Navigate / Profile / Search

Profile

Arni Finnsson
18. október 2016
Náttúruvernd

Opinn fundur um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum

Flokkarnir verða spurðir um stefnu þeirra varðandi þrjú meginmál

  1. stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands;
  2. hvernig ber Íslandi að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu, og
  3. hvernig vilja flokkarnir tryggja verndun hafsins, gegn mengun, súrnun þess og hækkandi sjávarhita.

Fundurinn fer fram í Norræna húsinu 18. október og hefst kl. 20. 

Fram koma í pallborði fulltrúar þeirra sjö flokka sem vænta má að fái þingmenn kjörna í kosningunum 29. október. Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Píratar, Vinstri græn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn

Þessu tengt. Nýverið gerði Gallup skoðanakönnun fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. Spurt var:

  1. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af súrnun hafsins?
  2. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af plastmengun í hafinu?
  3. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af hækkun á hitastigi hafsins?

Svör aðspurðra voru nokkuð afgerandi. Um það bil 2/3 aðspurðra hafa miklar áhyggjur af súrnun hafsins og hækkun á hitastigi þess og 80,3% hafa miklar áhyggjur af plastmengun. Það má telja þorra þjóðarinnar. Spurningin er þá, hvað vilja ríkisstjórnarflokkarnir gera?