Navigate / Profile / Search

Profile

Hinn nýkjörni forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, flutti í dag stefnuræðu sína í sænska þinginu. Sjá hér þann hluta ræðunnar þar sem Löfven fjallaði um loftslagsbreytingar

Herra þingforseti.

Loftslagsmálin eru mikilvægasti málaflokkur okkar tíma. Hækkun hitastigs andrúmsloftsins eykur hættuna á mjög alvarlegum afleiðingum fyrir líf hér á jörðu. Við sjáum þegar fram á hnattræna neyð í líffræðilegum fjölbreytileika sem birtist í því að fleiri tegundir deyja nú út en nokkru sinni í sögu þessarar plánetu. 

Á næsta ári verður haldin í París alþjóðaráðstefna þjóðarleiðtoga heims sem standa frammi fyrir mikilvægustu ákvörðun okkar kynslóðar. Tími mistaka og afsakana er löngu liðinn.. Loftslagsbreytingar eru ógn við öryggi heimsins. Tími ábyrgðar er runnin upp.

Helstu áskoranir okkar kynslóðar eru að stöðva eyðingu umhverfisins, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þróa nýja græna tækni. Með fjárfestingum í verndun umhverfisins munu skapast ný störf og nýir framtíðarkostir.

Svíþjóð mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í þeim takti sem nauðsynlegur er fyrir sjálfbæra þróun um heim allan. Þess vegna verður að innleiða nýja rammalöggjöf í loftslagsmálum. Á þessu kjörtímabili munu Svíar draga verulega úr kolefnislosun.

Lögð verður fram áætlun um stuðning við fjárfestingar á sveitarstjórnarstigi til að draga úr losun. Ennfremur verður kynntur nýr bónus fyrir umhverfisvæna bíla. Markmið um betra umhverfi skulu uppfyllt. Umhverfismálaráð verður sett á laggirnar og um leið mótuð ný og víðtækari gildi fyrir þróun samfélagsins.

Í fyrstu stefnuræðu sinni 10. júní 2013 nefndi Sigmundur Davíð loftslagsbreytingar 2 sinnum en engar aðgerðir nefndi hann til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einungis landgræðslu og skógrækt. Hinn nýkjörni starfsbróðir hans í Svíþjóð nefndi þann málaflokk 15 sinnum.