Navigate / Profile / Search

Profile

Í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands á tímabilinu 23. september til 5. október kemur fram að meirihluti aðspurða, eða um 55%, hafa miklar áhyggjur af súrnun sjávar af völdum losun koltvísýrings vegna bruna á kolum, olíu og bensíni.

Þetta er í samræmi við aðra spurningu könnunarinnar, en þar sögðust 67,4% aðspurða telja mikla þörf á að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða til að draga úr losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegunda.

Í dag hefst leiðtogafundar Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í París. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd.

Í gær gengu hundruðir Loftslagsgönguna í Reykjavík. Kröfur göngunnar voru:

  1. Að Ísland dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum um 40% miðað við losun árið 1990.
  2. Að Ísland stefni á kolefnishlutleysi árið 2050.
  3. Og að tafarlaust verði hætt við áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

Í ljósi skoðunarkönnunar Gallup má ætla að þessar kröfur njóti stuðnings meðal almennings.

Frekari upplýsingar veita: 

Hildur Knútsdóttir s. 695-8957
Árni Finnsson s. 897-2437