Navigate / Profile / Search

Profile

Lífríki sjávar


24. maí 2007

Skýrsla um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands á erlendum mörkuðum

Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur, kynnti í morgun skýrslu um áhrif hvalveiða á viðskiptahagsmuni íslenskra fyrirtækja og ímynd landsins á erlendum mörkuðum. Skýrslan er gerð fyrir Náttúruerndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare.
Sjá skýrslu Þorsteins hér. meira

18. maí 2007

Bréf Náttúruverndarsamtaka Íslands til Sea Shepherd

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Paul Watson, forsvarsmanni Sea Shepherd-samtakanna bréf og skorað á hann að senda ekki skip samtakanna til Íslands enda séu slíkar aðgerðir ekki liklegar til árangurs.
Sjá bréf Náttúruverndarsamtaka Íslands hér. meira

23. apríl 2007

Orri Vigfússon hlýtur ein virtustu umhverfiverðlaun heims

Orri Vigfússon hlýtur Goldman verðlaunin í ár ásamt 5 öðrum verðlaunahöfum frá Norður-Ameriku, Afríku, Asíu, Suður- og Mið-Ameríku, Evrópu og Eyjum og eyjaþjóðum. Orri er fulltrúi hinna síðast nefndu.
Sjá frétt Morgunblaðsins.
Sjá frétt Goldman-sjóðsins. meira

15. apríl 2007

Reuters fjallar um hvalveiðar Íslendinga

Á fréttavef Reuters fréttastofunnar birtist í dag grein um hvalveiðar Íslendinga. Blaðamaðurinn Sarah Edmonds tók viðtöl við Geir Haarde forsætisráðherra og Kristján Loftsson forstjóra Hvals hf. Geir segir að leyfið sem veitt var til að veiða 40 hrefnur í fyrra hafi verið tilraun. Hann segir í viðtalinu að ríkisstjórnin sé ekki búin að ákveða hvort áframhald verði á hvalveiðunum, það ráðist af því hvort hægt verði að selja það sem veiddist í fyrra.
Sjá frétt Morgunblaðsins.
Sjá frétt Reuters. meira

30. mars 2007

Kostnaður vegna hvalveiðistefnu Íslands 1990 - 2006

Þorsteinn Siglaugsson, rekstrarhagfræðingur hefur unnið skýrslu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og International Fundm for Animal Welfare (IFAW) um kostnað ríkisins vegna hvalveiðistefnu stjórnvalda á tímabilinu 1990 - 2006. Heildarupphæðin er 748,8 milljónir.
Sjá skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hér
Sjá hér samantekt á íslensku. meira

06. janúar 2007

Náttúruverndarsamtaka Íslands skora á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafró

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í Reykjavík 29. maí 2007, skorar á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar og draga úr sókn í þorskstofninn með því að lækka aflareglu fyrir þorskstofninn úr 25% af veiðistofni í 16-18% af veiðistofninum árlega líkt og vísindamenn hafa lagt til. meira

16. desember 2006

Hvalir efst í huga útlendinga

Hvalaskoðun er erlendum ferðamönnum efst í huga og Mývatn eftirminnilegast, skv. könnun sem gerð var á meðal útlendinga sem ferðuðust um Norðurland sl. sumar.
Sjá frétt Morgunblaðsins. meira

04. desember 2006

Afstaða Íslands til botnvörpuveiða á alþjóðlegu hafsvæði

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa vakið athygli umhverfisráðherra á að afstaða Íslands til alþjóðlegra aðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna til að draga úr rányrkju á alþjóðlegu hafsvæði skaða ímynd Íslands. Sjá bréf sent umhverfisráðherra. meira


31. október 2006

Hvalveiðar og sjálfsákvörðunarréttur sjávarútvegsráðherra

Fullyrðing sjávarútvegsráðherra stenst ekki. Hvalveiðar ganga gegn alþjóðlegum samþykktum sem Ísland hefur undirgengist samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Einkum 65. grein Hafréttarsáttmálans. meira

29. október 2006

„MIKIL MISTÖK“

Sjá hér forustugrein Morgunblaðsins í dag, 29. október, þar sem meðal annars segir: ,,Hvalveiðarnar leiða ekki til neinsannars en tjóns fyrir okkar þjóðfélag. Þær eru tímaskekkja. Þær skipta engu máli fyrir þjóðarbúskapinn."
meira

23. október 2006

Æti hvala og veiðar á langreyð

Skýringar Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, á þeirri ákvörðun sinni að leyfa Kristjáni Loftssyn að hefja veiðar á langreyðum til útflutnings virka langsóttar þegar rýnt er í þau vísindagögn sem íslenskir vísindamenn hafa kynnt. meira

18. október 2006

Umfjöllun fjölmiðla um hvalveiðar

Alþjóðlegir fjölmiðlar fjalla töluvert um þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa á ný hvalveiðar í atvinnuskyni (commercial whaling). Sjá að neðan grein ritstjóra umhverfissíðu The Independent, Mbl.is, BBC og Skessuhorn sem bendir á að engin vinnsla muni fara fram í hvalstöðinni í Hvalfirði þar eð stöðin stenst ekki nútíma heilbrigðiskröfur.
meira

12. september 2006

82% fólks á aldrinum 16 – 24 árs borða aldrei hvalkjöt

Einungis 1,1% Íslendinga neyta hvalkjöts einu sinni í viku eða oftar en 82,4% fólks á aldrinum 16-24 ára leggur sér ekki hvalkjöt til munns. Þetta eru niðurstöður úr árlegri neyslukönnun Gallup sem gerð var í júní og júlí s.l. meira


20. október 2005

Alþjóðahafrannsóknarráðið um úthafsveiðar

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) segir brýnt að leita úrbóta á stjórnun fiskveiða á úthafinu á Norður Atlantshafi. Í skýrslu sem gefin verður út á morgun mun ICES leggja til að ekki verði leyfðar neinar nýjar veiðar á djúpsævi nema sannað sé að slíkar veiðar séu sjálfbærar. Ennfremur að dregið verði umtalsvert úr þeim veiðum sem nú eiga sér stað á úthafinu.
Sjá fréttatilkynningu á vefsíðu ICES.
meira

10. júní 2005

Umræða um bann við togveiðum

Þessa vikuna fer fram í New York óformlegur samráðsfundur Sameinuðu þjóðanna um málefni hafsins. Fulltrúi Náttúruverndarsamtaka Íslands situr fundinn en samtökin eiga aðild Deep Sea Conservation Coalition og styðja markmið þeirra um tímabundið bann við togveiðum á alþjóðlegu hafsvæði utan efnahagslögsögu strandríkja. meira


27. ágúst 2003

Varasamar vísindaveiðar

Náttúruverndarsamtök Íslands vara eindregið við svokölluðum vísindaveiðum á hrefnu sem skaða ímynd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.
meira

Síða 4 af 4Fyrst   Fyrra   1  2  3  [4]  Næsta   Síðast