Navigate / Profile / Search

Profile

Lífríki sjávar


20. júní 2012

Um niðurstöður Ríó +20

Á þessu stigi er erfitt að meta þann árangur sem náðst hefur með samþykkt texta lokayfirlýsingar Ríó +20. Nú skiptir mestu máli hvernig niðurstaðan verðu túlkuð þegar þjóðarleiðtogar og ráðherrar tjá sig um niðurstöðuna, hvaða ríki hafa metnað og að fram komi að þau ríki sem blokkeruðu góðar tillögur voru iðulega örfá og undir forustu Bandaríkjanna. meira

14. júní 2012

Framtíðin sem við kjósum

eldu einhver af þeim 100 markmiðum fyrir sjálfbæra þróun sem þú telur mikilvægast að þjóðarleiðtogar leggi áherslu á í lokayfirlýsingu Ríó +20 í lok næstu viku. meira

09. júní 2012

Oceansinc.org

Oceansinc.org er komin á vefinn. Sjá ýmsan fróðleik um verndun sjávar og Ríó +20. Sjá t.d. viðtal við Dr. Callum Roberts. meira

19. september 2011

Hvalir við Ísland: vistfræði og veiðar

Vert er að vekja athygli á fyrirlestri Hilmars J. Malmquist: Staða hvala í sjávarlífríkinu við Ísland og lífræðilegar bábiljur um nauðsyn hvalveiðar. Sjá fyrirlestur Hilmars hér. meira

15. september 2011

Ríó +20 – verndun hafsins

Verndun sjávarkóralla, fiskstofna, hvala, sæljóna, og úthafanna sem þekja rúman helming af yfirborði jarðar eru mál sem hreyfa við fólki. Rányrkja, eyðing kóralla, og súrnun sjávar í kjölfar hnattrænnar hlýnunar eru ógnir sem dyljast fáum sem eftir þeim horfa.
Sjá grein. meira

13. september 2011

Enn fundað um hvalveiðar í Washington

Á 9. áratug síðustu aldar var sjávarútvegsráðherra tíður gestur í höfuðborg Bandaríkjanna til að útskýra áætlun Íslands um vísindaveiðar á hvölum. Jafnan við 5. mann. Í þessu máli þótti sjávarútvegsráðherrann standa óvenjulega vel í lappirnar en þó var „árangur” fundanna jafnan sá að fækka skyldi veiddum hvölum í þágu vísindarannsókna. Sjá Smugan. meira

02. febrúar 2011

Fundur um mengun hafsins, súrnun og verndarsvæði

mhverfisráðuneytið boðar til opins kynningarfundar um helstu niðurstöður nýrrar skýrslu OSPAR um ástand Norð-Austur Atlantshafsins. Fundurinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu, föstudaginn 4. febrúar kl. 12:00-13:00. meira

08. desember 2010

Um hversu mikið hvalkjöt hefur selst til Japan

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tekið saman skjal um útflutning á hvalkjöti (langreyð) til Japans og því hversu mikið hefur verið flutt inn (tollafgreitt). Sjá samantekt hér. Innflutningur eftir mánuðum 2010 meira

26. október 2010

Icelandic Group sækir um MSC-vottun

Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur bendir á að Til skamms tíma hefur MSC nánast verið bannorð á Íslandi. Íslendingar, með LÍÚ og Fiskifélagið í broddi fylkingar, hafa viljað þróa sitt eigið merki, þar sem samtök seljenda setja leikreglurnar í stað þess að eftirláta það hlutlausum aðilum.
Sjá blogg Stefáns Gíslasonar. meira

10. apríl 2010

Arnþór Garðarsson: Athugasemdir við skýrslu Hagfræðistofnunar

Arnþór Garðarsson, prófessor við Líffræðistofnun Háskóla Íslands, hefur í grein á visir.is gert athugasemdir við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagslega hagkvæmni. meira

16. nóvember 2009

Sprengja stíflur til að bjarga laxastofni

Tillögum Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF) um framtíðarnýtingu eins víðáttumesta votlendis Evrópu verður fylgt í þaula af frönskum stjórnvöldum. Þau hafa ákveðið að tvær stíflur á vatnasvæðinu, sem eru nálægt Mont-Saint-Michel, frægum ferðamannastað í Normandy, verði fjarlægðar.
Sjá frétt visir.is meira

03. september 2009

Um markað fyrir hvalkjöt í Japan - Fiskifréttir 3. september

Í ár hafa skip Kristjáns þegar veitt um 90 langreyðar eða um 13 sinnum meira magn en árið 2006. Það er sem nemur sjö sinnum árlegri neyslu á langreyðarkjöti í Japan. Og enn á Kristján eftir að fylla kvótann upp á 150 dýr. meira

