Navigate / Profile / Search

Profile

Loftslagsbreytingar


18. apríl 2009

Stefnubreyting Bandaríkjanna í loftslagsmálum

Sú ákvörðun umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) fyrir helgi að skilgreina gróðurhúsalofttegundir sem ógn við heilsu manna er talið fyrsta skrefið í átt að frekari reglugerðum um bíla, orkuver og verksmiðjur sem losa slíkar lofttegundir í andrúmsloftið.
Nær ákvörðunin til koldíoxíðs og fimm annarra gróðurhúsalofttegunda sem falla undir ákvæði Kyoto-bókunarinnar.
Sjá frétt mbl.is

meira

07. apríl 2009

Sögufölsun Sivjar

Umhverfisráðherrann fyrrverandi skautar yfir mikilvægasta atriði Bali-vegvísins. Nefnilega, að á fundinum í Bali lýstu iðnríkin (Ísland þar á meðal) yfir vilja sínum til að ná samkomulagi í Kaupmannahöfn sem felur í sér samdrátt í útstreymi iðnríkjanna um 25 – 40% fyrir árið 2020.
Sjá grein hér. meira

02. apríl 2009

Ungliðar Hjálparstarfs kirkjunnar vara við þingsályktunartillögu

Náttúruverndarsamtök Íslands vilja vekja athygli á yfirlýsingu Breytenda - ungliðahreyfingar Hjálparstarfs kirkjunnar um - Varðandi þingsályktunartillögu um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum.
meira

29. mars 2009

Samningamenn Obama kom til samningaviðræðna um aðgerðir í loftslagsmálum

Á morgun hefst í Bonn fyrsta samningalotan um aðgerðir til að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar eftir eftir embættistöku Baracks Obama. Búist er við mikilli stefnubreytingu í átt til harðari aðgerða. Stefnt er að nýjum samningi á fundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember.
Sjá frétt mbl.is. meira

28. mars 2009

Póstsending frá Alcoa

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, hugleiðir í grein á Smugunni póstsendingu frá Alcoa um loftslags-stefnu fyrirtækisins. Einkum þá að fá að auka losun gróðurhúsalofttegunda í nafni meintrar sérstöðu Íslands. meira

27. mars 2009

Stund Jarðar - Vonast til að 1 milljarður manna í yfir 1000 borgum taki þátt

Um milljarður jarðarbúa, sem búa í stærstu borgum heims, eru hvattir til að slökkva ljósin heima hjá sér í klukkustund nk. laugardag, eða kl. 20:30 að staðartíma. Þetta tengist „Earth Hour“, eða Stund Jarðar, þar sem íbúar heims eru hvattir til aðgerða gegn loftlagsbreytingum.
Sjá vef skipuleggjenda.
Sjá myndband WWF.
Sjá hér ávarp aðalritara Sameinuðuþjóðanna, Ban Ki-Moon.
Um Stund Jarðar - IUCN meira

25. mars 2009

Um þingsályktunartillögu um undanþágu frá útstreymisheimildum

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent umhverfisnefnd Alþingis umsögn um þingsályktuartillögu um frekari undanþágur fyrir Ísland frá alþjóðlegum samningum um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda.
Sjá umsögn Náttúruverndarsamtaka Íslands. meira

20. mars 2009

Loftslagsbreytingar helsta ógn við afkomu ísbjarna

Fimm ríki sem fyrir nær fjórum áratugum síðan voru stofnaðilar að alþjóðlegum samningi til verndar hvítabjörnum fyrir gáfu út sameiginlega yfirlýsingu s.l. fimmtudag þess efnis að loftslagsbreytingar væru mesta ógnin við ísbirni.
Sjá frétt New York Times. meira

16. mars 2009

Vanhæfir í öryggismálum

Ný Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland, Hnattrænir, samfélagslegir og hernaðarlegir þættir, sem gefin var út af utanríkisráðuneytinu fyrr í vikunni og unnin var af óháðri nefnd fræðimanna undir formennsku Vals Ingimundarsonar, sagnfræðings, gefur til kynna að Sjálfstæðismenn séu annað hvort vanhæfir eða vanbúnir til umræðu um öryggismál Íslands.
Sjá grein á Smugunni.
Og grein um rökþrota Illuga. meira

03. mars 2009

Þörf á 95% samdrætti fyrir 2050!

