Navigate / Profile / Search

Profile

Arni Finnsson
23. febrúar 2016
Náttúruvernd

Því miður virðist sem drög að breytingum á starfsreglum fyrir verkefnisstjórn rammaáætlunar helgist af kröfum Landsvirkjunar um að Kjalölduveita (les: Norðlingaölduveita) verði metin á ný af rammaáætlun og þeirri kröfu Landsvirkjunar að sjálfstæði verkefnisstjórnar til faglegs mats verði sett undir Orkustofnun.

Verkefnisstjórn 3. áfanga Rammaáætlunar hafnaði því í haust leið að fjalla um Kjalölduveitu þar eð um væri að ræða Norðlingaölduveitu með nýju nafni en sá virkjnunarkostur ásamt landsvæðinu vestan Þjórsár er í verndarflokki samkvæmt 2. áfanga rammaáætlunar og sbr. þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi 14. janúar 2013 með 36 atkvæðum gegn 21.

Það er sorglegt að stór hagsmunaaðili geti gengið svo langt sem Landsvirkjn hefur gert í þessu máli. Vinnubrögðin eru ekki í anda góðrar stjórnsýslu og þvert gegn þeim fyrirheitum sem Landsvirkjun gaf þegar hún undirritaði siðareglur UN Global Compact.

Sjá athugasemdir Náttúruverndarsamtaka Íslands hér.