smámunir í samanburði við tap náttúrulegra gæða

Hagkerfi heimsins tapar hærri fjárupphæðum af völdum eyðingar regnskóga en þeirrar bankakreppu sem nú ríður yfir heiminn. Þetta segir í skýrslu sem Evrópusambandið lét gera. Árlegur kostnaður vegna skógareyðingar er metinn á bilinu 2 - 5 trilljónir bandaríkjadala.
Sjá frétt BBC. meira

04. október 2008

Að gefa þúsaldarmarkmiðin á báttin þýðir raunverulga kreppu

Sameinuðu þjóðirnar meta nú Þúsaldarmarkmiðin - þar sem takast á neysla iðnríkja og þróun hagkerfa þróunarríkja; hvort takist að forða þar kreppu og skorti. Felix Dodds and Michael Strauss færa rök fyrir því í grein á vefsíðuðu BBC að gangi Þúsaldarmarkmiðiðin vegna ekki eftir vegna efnahagskreppu Vesturlanda dýpki kreppan enn frekar. meira


28. september 2008

Pallborðsumræður um umhverfismál og kvikmyndir í Ráðhúsi Reykjavíkur

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík - Nýr heimur þar sem sérstök áhersla er á umhverfismál. Hér er hægt er að kynna sér myndirnar og dagskrá hátíðarinnar

meira

21. september 2008

Vestfirsk fuglabjörg tæmast

Þorleifur Eiríksson forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða óttast að fuglabjörgin, eitt helsta einkenni Vestfjarða, kunni að tæmast í náinni framtíð. Hann segir þetta eðlilega afleiðingu hlýnandi veðurfars en sú þróun hafi ekki farið framhjá Vestfirðingum frekar en öðrum landsmönnum í sumar. Það sprettur gróður sem aldrei fyrr en þetta séu kannski fyrstu skrefin í stærri breytingum.
Viðtal við Þorleif í hádegisfréttum RÚV, sunnudag.


meira

19. september 2008

Viðskiptakerfi ESB - viðtal við umhverfisráðherra

Evrópusambandið vill nýta sér markaðstækin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland mun falla undir tilskipun ESB þar að lútandi.
Spegill RÚV sendi út í gær var viðtal við Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Þar kemur meðal annars fram að álframleiðleiðsla fer inn í kerfið árið 2012 - 2013.
Hlusta á viðtalið hér.
meira

17. september 2008

Norsk stjórnvöld styrkja verndun regnskóga Amazon um einn milljarð dollara

Noregur styrkir verndun Amazon um milljarð dollara fram til ársins 2015. Styrkurinn er háður því skilyrði með að brasilísk yfirvöld sýni fram á árangur. Eyðing regnskóga veldur um 20% af árlegri losun koltvísýrings (CO2).
Sjá frétt norska umhverfisráðuneytisins.


meira

Síða 7 af 13Fyrst   Fyrra   2  3  4  5  6  [7]  8  9  10  11  Næsta   Síðast