Stavros Dimas, umhverfisstjóri Evrópusambandsins, kvað allskýrt að orði sl. föstudag á loftslagsráðstefnu í Búdapest. Hann sagði m.a. að loftslagsfundurinn í Kaupmannahöfn í desember 2009 væri síðasta tækifæri ríkja heims til að stöðva loftslagsbreytingar, áður en þær verða komnar á það stig að ekki verði aftur snúið. Það væri því ekki aðeins mögulegt, heldur algjörlega bráðnauðsynlegt að ná víðtækri samstöðu á fundinum í Kaupmannahöfn.
Sjá pistil Stefáns Gíslasonar hér. meira

19. febrúar 2009

Auglýsingar

Nú eru færri en 300 dagar þar til loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn og undirrituð samtök, þ.m.t. Náttúruverndarsamtök Íslands, skora á leiðtogana að ekki missa sjónar af þeirri ógn sem stafar af loftslagsbreytingum.
An open letter to EU Heads of State and Government about the climate crisis. meira

23. janúar 2009

Loftslagsbreytingar valda trjádauða í Bandaríkjunum

Ný rannsókn bendir til að loftslagsbreytingar valdi trjádauða í vesturríkjum Bandaríkjanna.
Sjá frétt BBC.
meira

21. janúar 2009

Norrænir forsætisráðherra um Obama

Forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, sendi forseta Bandaríkjanna heillaóskaskeyti í gær. meira


17. desember 2008

Öfgakennt veðurfar 2008

"Bráðnun íss á norðurskauti Jarðar var sú næst mesta sem mælst hefur frá því gervihnattamælingar hófust árið 1979. Öfgar í veðurfari, flóð sem ullu miklu tjóni, langvarandi þurkar, snjóstormar, hitabylgjur og frosthörkur mældust víða um heim."
Þannig lýsir Alþjóðaveðurfræðistofnunin WMO veðurfarinu á árinu sem nú er að líða. meira

12. desember 2008

Skorað á Evrópuþingið að hafna samkomulagi leiðtoga ESB

Umhverfisverndarsamtök á loftslagsþinginu í Poznan hafa harðlega gagnrýnt samkomulag Evrópuleiðtoga í Brussel og skorað á Evrópuþingið að hafna því. Sjá fréttatilkynningu.
meira

11. desember 2008

Fjármálakreppan má ekki koma í veg fyrir aðgerðir gegn loftslagskreppunni.

,,Næsta kynslóð fylgist með okkur. Okkur má ekki mistakast," segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ.
Sjá frétt visir.is>
Sjá ræðu Ban-ki Moon hér á pdf-skjali.
meira


09. desember 2008

Málaferli é hendur olíufyrirtækjum vegna loftslagsbreytinga möguleg?

Fólk sem verður fyrir skakkaföllum vegna fárviðris, storma, hitabylgna og flóða getur áður en langt um líður stefnt olíufyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum sem valda loftslagsbreytingum með loftmengun.
Sjá frétt RÚV. meira

08. desember 2008

Skíðakappar mótmæla loftslagsbreytingum

Snjór fyrir skíðamennsku mun hverfa og nokkrir frægir skíðamenn skora á ríkisstjórnir sem nú semja um framtíð loftslags Jarðar að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Sjá fréttatilkynningu WWF.
Sjá lista yfir skíðamenn sem skrifað hafa undir. meira

Síða 6 af 13Fyrst   Fyrra   1  2  3  4  5  [6]  7  8  9  10  Næsta   Síðast