Navigate / Profile / Search

Profile

Loftslagsbreytingar


16. desember 2009

Hvers vegna eru allir efasemdarmenn karlar?

Richard Black, fréttamaður BBC á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, veltir því fyrir sér í pistlil í dag hvers vegna nær allir efsamdarmenn um loftslagsbreytingar (afneitarar) eru karlar.
Sjá hugleiðingar hans hér. meira

14. desember 2009

Ísland niður um 2 sæti

Í árlegri skýrslu þýsku umhverfissamtakana GermanWatch - kynnt í Kaupmannahöfn í dag - um frammistöðu ríkja í loftslagsmálum lenti Ísland í 15. sæti. Í fyrra var Ísland í 13. sæti. S meira

07. desember 2009

Sameiginleg forustugrein 56 blaða í 20 löndum


Í daga tala 56 dablöð í 45 löndum einum rómi til að vekja athygli á þeirri ógn sem steðjar a mannkyni vegna loftslagsbreytinga.
Sjá tcktcktck.org.
meira

02. desember 2009

Loftslagsþingið í Kaupmannahöfn

Í næstu viku hefst 15. loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Hið fyrsta var haldið árið 1995 en Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var samþykktur í Ríó árið 1992. meira

12. nóvember 2009

Ungliðahreyfing Hjálparstarfs kirkjunnar lætur til sín taka í loftslagsmálum

Fulltrúar Breytenda, ungliðahreyfingar Hjálparstarfs kirkjunnar, afhentu Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, undirskriftir sem hreyfingin safnaði undir yfirskriftinni hlýnun jarðar er mannréttindamál. Undirskriftunum hafði verið safnað á íspinnaprik við ýmsa gjörninga og atburði í sumar og haust og úr þeim var byggður hvirfilbylur sem er táknrænn fyrir þann vanda sem steðjar að jörðinni, verði ekkert að gert.
meira

09. október 2009

Athugasemd við ummæli Vigdísar Hauksdóttur

Frá og með 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Þingmenn ættu að kynna sér málavöxtu áður en þeir hlaupa í fjölmiðla með staðlausa stafi líkt og Vigdís Hauksdóttir gerði fyrr í dag.
meira

20. september 2009

Monday's Global Wake Up Call is going to be huge

There is a huge, growing movement for action on climate change. Want proof? TckTckTck and our partners now have over two thousand events around the world organized by passionate climate activists from over one hundred twenty countries for the Global Wake Up Call.
Sjá hér.
Loftslagsvikan í ew York.
Sjá einnig frétt Natturan.is. meira

20. september 2009

Monday's Global Wake Up Call is going to be huge

There is a huge, growing movement for action on climate change. Want proof? TckTckTck and our partners now have over two thousand events around the world organized by passionate climate activists from over one hundred twenty countries for the Global Wake Up Call.
Sjá hér.
Loftslagsvikan í New York.
Sjá einnig frétt Natturan.is. meira


07. september 2009

Japan lofar fjórðungs samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda

Nýkjörinn forsætisráðherra Japans, Yukio Hatoyama, lofar að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020 miðað við 1990. Hann tekur við embætti þann 16. september. meira

29. ágúst 2009

100 dagar til Kaupmannahafnar

Nú eru 100 dagar þar til Kaupmannahafnarráðstefnan hefst. Klukkan tifar en samningar um að bjarga loftslagskerfi Jarðar ganga hægt. Í gær minntu fjöldi samtaka víða um heim á að tíminn er naumur. meira

09. júlí 2009

Ban ki-Moon gagnrýnir leiðtoga G8 harðlega

Framkvæmdastjóri Sameinðu þjóðanna gagnrýnir leiðtoga G8 ríkjanna harðlega fyrir að setja sér ekki markmið um verulegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda til að forðast loftslagsbreytingar.
Sjá frétt BBC meira

29. júní 2009

Ísland verði þátttakandi í loftslagskerfi ESB

Umhverfisráðuneytið greinir frá því í dag, að Svandís Svavarsdóttir átti sérstakan fund með Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar, þar sem rætt var um fyrirliggjandi beiðni ríkisstjórnar Íslands um formlegar viðræður við ESB um að Ísland verði þátttakandi í heildarfyrirkomulagi ESB um losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland er þegar aðili að viðskiptakerfi ESB (ETS) og frá og með 1. janúar 2013 mun nærri helmingur losunar Íslands falla undir það (t.d. alþjóðaflug og stóriðja). meira

16. júní 2009

Ekkert kjöt á mánudögum hjálpar loftslaginu

Að draga úr útstreymi gróðurhúsa-lofttegunda snýst ekki einungis um kolaorkuver heldur einnig um matarvenjur. Paul McCartney hefur hafið baráttu fyrir að fólk borði neyti ekki kjöts á mánudögum.
Sjá frétt. meira

13. júní 2009

Um niðurstöður samningafundar í Bonn og markmið Íslands

Enn er langt í land því þau losunarmörk sem iðnríkin kynntu á Bonn-fundinum duga hvergi nærri til að takmarka hlýnun Jarðar við 2 gráður á Celsíus að meðaltali, sem talin eru marka efri þolmörk lífríkisins. meira

03. júní 2009

Skýr skilaboð - Ísland ætlar að draga úr losun til 2020

,,Í Kýótó var erindi Íslands einkum að biðja um undanþágur frá reglum bókunarinnar. Í Kaupmannahöfn mun Ísland ganga til liðs við þau ríki sem ætla sér að vera í framvarðasveit í baráttunni gegn loftslagsbreytingum".
Sjá grein Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra. meira

19. maí 2009

Obama setur strangar takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda frá farartækjum

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, mun innan skamms kynna strangar takmarkannir á losun gróðurhúsalofttegunda frá farartækjum sem í fyrsta skipti munu gilda fyrir öll fylki Bandaríkjanna.
Sjá frett BBC. meira

13. maí 2009

Loftslagsbreytingar örari en áður var talið


Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum eru enn hraðari en talið hefur verið til þessa. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu sem haldin var í tengslum við ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Tromsö í Noregi fyrir skömmu.
Sjá frétt umhverfisráðuneytisins. meira

12. maí 2009

Myndband um neyslu Bandaríkjamanna og afleiðingar hennar fyrir umhverfið

Myndband um neyslu Bandaríkjamanna og afleiðingar hennar fyrir umhverfið hefur slegið í gegn skólastofum vestan hafs og vakið fjörugar umræður.
Sjá frétt RÚV
Sjá myndbandið hér. meira

06. maí 2009

Verðlaun minningarsjóðs Önnu Lindh veitt forseta Maldíveyja

Í ár voru verðlaun Minningarsjóðs Önnu Lindh, f.v. utanríkisráðherra Svíþjóðar, veitt Mohamed Nasheed, forseta Maldíveyja fyrir framlag hans til að tengja mannréttindabaráttu og loftslagsbreytingar. Verðlaunin voru einnig fyrir hlutverk forsetans í lýðræðisvæðingu eyjanna. Sjá frétt Minningarsjóðs Önnu Lindh.
meira

Síða 5 af 13Fyrst   Fyrra   1  2  3  4  [5]  6  7  8  9  10  Næsta   Síðast