Navigate / Profile / Search

Profile

Evrópuþingið samþykkt í dag með miklum meirihluta (502 atkvæði gegn 137) miklar endurbætur á  breytingar á fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Samþykkt þingsins gengur töluvert lengra en samþykkt ráðherranefndarinnar um sjávarútvegsmál (fulltrúum ríkisstjórna aðildarríkjanna, í þessu tilfelli sjávarútvegsráðherrar) frá því í desember á síðasta ári.

Í stað þess að láta sér nægja að binda enda á ofveiði samþykkti þingið að sett yrðu skýr tímabundin markmið um enduruppbyggingu fiskstofna. Evrópuþingið gekk einnig lengra í takmörkun á stærð fiskveiðiflotans í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar ESB, fjárhagsaðstoð til útgerða skal skilyrt með því að farið verði að settum reglum og verðlauna skal þær útgerðir sem stunda veiðar með vistvænum hætti með forgangi  að auðlindinni.

Um það bil 75% af fiskstofnum Evrópusambandsríkja eru ofveiddir og löngu ljóst að fiskveiðistjórnunarkerfi ESB væri úr sér gengið og skaðlegt. Evrópusambandið hefur verið undir miklum þrýstingi frá umhverfisverndarsamtökum og að baki þessum sigri eru 178 samtök sem eiga aðild að regnhlífarsamtökunum Ocean2012, þ.m.t. Greenpeace, WWF, Birdlife og Oceana. Náttúruverndarsamtök Íslands eiga einnig aðild enda telja samtökin brýnt að fylgjast vel með þróun umhverfismála í Evrópu.

Þar eð ráðherraráðinu og þinginu greinir verður næsta skref að fulltrúi Evrópuþingsins, Ulrike Rodus, mun semja við ráðherraráðið um sameiginlega niðurstöðu en niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag gefur henni sérlega sterkt umboð frá umbjóðendum 502 Evrópuþingmanna. Enn eru því eftir erfiðar og langvinnar samningaviðræður til að koma í veg fyrir að niðurstaða dagsins verði útvötnuð.