25. júní 2009

Ályktanir 61. fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Madeira 22. - 26. júní

Frá og með 60. ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Santiago de Chile í fyrra hafa engar ályktanir verið samþykktar nema samhljóða. Formaður ráðsins, Dr. William Hogarth vill með þessu forðast atkvæðagreiðslur um ályktanir sem oftar en ekki fordæma annan hvorn deiluaðilann, þau ríki sem eru andvíg hvalveiðum og/eða þau ríki sem styðja hvalveiðar.
meira

24. júní 2009

Um pólitíkina í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Þessa dagana fer fram á Madeira 61. fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins. Fulltrúi Íslands, Tómas H. Heiðar, segir við Morgunblaðið í dag að Ísland muni vinna að sáttum innan ráðsins. Richard Black bloggar um pólitíkina innan ráðsins á vef BBC. meira

23. júní 2009

Hvalaskoðun veltir milljörðum

Áætlað er í skýrslu, sem birt var í tengslum við ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins, að árlegar tekjur af hvalaskoðun nemi um 2,1 milljarði dala um allan heim, jafnvirði 270 milljarða króna.
Sjá frétt mbl.is.
Sjá frétt BBC um hvalaskoðun. meira

21. júní 2009

Fleiri hvalir veiddir í Norður Atlantshafi en af Japönum

Europeans are killing whales in increasing numbers as Norway, Denmark and Iceland propose to hunt 1,478 whales compared to Japan's 1,280 in 2009
Sjá frétt The Guardian um hvalveiðar.
Sjá einnig skýrlu Þorsteins Siglaugssonar frá 2007:
Iceland’s Cost of Whaling and Whaling-Related
projects 1990-2006.
meira

04. apríl 2009

Bréf til Steingríms J. Sigfússonar

Samþykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins skuldbinda Ísland til að vísa tillögum síum aflamark til nefndarinnar áður en ákvörðun er tekin. Fyrirvari Íslands við hvalveiðibann losar ekki íslensk stjórnvöld undan þeirri skuldbindingu. Því ber sjávarútvegsráðherra að bíða með veitingu leyfi til hvalveiða þar til niðurstöður Vísindanefndarinnar verða kynntar þann 22. júní. Sjá bréf til sjávarútvegsráðherra, Steingríms J. Sigfússonaar. meira

01. apríl 2009

Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafna tillögu Hafrannsóknarstofnunar um hvalaskoðunarsvæði

Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafna alfarið þeim tillögum sem hvalveiðimenn og starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar setja fram um “afmörkun svæða til hvalaskoðunar”. Tillagan ber þess ríkulega merki að Hafró hefur frá upphafi verið málpípa hvalveiðimanna og hvalveiðistefnu stjórnvalda hverju sinni. meira

19. mars 2009

Trúverðugleiki umhverfismerkis fyrir sjávarútveg rýr

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir trúverðugleika hins nýja umhverfisvottunarmerkis fyrir íslenskar sjávarafurðir vera rýran.
„Afleiðing þess að Einar K. Guðfinnsson jók kvótann fyrir þorskveiðar um 30 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári og önnur 30 þúsund næsta er sú að aflamarksreglan, sem hefur verið við lýði hér á landi, er horfin. Nú veit engin lengur hver hún er. Vissulega hafði þeirri reglu verið breytt nokkrum sinnum að kröfu LÍÚ en með endurskilgreiningum. Einar hafði ekki fyrir því að bera neinu slíku við heldur var kvótinn bara aukinn. Þar með er trúverðugleiki íslenskrar fiskveiðistefnu, sem hið íslenska merki á að byggja á, orðinn ansi rýr,“ segir Árni.
Sjá frétt mbl.is. meira

18. mars 2009

Blórabögglar LÍÚ - Sjá grein eftir Hilmar J. Malmquist

TRAUÐLEGA verður annað sagt um málflutning Landssambands íslenskra útvegsmanna um hvalveiðar að undanförnu en að þar sé á ferð áróður þar sem rangt er...
Át hvala á fiski og annarri fæðu getur haft í för með sér að fiskafli aukist. Þetta er vegna flókins samspils lífvera í hafinu. Samspilið er m.a. á þá lund að át hrefnu á fiskum, þ.m.t. á þorski, getur haft í för með sér að þorskafli aukist. meira

Síða 2 af 4Fyrst   Fyrra   1  [2]  3  4  Næsta   Síðast