Navigate / Profile / Search

Profile

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því fyrirheiti sem forstætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gaf í ræðu sinni á leiðtogafundinum í New York um að Ísland stefni að framtíð án jarðefnaeldsneytis (Iceland is aiming to become a fossil fuel free economy). 

Yfirlýsing forsætisráðherra hlýtur að marka stefnubreytingu sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu.

Jafnframt talaði forsætisráðherra skýrt um þá hættu sem stafar af súrnun sjávar. Sú ógn er yfirvofandi og verður ekki bægt frá nema með verulegum samdrætti í losun koltvísýrings. (Recent studies, including by the Arctic Council, suggest that climate change is the most serious threat to Arctic biodiversity and ecosystems, including ocean acidification as Arctic and sub-Arctic waters can be especially vulnerable to acidification, which again can only be stopped by halting carbon emissions.)

Á hinn bóginn stangast orð forsætisráðherra um stuðning Íslands við kolefnisskatta (Putting Price on Carbon) á við lækkun kolefnisskatta s.l. vor undir forustu ráðuneytis Sigmundar Davíðs.