Navigate / Profile / Search

Profile

Í ræðu sinni í dag á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun á tímabilinu 2015 - 2030 lýsti forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, því yfir að Ísland myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir 2030. Viðmiðunarárið er 1990.

... indeed Iceland recently pledged a 40% reduction of greenhouse gas emissions by 2030.

Yfirlýsing forsætisráðhera er mun afdráttarlausari en fram kom í yfirlýsingu Íslands frá 30. júní sl. um hvert yrði landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París síðar í ár. Þar segir, að

Iceland‘s Intended Nationally Determined Contribution Iceland aims to be part of a collective delivery by European countries to reach a target of 40% reduction of greenhouse gas emissions by 2030 compared to 1990 levels. A precise commitment for Iceland within such collective delivery has yet to be determined, and is dependent on an agreement with the European Union and its Member States and possibly other countries.

Um hvert framlag Íslands innan hins sameiginlega markmiðs Evrópusambandsins skyldi vera segir einungis, að

In constructing a target for Iceland that can be seen as fair in an international comparison and contributing to a global goal, ... Under such an arrangement, Iceland will ensure fullfillment of its fair share of the collective delivery of the 40% ... 

Nú hefur forsætisráðherra tekið af skarið. Draga skal úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi um 40% fyrir 2030. Þessari yfirlýsingu ber að fagna enda tekur Ísland þá ábyrgð til jafns við aðrar þjóðir í Evrópu.

Ríkisstjórn Noregs hefur einnig lýst yfirr að draga skuli úr losun þar í landi um 40% fyrir 2030 í samvinni við aðildarríki Evrópusambandsins. Noregur gengur þó einu skrefi lengra og segir að óháð því hvort árangur náist í París muni Noregur draga úr losun um 40%