Navigate / Profile / Search

Profile

Dagana 30. og 31. þessa mánaðar hefur mun utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, sækja fund í Anchorage, Alaska til að ræða þær áskoranir sem blasa við á norðurslóðum, þ.m.t. loftslagsbreytingar og súrnun sjávar. Fundurinn er boðaður af bandaríska utanríkisráðuneytinu.

Mesta athygli vekur að forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, mun ávarpa fundargesti hinn 31. ágúst. Sama dags hefst í Bonn næst síðasta samningalota aðildarríkja Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir loftslagsráðstefnuna í París.

Ísland hefur rödd til jafns við aðrar þjóðir og Náttúruverndarasamtök Íslands hafa sent bréf til utanríkisráðherra að nýta tækifærið í Anchorage til að vekja athygli umheimsins á alvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga takist ekki að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda í tæka tíð.

Verndun hafsins er tvímælalaust eitt stærsta hagsmunamál Íslands. 

    Tengdar greinar